Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 119 Páll Sigurðsson læknir á Flateyri var hér á ferö. Hann hefir þjónaö emlrættinu fyrir Óskar Einarsson og mun verSa þar áfram fyrst um sinn, því aö Óskar treystir sér ekki, vegna lasleika, aS taka viS embættinu í vor. Mál Þórðar Thoroddsens, sem getiS var um í seinasta blaSi, hefir nú veriS dæmt af Hæstarétti og Þórður sýknaöur þar. Mál þetta var próf - mál, hann tekinn einn út úr af mörgum Reykjavíkurlæknum, sem ásak- aöir voru um sömu yfirsjónina, aS skrifa áfengislyfseðla á „ólögleg eyðu- blöð“ og stærri skamta i einu en 210 grörnrn af spíritus, án þess að til- greina ástæöur á lyfseðlinum. Dómstólarnir komust aö þeirri niSurstöSu, að reglugerSin um eySublöðin væri ólögleg og því ekki saknæmt að brjóta hana. Landlæknir fór til Vestmannaeyja seint í maímánuöi, aSallega til þess að athuga stað fyrir spítala, sem Vestmannaeyingar ætla aö fara að reisa. Spítala í Hafnarfirði ætla St. Josepssystur aS byggja og er þegar far- iö aS grafa fyrir grunni. Guðm. Guðmundsson, sem veriS hefir aðstoöarlæknir í Stykkishólmi, er nú látinn af því starfi og kominn hingaS til bæjarins. Heilsufræði handa íþróttamönnum eftir Knud Secher hefir GuSm. Björn- son landlæknir þýtt á islensku, en íþróttasamband íslands gefið út ný- lega. Það er lagleg bók, 64 bls., og margt á henni aö græða fyrir íþrótta- menn og fyrir lækna, sem leiðbeina vilja íþróttamönnum um líkamsæfingar. Auglýsing1 um styrktarfé berklasjuklinga. DómsmálaráSuneytið hefir skrifað mér á þessa leiö: Eftir móttöku bréfs yöar, herra landlæknir, dags. 9. f. m., viðvíkjandi styrkhæfi berklasjúklinganna Helgu Skúladóttur frá Keldum og Sæmund- ar Eyjólfssonar frá Hvammi á Landi, hefir ráðuneytið 15. f. m. skrifaö atvinnu- og samgöngumálaráSuneytinu eins og hér segir: „Með bréfi dags. 11. okt. þ. á., hefir atvinnu- og samgöngumála- ráöuneytið beiöst úrskurSar dóms- og kirkjumálaráSuneytisins um styrkhæfi tveggja berklasjúklinga samkv. lögum nr. 43, 1921, til dvalar á heilsuhæli, þeirra Helgu Skúladóttur frá Keldum og Sæ- mundar Eyjólfssonar frá Hvammi á Landi, er bæöi eru fullveöja og efnalaus. Út af þessu skal þaS tekið fram, aS þetta ráSuneyti lítur svo á, sbr. 14. gr. laga nr. 44, 1905, aö foreldrar séu skyldir aö kosta börn sin berklaveik, svo sem nauðsynlegt er, alla tíð meðan þau geta, án þess aS bíöa þaö tjón á efnahag sínum, sem lýst er í 1.4. gr. ofan- nefndra laga, nr. 43 frá 1921, um varnir gegn berklaveiki.“ Þetta tilkynnist yöur hér meS. Landlæknirinn Rvík 12. júní 1925. G. Björnson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.