Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 28
io8 LÆKNABLAÐIÐ Lækningabálkur. Ischias. Þegar eg tala um ischias, á eg vi'ö genuin ischias, en ekki viö þann, sem aöeins er „symptom“, og orsakast af tumorum eða bólgum, er þrýsta á plexus, og á þann hátt valda ischias-einkennum; eigi heldur á eg viö ischias, sem orsakast af sykursýki. lYfirleitt hafa margar aöferöir veriö notaöar til þess að lækna ischias. Fyrst held eg að eingöngu hafi verið notuö massage og það, sem kallaö er aö „teygja taugina“. I gamla daga var þaö gert strax og diagnosis var fengin, án tillits til þess, hvort um acutan eöa clironiskan ischias var aö ræða. Ef þetta hjálpaði ekki, tóku chirurgarnir verkið í sínar hendur, skáru inn á taugina, losuðu adhærenca, ef einhverjir voru, og „teygðu“ hana með verkfærum. Sumir þeirra dældu alchoholi inn að lauginni, eða notuðu aðra „Reizkörper“-aðferð. Með tímanum virðist reynslan hafa sýnt, að allar nefndar aðgerðir voru ekki heppilegar. Þá voru aðrir, sem létu sjúkl. liggja í „extension“ nokkurn tíma, og notuðu svo massage og „teygingar“ á tauginríi eftir á. Þetta virtist reynast bet- ur. En þó voru menn ekki ánægðir með árangurinn. Á þessum tímum, sem svona aðgerðir voru notaðar, var álitið að ischias væri altaf eða oftast neuritis, eða perineuritis. Sem kvalastillandi og ef til vill bólgueyðandi var talið að „constant“ eða „galvaniskur“ straumur væri góður. Voru því ýmsir, sem reyndu hann. Enn voru „physiotherapeutarnir“ ekki ánægðir. Fram úr öllu jiessu basli reis ný alda, og var þá álitið að heitt loft væri það besta, samfara massage, e n e k k i f y r en sjúkdómurinn væri kom- inn á „chroniskt stig“. 'Yfirleitt er það víst allra dómur, sem fást við lækningatilraunir á ischias, að ekki beri að byrja með „physiotherapi" á meðan henn er á „acutu“ stigi. — Þetta er nú í stuttu máli saga ischias- meðferðar aö árinu 1921, og sennilega hefi eg einhverju gleymt úr. — Síðan er byrjað að nota diathermi, sérstaklega í Austurríki, Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi — og íslandi. Að undanskildum „chirurgisku“ aðgerðunum, hefi eg notað allar hinar aðferðirnar og reynst þær upp og niður. En nú stendur svo á, að á þessu ári er óvenjulega mikið um ischias hér í Reykjavík. Og eg verð að segja að sú aðgerðin við ischias, sem mér reynist taka fram ö 11 u öðru gegn þeim sjúkdómi, er diathermi. Gegn chroniskum ischias hefi eg þessa að- ferð: Annan daginn diathermi, annan pólinn á regio glutea, en hinn á kálfann. Stundum nota eg þriðja pólinn á mitt læri. Hinn daginn bakað í Yi klst. með kolaþráðalömpum og siðan massage; alls ekki „teygð taug- in“. Sjúklingurinn látinn (ef ástæður eru til þess) halda kyrru fyrir. ]ff engar komplicationir eru og sjúkl. fer eftir fyrirskipuðum reglum, batn- ar ischiasinn eftir mánaðartíma, að meðaltali reiknað. Eg hefi nú ekki notað þ e s s a aðferð lengur en síðan í des. s.l., en á þvi timabili hefi eg ekki orðið var við nein recidiv. Eg hefi á tímabilinu frá 28. nóv. til dags- ins í dag veitt aðgerð 14 sjúklingum með ischias. Algerður bati 12. Eftir ekki lengri reynslutíma verður auðvitað eigi sagt, hvað skeður með recidiv. Þetta er nú mín aðferð. En hún gildir auðvitað að eins þar sem nóg tæki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.