Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ
Heimilt skal þó lækni að ávísa meira í einu, en hér er ákvehi'ð, ef:
a) Lög e'ða reglugerðir mæla svo fyrir, t. d. til notkunar á skipum, sem
fara í langferðir o. þvíl.
b) Ef hann telur þess brýna þörf, t. d. handa sjúklingi, sem býr mjög
langt frá læknum, og ef bann þekkir sjúklinginn aS því aö- hann muni
ekki nota áfengi'ð til nautnar. Skal þá jafnan stuttlega geta um ástæð-
una á lyfseðlinum og afritinu.
7- gr„
Heilbrigðisstjórnin ákveður árlega hversu mikið áfengi (spir. conc.),
konjak og vín, sem löggilt eru til lækninga, hverri lyfjabúö og hverjum
lækni, sem rétt hefir til lyfjasölu, verði mest látið í té árlangt, og hversu
miklu þeir læknar, sem ekki hafa rétt til lyfjasölu, megi ávísa i mesta
lagi á ári.
Ákvæði þau, er ráðuneytið hefir áður sett í þessu efni, skulu vera
óbreytt til i. jan. 1926.
8. gr.
Um brot gegn þessum reglum fer eftir fyrirmælum laga um einkasölu
á áfengi frá 27. júní 1921 og laga frá 8. júní 1925, um aðflutningsbann
á áfengi.
9- gr-
Reglur þessar ganga í gildi þegar í stað.
í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 1. júlí 1925.
F. h. r.
Gr. Sveinbjörnsson.
Sigfús M. Jóhnsen.