Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
ii 7
F r é 11 i r.
Þingfréttir.
Fjárlögin 1926. Af helstu breytingum á fjárveitingum til
1 æ k n a s k i p u n a r o g heilbrigöismála má nefna: 7700 kr.
styrkur til sveita, sem eiga s é r s t a k 1 e g a e r f i 8 a 1 æ k n i s ;s ó kj n
og eru 2000 kr. af þessu ætlaöar íbúum Ólafsfjaröarhrepps gegn ekki
minna en 2600 kr. tillagi frá þeim sjálfum, ef þeir ráöa til sín sérstakan
lækni. 1500 kr. eru veittar til læknis í R e y k j a v í k, sem sé skylt
aö gegna sjúkravitjunum i Kjós, Kjalarnesi og Mosfellssveit og fara eftir
taxta héraöslækna. Til augnlækningaferöa kringum land eru
veittar 1000 kr., er skiftist aö jöfnu milli Guöm. Guöfinnssonar og Helga
Skúlasonar, enda skifti þeir landinu á milli sin til yfirferöar, eftir fyrir-
mælúm landlæknis. Jón Kristjánsson fær 1500 kr. endurgjald á
feröastyrk. U t a n f a r a r s t y r k u r h é r a ð s'l æ k n a er 2000 kr. Til
landsspítalabyggingar 100000 kr. og K 1 e p p s b y g g i n g-
ar 100000 kr. Til ísafjarðarspítalans 25000 kr. (lokaveiting)
og 5000 kr. til sjúkrahússins i Laugiarási. 38000 kr. eru ætl-
aðar til aö reisa sjúkraskýli og læknisbústaði. Þá fær
Heilsuhælisfélag Noröurlands 75000 kr. til heilsuhælis í
Eyjafirði. Til styrktar berklasjúklingum eru veittar 300
þúsund krónur.
Lög voru samþykt er veita liæjar- og sveitastjórnum heimild til þess
aö skylda unglinga til s u n d n á m s.
S ó 11 v a r n a r 1 ög u n u m var breytt þannig, að í Reykjavík skal
vera sóttvarnarhús fyrir alt landið, en stjórninni heimilað að láta endur-
gjaldslaust af hendi til kaupstaðanna sóttvarnarhúsin á Akureyri, ísafiröi
og Seyðisfirði, þó með þeim skilyrðum, að húsiö á Akureyri veröi notað
sem farsóttahús, að settur veröi sótthreinsunarofn i nýja spítalann á ísa-
firöi og aö andvirði Seyðisfjaröarhússins veröi notað til aðgeröar á spí-
talanum þar.
B a n n 1 ö g u n u m var breytt að ýmsu leyti og varðar lækna mest
breytingin á 18. gr. sem verður svona: — ,,Nú lætur læknir áfengi af
hendi án þess aö hann hafi fullvissað sig um þörf beiðanda á því til lækn-
inga, eða læknir brýtur reglur þær, sem settar eru eða settar verða sam-
kvæmt 2. málsgr. 9. gr., og skal hann þá sæta sektum, fyrsta skifti 500—
5000 krónum, og tvöfaldri sekt, ef brot verður ítrekað, og skal þá auk
þess svifta lækninn heimild til þess að gefa út seðla á áfengi eða láta af
hendi áfengi eða áfengisblöndur. Dómsmálaráðherra getur sett, með ráöi
landlæknis, nánari reglur um þetta atriði.“
Þingsályktun var samþykt um v i ö b ó t a r b yjg g i n g u v i ð
geðveikrahælið á Kleppi og byggingu landjss.pítala
samhljóöa tillögunni, sem birtist í apríllilaði Lbl.
Aðra þ i n g s á 1 y k t u n samþykti efri deild Alþingis um aö skora á
ríkisstjórnina að fela landlækni og húsameistara ríkisins að gera frum-
drætti og kostnaðaráætlun um hressingarhæli o g starjfsst.öð
f y r i r berklaveikt f ó 1 k og leggja álit þeirra fyrir næsta Alþing.