Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 103 reynd intravenöst á 13 ára gamalli stúlku 24. ágúst; var lyfiö þar aö vísu ekki „indiceraö“ eftir þeim reglum um „indication“, sem eg haföi sett mér, því að sjúkl. hafði engar bulbærlamanir, en hjartað var mjög veikt og sló óreglulega, og hugsaði eg, að ef til vill kynni CaC^ að gera ]jví eitthvert gagn, enda var sjúkl. svo langt héðan, að óvíst var að til min næðist seinna, þótt á þyrfti að halda. Verkun sá eg enga eða breyt- ingu, aðra en þá, að slæmar tunguþrautir, sem sjúkl. hafði haft, hurfu rétt á eftir; næstu daga hafði heldur dregið af sjúkl. og lamanir vaxið, íékk þó aldrei bulbærlamanir, að því er ráðið varð af lýsingu foreldranna eftir á, — eg sá hana ekki aftur, — en varð bráðkvödd 26. ágúst. Þetta er auðvitað langt of lítil reynsla, til þess að nokkuð verði með vissu á henni bygt, en engu að síður vona eg, að hún sé nægileg til að hvetja fleiri til að gera svipaðar tilraunir, og gæti þá svo farið, að með tímanum fengist svo mikil reynsla, aö nokkurs virði væri. Ekkert er í hættu, prognosis pessima hvort sem er i þeim tilfellum, sem eg tel þetta reynandi í. Og einmitt vegna þess, hve horfur eru afar-illar, ef ekkert er gert, verður jafnvel lítil reynsla nokkurs virði, ef hún sýnir að sjúk- lingur lifi, sem ekki heíði verið talið lífvænt fyrirfram. Vist er um það, að þessar fáu tilraunir með CaClo-inj. eru það eina af því, sem eg hefi reynt eða veit til að aðrir hafi reynt gegn andfæralömun í mænusótt, sem mér hefir sýnst nokkrar líkur til að geröu gagn. Ástand fyrsta, og einkanlega annars sjúklingsins, sem eg reyndi lyfið við, var svo nauða- líkt því ástandi, sem sjúkh, sem dóu, voru i nokkrum klukkustundum íyrir andlátið, að eg á bágt með að trúa, að þeir hefðu lifað, — a. m. k. G ára gamla stúlkan, — ef engin önnur meðferð hefði verið reynd en vanalegt var. Erfitt verðnr oft að nota þessa meðferð við sjúklinga, sem eru langt frá lækni, því að það má heita hending, ef hún verður þá not- uð einmitt á réttum tíma; sé hún nefnilega notuð áður en sjúkl. er orðinn langt leiddur, verður ekkert um það sagt, hvort það er henni að þakka, þótt honum l^atni, og þótt honum versnaði seinna, fengi andfæralömun og dæi, þá sannaði það ekki, að lyfið hefði verið gagnslaust, ef það hefði verið notað á réttum tíma, því að auövitað getur líkaminn ekki lengi haft íorða af CaCl2 eftir eina injectio.* Á hinn bóginn getur sjúkl. verið dá- inn áður en næst til læknis, ef læknisvitjunin dvelst þangað til sjúkl. er orðinn aðfram kominn. — Annar erfiðleiki við notkun lyfsins er óvissa um, hve stór dosis þarf að vera og má vera. Eg notaði 20 ccm. af 7,5% uppl. handa fullorðnu konunni (þ. e. 1,5 g. CaCL), og hálfan þann skamt handa 6 ára stúlkunni; er sá skamtur tiltölulega stærri, enda sýndist verkunin þar fljótari og greinilegri. „Shock“ það, sem sá sjúkl. fékk, hefir sennilega stafað af skyndilegri blóðsókn til kviðarinnýfla, og þar af leiðandi l)lóöskorti í heilanum. Ef CaCl2 er dælt ört inn í æð, finst sjúkl. hiti streyma um munn og kok, lífiö neðan til og genitalia, og staf- * Það mælir líka á móti l>ví að nota þessa meðferð við létt haldna sjúkjl., sérstak- lega börn, að það má heita frágangssök, a. m. k. fyrir þá sem litla æfingu hafa, að koma holnál inn í æð, ef sjúkl. hreyfir sig nokkurn hlut, en sjaldnast mundu tök á, að fá ólömuðum börnum haldið svo kyrrum sem þyrfti; sé aftur á móti bulbær-lömun byrjuð, eru sjúkl. vanalega svo máttlitljr og sljóir, að þeir hreyfa sig ekki neitt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.