Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 22
104 LÆKNABLAÐIÐ ar þetta sjálfsagt af skyndilegri æðavíkkun þar og blóðsókn. Hefi eg liklega dælt lyfinu helst til ört í æSina í þetta sinn. Hvað sem því líður, var þetta „shock“ ekki hættulegt, og að öllu athuguðu, mundi eg heldur freka en draga úr dosis, ef eg hefði ástæðu og tækifæri til að reyna þessa meðferð hér eftir. Eftir 20. júlí reyndi eg CaCl2-uppl. per rectum við nokkra sjúkl., fyrst við drenginn, sem getið er hér að framan, seinna við nokkra aðra sjúkl., sem voru meira eða minna þungt haldnir, en þó ekki svo, að eg teldi rétt að gefa CaCl2 intravenöst. Verkunin var aldrei svo greinileg, að neitt verði um hana fullyrt, nema helst i eitt skifti: barn á 3. ári fékk upp úr vægri mænusótt, sem engar lamanir fylgdu, nema lítilsháttar paresis í extr. inf., langvarandi hitaslæðing, teygjur, titring og kippi í útlimi og andlit, einkum augnalokin; voru meir en 3 vikur frá því þetta byrjaði, þegar barninu var leitaö lækninga, og kippir þessir og krampa- drættir alt af að fara í vöxt. Það fékk 15 ccm. af 7,5% CaCl2-uppl. í' klysma, kvöld og morgna, og brá strax til bata; kippirnir hættu og bar ekki á þeim, meðan CaCl2 var brúkað, en næstu vikurnar fékk þaö að- kenning af þeim aftur, er reynt var að hætta viö CaCl2, en hurfu jafn- skjótt, er fariö var að gefa það á ný. Per os má heita frágangssök að gefa börnum CaCL, vegna þess, hve slæmt það er á bragðið; við stálp- aða unglinga og fulloröna reyndi eg það stöku sinnum, og sá ekki ótví- ræða verkun. En þaS sá eg, eins og áður er getið, ekki heldur af Uro- tropin-meðferðinni, og mér finst fult svo „rationelt“ að reyna CaCl2 í klysma eða per os, eins og urotropin. Ef eg ætti nú að fást við mænu- sóttarfaraldur, annað eins og í fyrrasumar, mundi eg reyna þessa CaClo- meðferð í annaS hvort skifti, en Urotropin í hitt; ef læknar gerðu það alment, gæti ef til vill meS tímanum fengist vitneskja um, að hverju væri meira gagn; þegar bæri á bulbær-lömunum, mundi eg auSvitað gefa CaCl2 intravenöst, og þaö ættu allir að gera, nema þeir þekki aðra með- ferö líklegri til árangurs; en því miSur þarf tæpast að gera ráS fyrir því, því að ef einhver þekti slíka meðferS, mætti vænta þess, aS hann léti hana ekki liggja i láginni til lengdar. Sigurjón Jónsson. Brjóstbörn og pelabörn. (Samrannsókn lækna). Seint á síöastliðnu vori sendi G. H. prófessor mér fyrstu sendinguna af skýrslum, sem samrannsóknarnefndinni höfðu borist, um brjóstbörn og pelabörn, meö tilmælum um aS eg ynni úr þeim. Seinasta sendingin kom i liaust. Hefir það dregist, meira en skyldi, fyrir mér að ljúka verki þessu, enda mun leitun á leiðinlegri starfa. Skýrslur þær sem komiö hafa, þannig úr garði gerðar, að sáralítið er á þeim að byggja, og læknum ti! litils vegsauka. Viöfangsefniö var líka kannske ekki sem heppilegast val- iö. Áhugi lækna fyrir samrannsóknum er enn lítill, og meðan svo er, er það varhugavert að velja verkefnið úr þeirri grein læknisfræöinnar, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.