Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 12
94 LÆKN ABLAÐIÐ drykkjarvatni, sem þeir taki úr pollum og rásum, en kvenfólk sýkist þar frekar vegna nánari samlDÚöar viö hundana innandyra, í tjöldum og kofum, líkt og J. Jónassen lýsir því hér á landi. Maladie des mains salles (Devé), Óþrifaveiki (G. Claessen), Filth- Disease, svo hefir sullaveikin veriö nefnd, og eru nöfnin nærri lagi, en þaö fyrsta er réttnefni. Frá upphafi hefir því verið veitt eftirtekt, að sullaveikin er sjaldgæf- ari í sjóþorpum en til sveita (J. Finsen), og þó hefir hundum þar veitt eins létt að komast í sullæti og á sveitabæjum (að undanskildum þeim hræum sem sveitahundar stöku sinnum komast í), því þar er og var fé einnig slátrað á hverju hausti, og ekki farið varlegar með sollin inn- ýfli, og eru hundar þar ekki síður innandyra en á sveitabæjum, og hafa jafn náin afskifti af kyrnum, ílátum og fólki, og jafnan hefir þrifnaö- urinn veriö talinn heldur lakari í sjávarþorpum eu til sveita. Vatnsbólum þar er líka hættara við að mengast svo að hætta stafi af, en rennandi bæjarlækjum, svo að væri boðleiðin svona beint frá hundi til manns, þá ætti sulfaveikin að vera alt aö því jafn algeng viö sjó og í sveit, sér í lagi þegar þess er gætt, aö i margmenni hefir serhver lnmdur mök viö tiltölulega fleira fólk. Þetta bendir á, að einhver lykkja, sem ekki hefir verið veitt eftirtekt, sé á leiðinni. Þessu næst er þaö aö athuga, að skýringar J. Finsens, J. Jónassens (og Devé) á því merkilega fyrirbrigði, að konur veikjast tiðar en karlar, eru allskostar ófullnægjandi, og skýra heldur ekki hvernig á því stendur, að mest ber á þessum mun á vissu aldursskeiði. Fyrst er nú þaö, að hundar leggja sjaldan af sér saurindi sín innan- húss (myndu sennilega ekki verða langlífir, ef þeir legðu þaö í vana sinn), svo að meiri bein hætta er af saur þeirra utanhúss en innan, og þeim því hættara, sem aðallega stunda útiverk, — en það eru karlmenn. Og þó það hendi, að bandormsliöir detti frá hundi innandyra (án þes's saur fylgi) (Krabbe, Jónassen), þá er það á b y g g i 1 e g t, að þaö eru ekki liðir af tænia ech., heldur af tænia marginata eða af tænia coenurus, o g k e m u r þ v í s u 11 a v e i k i i m ö n n u m e k k i n e i 11 v i ð. T. ech. er ekki meira en 4—6 mm. á lengd og hefir aöset- ur sitt efst uppi i mjógirni, 10—12 cm. frá magaopi, og liðurinn sem losnar er 2—3 mm., svo að ekki kemur til mála, að hann komist alla leið niður þarma og út um anus án þess að leysast sundur og blandast saurn- um, aftur á móti getur t. marg. orðið 3 metrar á lengd (og t. coenurus ca. 50 cm.), og nær því oft alla leið frá upphafi sínu í mjógirninu og niður undir anus, og er þá eölilegt að hundarnir losi sig við lið og lið i senn (líkt og stundum er um bandormaveika menn), en það kemur, scm sagt, sullaveiki í mönnum ekkert við. En þó nú svo væri, að hættan stafaði mest af dvöl hundanna innan- bæjar, vegna þess að þeir nudduðu sér (og tæniueggjunum) utan i kyrn- ur og ílát og menguðu vatniö með því að lepja úr vatnsfötum, sleiktu aska og skálar, þá væri hættan lík fyrir karla og konur, þvi að hvoru- tve8'&ja nota ílátin, eta matinn og drekka vatniö. Auk þess eru hundar einatt karlmönnum fylgispakari utan húss og innan en kvenfólki. En sér- staklega ætti ])á smábörnum að vera hætt, sem veltast i gólfinu, leika við hundana og kjassa þá og enga hugmynd hafa um hreinlæti. Smá-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.