Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 10
í)2
LÆICNABLAÐIÐ
önnur sulla-lönd, meö þeim betri eSa verri, þá þarf aS bera saman sulla-
tölur okkar og ananra sullalanda, en samkvæmt þeim útlendu plöggum,
sem eg hefi, fæ eg ekki betur séö, en aö þar séu allir sullir, sem í skepn-
um finnast, taldir, án greinarálits, hvort sem um echinococcus eöa cysti-
cercus er aö ræöa.* Eru þær tölur þvi ekki sambærilegar við aöalútkomu
á þessari talningu okkar. En svo vill vel til, aö Jónas Kristjánsson læknir
á Sauöárkróki lét. líka telja netjusullina (sjá skýrslu i Lbl.), og fundust
þeir í alt aö 31.5% alls sláturfjárins.
Sem vænta mátti, fóru oft saman sullir í lifur (og lungum) og netju,
og tekur J. Kr. þaö fram: „Allmargar kindur höföu sulli bæði í lungum
og lifur og netju, og koma þær því fram sem tvær kindur, sem í raun
og veru eru ekki nema ein, —“ er því óhætt að gera ráö fyrir, aö alls
hafi veriö — (sé hlutfallið milli cysticereus og echinococcus svipuð um
alt land, — og má þaö teljast líklegt, —) c. 40% af fénu sollið (31.5%’
-f- miklum hluta af 12,3%), og er þetta mjög há tala, þótt ekki sé hún
alhæst. í Argentina (Cronvell og Vegas) 40—60% sollin (eftir Devé).
1 Mecklenbourg 33% og Ponnnern 18% (Ostertag). (Cit. eftir T. Devé:
Les kyster hydatiques 1905). I Tunis 40—60% (mismunandi í héruöum)
og Frislandi 16—24%, í Normandi 0.59—1.12%. (Þetta er tekið eftir F.
Devé 1923.)** Af þessu sést, aö fá lönd taka okkur fram i þessu.
Þótt engin hundaskoöun hafi farið fram og ekki sé hægt að segja neitt
um bandormafjölda i þeim, þá má ráöa, aö hlutfalliö milli fjölda t. e. og
t. m. sé hiö sama og þegar H. Krabbe var hér. Hann taldi einn hund meö
t. e. móti þremur meö t. m. (28:71%) og J. Kr. telur eina kind meöi
echinococcus á móti þrem meö cystcercus tenuicollis (11,7:31.5%). Þetta
bendir aö minsta kosti í þá átt, enda engin likindi til aö það hafi breyst,
þótt tænium fjölgi eða fækki, sbr. þaö, sem fyr er sagt um aðgang luinda
að sullum.***
„Cave canem“ segir E. J. Mc. Donnel aö ætti að vera motto fyrir Ástr-
alíu, og er gott að hafa það hugfast, líka hér á landi, ef enn ganga þús-
undir tæniueggja niöur af fjórða hverjum íslenskum hundi (svo komst
H. Krabbe að oröi 1863), en þó er svo, aö fleira ber að varast en hund-
ana, því þótt þeir séu uppspretta veikinnar, þá getur veriö lykkja á leiö
* AÖ öðru leyti hefir talning fariö fram eins og hjá oss: að eins talið í fullorðnu
fé, það sem hægt var að sjá og þukla í fljótu bragði.
** F. Devé (í Kystes hydatiques en Normandie) getur þess, að A. B. van Dinse i
Rotterdam haldi því fram, að sullaveikin hafi borist til meginlands Evrópu frá
íslandi á 17.—18. öld, með hundum er þarlendir hvalfangarar hafi flutt með sér
frá íslandi. — Eg hefi nú spurt prófessor Pál E. Ólason um j>etta, og segir liann
að á þeim öldum hafi verið mikið um franska og hollenska hvalveiðamenn hér, er
jafnframt ráku mikla launverslun við landsmenn. Má því vel vera að þeir liafi
flutt tæniusjúka hunda með sér af landi burt, eða skipshundar þeirra sjálfra náð
i sulli í landi eða um borð, því telja má vist, að þeir hafi fengið sér öðruhvoru
kind hjá landsmönnum í vöruskiftum.
*** Þegar um tæniusýkingu hunda er að ræða, þarf ekki að taka tillit til stórgripa-
sulla, því að þeir eru oftast ófrjóir, en að eins miða við sulli í sauðfé, sem næst-
utn ætíð eru frjóir (80% — Devé).