Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ Á ílát hvers áfengislyfs, sem látiö er af hendi eftir lyfse'öli, skal jafnan, auk nafns lyfjabúðarinnar og fyrirsagnar um notkunina, einnig rita sjálfa forskriftina. 4- gr. í hverri lyfjabúö skal hafa tvær bækur til vitnis um áfengissöluna: a. V i n n u s t o f u b ó k (,,Laboratoriumsjournal“). 1 hana skal rita öll þau lyf, sem búin eru til eöa sett saman í lyfjabúö- mni og áfengi er í. Skal þess getiö viö hvert lyf, hvenær þaö var búiö til, hve mikiö af því og hve mikiö áfengi (spir. conc.) fór í þaö. Lyfsölustjóri ræöur annars fyrirkomulagi á þessari bók. b. E y ö s 1 u b ó k. 1 hana skal lyfsali rita í lok hvers mánaðar, hversu mikið hann hefir selt af áfengi og lyfjavínum, sbr. 3. gr. og a-liö þessarar greinar. í þeirri bók skal þess greinilega getiö, hversu rnikið af áfengi og lyfjavínum hafi verið selt læknum, er lyfsölurétt hafa, og tilfærö nöfn þeirra. Aö ööru leyti ræður lyfsölustjóri tilhögun þessarar bókar. í lok hvers mánaöar skal hver lyfsali senda lyfsölustjóra mánaðarafrit úr þessari bók sinni. Jafnframt skal hann senda alla þá lyfseðla, sem komiö hafa til afgreiðslu þann mánuð og heyra undir ákvæöi 3. greinar, sbr. einnig 5. gr. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til héraöslækna, sem hafa rétt til lyfjasölu, en þeir skulu samt skyldir til að halda eyöslubók um alt áfengi og öll vín, er þeir láta úti. Bókin skal færð jafnóðum og úti er látið. 5- gr- Þegar læknir gefur út lyfseðla upp á áfengi, eða áfenga drykki eöa áfeng lyf, sem ákveðið hefir verið aö þar til skuli teljast, sbr. 3. gr., skal hann rita þá á sérstök eyðublöö, sem landlæknir lætur úti i heftum meö 50 tvöföldum, tölusettum eyöublöðum í hverju hefti. Skal læknir skrifa á hvern seðil, auk nafns lyfsins og þyngdar, nákvæma fyrirsögn um notkun þess, útgáfudag seöilsins, nafn sitt og nafn og heimili sjúk- lingsins. Læknir skal jafnan, er hann gefur út slíkan lyfseöil, skrifa fult afrit af honum á viðfesta blaðiö i heftinu. Læknir fær því að eins ný hefti, aö hann sendi landlækni með beiöninni jafnmörg útnotuð hefti, meö öllum afritunum i. Héraðslæknar, sem sjálfir hafa lyfjaverslun, eru hver í sínu héraöi undanþegnir fyrirmælum þessarar greinar. 6. gr. Ekki má læknir (mannalæknir) ávísa neinum meira i einu, hvorki sjálf- um sér né öörum, en sem svarar 210 gr. af spiritus concentratus, eöa % ílösku af konjaki, eða % flösku af öörum vínum, sem löggilt eru til lækn- inga, sbr. einnig 2. málsgr. 3. greinar, og ekki aftur sama viötakanda fyr en liðnar eru 3 nætur frá því að kaupin gátu átt sér stað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.