Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 7
ix. árg. Reykjavík, i. júlí 1925. 6.-7. blað. Hvernig’ fær fólk sullaveiki? Eftir Matth. Einarsson. ÞaS eru nú liðin 60 ár síöan H. Krabbe og Jón Finsen röktu feril sulla* veikinnar hér á landi. Ólu þeir hunda á sullum úr mönnum, drápu þeir svo hundana nokkrum mánuöum síSar, og fundu i þeim sumum tænia echinococcus. Allrar nauösynlegrar varúöar var gætt, svo aS örugt var aS hundarnir höfSu ekki komist í sullæti annars staSar* Lamh ólu þeir svo á eggjum úr þessum tænium og fundust örsmáir sullir í lifur þess og lungum, er þaS var skoriS, 3 mánuSum seinna. Ketti reyndu þeir lika aS sýkja á sama hátt og hundana, en þaS tókst ekki, enda hefir þaö reynst svo hingaS til, aS köttum er ekki líkt því eins hætt viS aS sýkjast af t. e. eins og hundum. Þó hefir F. Dévé tek- ist aS finna t. e. í þörmum kattar, sem hann ól á sullum, og komið hefir fyrir í önnur skifti aS t. e. hefir fundist í kattargörnum, en sjaklan. Öörum dýrum en þessum er ekki til dreifa hér á landi, sem ætla megi aö fóstri t. e., þvi þótt tófur séu af sama dýraflokki, þá hafa t. e. aldrei íundist í þeim, — hér á landi hefir þaS ekki verið rannsakaö. Dagleg umgengni fólks viS hvortveggju dýrin hefir ætíö veriö og er, mjög náin, og mikið er af þeim. HvaS margir kettirnir eru, veit eg ekki, enda ríSur þaö ekki á svo miklu, því bæöi er þaö, aö þeim hættir síöur við aö gleypa i sig hráæti en hundum, og svo þrífast t. e. illa i þeim. Þegar Krabbe dvaldi hér, 1863, voru íbúar landsins 70.000, en hunda- fjölda áætlaSi hann 15—20.000; verSa þaS rúmir 20 hundar á hvert hundr- aS landsmanna. Síöan hefir hundum fækkaö og landsmönnum fjölgaS, svo aö 1922 voru íbúar orSnir 98.000, en hundar þá ekki fleiri en ca. 6.700, tæplega 7 hundar á hvert hundraS landsmanna.** H. Krahhe krufði hér 100 ltunda og fann t. e. í 28 þeirra, eöa rúm- lega fjóröa hverjum, ýmsa aSra bandorma fann hann og t. d. tænia marginata (sm veldur netjusullum í fé, cysticercus tenuicollis) fanst hún. i 75%, og í 18% fanst tænia coenurus (hún veldur vanka í fé, coenurus cerebralis). * Má sjá þaS á þvi, aS ekki fundust í þeim tænia marginata eÖa tænia coenurus. ** Hundaskattur utan kaupstaða 1922 var kr. 13000.00. ÞaS er alt af þarfahundum, alls 6500. KaupstaSaskattur var kr. 1416.00, af því var goldið í Rvik kr. 380.00 af 38 óþarfa hundum og kr. 30.00 af 15 þarfahundum. Sé sama hlutfall milli þarfra lnmda og óþarfra í hinum kaupstöSunum, þá verSa kaupstaSahundarnir alls ca. 200 talsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.