Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 20
102 LÆKNABLAÐIÐ tiva“ verkun á andfæralamanir, og væri gaghslaust eöa gagnslítið viö lömunum annarsstaöar. í ööru lagi var ómögulegt að fá svo mikið sem hugboö um, hvort sjúkl. batnaöi ,,propter“ eða eingöngu ,,post“, ef lyfið liefði verið notað við létt haldna sjúklinga. í þriðja lagi hefði því farið fjarri, að unnist hefði tími til að nota lyfið intravenöst í stórum stíl og íerðast til þess langar leiðir. Það voru ekki einu sinni tök á, að nota það við alla þá tiltölulega fáu sjúklinga, sem þáð var „indicerað“ við, að ætlun minni, vegna þess, að ekki náðist til mín í tæka tíð. Fyrsta sinn notaði eg það i. júlí, við 21 árs gamla konu í Ólafsfjarðarkauptúni. Hafði eg fyrst verið sóttur til hennar 27. júní; var hún þá með byrjandi lam- anir, en hvergi greinilegar. Næstu daga hríðversnaði henni, lamaðist fyrst til fulls í fótum, síðan færðist máttleysið upp eftir líkamanum, og 1. júlí, er eg var sóttur til hennar á ný, voru allir útlimir máttlausir, svo að hún gat hvorki hrært legg né lið, og máttleysi í vörum, tungu og koki var orðið talsvert mikið, svo að hún átti bágt með aö tala og kyngja; hafði fyrst borið á því fyrir ca. 12 klst., og farið siversnandi. Hún fékk 20 ccm. af 7,5% CaCL-uppl. í vena mediana. Fljótlega á eftir átti hún betra með að kyngja, a. ö. 1. sást engin breyting fyrst, en versnaði ekki eftir þetta, og andfæralömun fékk hún enga, sem annars mátti gera ráð fyrir, að vofði yfir, eftir því sem farið hafði um aðra sjúklinga, er fengið höfðu kok- og tungu-lömun. Eftir rúman sólarhring fór mál- íærið að batna, og á 4. degi var þaö orðið eðlilegt og kinging óhindruö. Á útlimalömununum varð engra breytinga vart. — Næst reyndi eg CaCL við 6 ára gamla stúlku, á bæ skamt héðan (rúml. km.), svo að þar átti eg óvanalega hægt með að líta eftir sjúklingnum. Hún hafði veikst 23. júní, með sótthita, sleni og svefnsemi, höfuðverk, bakverk og ógleði, orðið hitalaus daginn eftir, en veikst á ný 30. s. m., með sömu sóttar-ein- kennum. 2. júlí fór að heyrast á mæli og hætta við að svelgjast á. 3. um hádegi: Kok- og tungu-máttleysi vaxandi, facialisparesi og lagophthal- mus duplex, apatisk. S. d. uin kl. 10 að kvöldi: Soporös, máttleysi enn aukist, kok og munnur fult af seigu slími, sem hún hefir ekki mátt til að koma út úr sér, andardráttur grunnur og tíður. Fær 10 ccm. af 7,5% CaCla-upph, i vena mediana, fékk hálfgert ,,Shock“, fölnaði og hætti alveg að anda, svo að gerð var snöggvast respiratio artificialis, og komst öndunin við það í samt lag von bráðar. Eftir ca. 2 klst. var öndunin orðin mun dýpri og strjálli, sjúkl. fór að geta losnað við slím úr munni og koki, og morguninn eftir var slím hætt að safnast þar, og hún gat kingt með varúð. 5. s. m. kingdi hún hiklaust og heyröist lítið á mæli. Batnaði til fulls á fám vikum. Þriðja sinn reyndi eg CaCL intravenöst 21. júlí, við 3 ára ganilan dreng. Hann var ekki jafn-þungt haldinn og hinir sjúklingarnir, var ]ió somnolent og tungulömun að byrja, en hafði ekki kok- né andfæra-lömun. Aðgerðin mistókst að nokkru leyti: hol- nálin losnaði ögn á dælunni með á inndælingunni stóð, án þess eg yrði þess var, og fór þvi ekki nema nokkuð af lyfinu í æðina, en nokkuð fór niður. Reynt var við hann dagana á eftir, — og seinna við nokkra íleiri, eins og síðar verður drepið á — CaCL-uppl. per rectum; var verk- un af þessurn tilraunum ekki svo fljót né greinileg, að neitt verði um hana fullyrt, en ekki versnaði drengnum eftir að þessar tilraunir voru gerðar, og bati fór að merkjast eftir nokkra daga. Loks var CaCl2-uppl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.