Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
113
öörum læknum. Þakkarávörp og aörar gyllingar skulu þeir forðast eftir
megni. Ekki skulu þeir heldur gefa í skyn, að þeir þekki betri lyf eða
læknisaöferöir, sem öörum læknum séu ekki kunnar. Læknar skulu alls
engan þátt taka í árskorunum frá almenningi viövíkjandi veitingum em-
bætta, eöa því, að nýr læknir setjist að í héraðinu.
5. gr. Sé læknir sóttur til sjúklings og kornist aö því, að hann sé
undir hendi annars læknis, eða hafi heimilislækni, þá skal hann að eins
gera það, sem hin bráðasta nauðsyn krefur og engan dóm leggja á læknis-
aðferð þá, sem hinn hefir notað. Hann skal ekki vitja þess sjúklings
oftar, nema honum sé kunnugt um, að fyrri lækninum hafi verið tilkynt,
að sjúkl. óski að breyta um lækni, eða læknirinn hafi sagt skilið við sjúkl.
6. gr. Ef sjúkl., læknir hans, eða þeir, sem að sjúkl. standa, óska að
annar læknir sé sóttur til samráða með þeirn lækni, sen: hefir sjúkl.
undir hendi, þá skulu læknarnir, að lokinni rannsókn, bera ráð sín sam-
an í einrúmi. Sá læknir, sem hefir haft sjúkl. undir hendi, fyrirskipar
síðan það, sem íæknunum hefir komið saman um. Geti þeir ekki orðið
á eitt sáttir, skulu þeir hvor um sig, í viðurvist hins, setja skoðanir sinar
fram fyrir sjúkl. eða þeim, sem að honum standa, og kjósa þeir þá um,
livor læknirinn skuli halda lækningunni áfram. Ef sá læknir, sem hefir
stundað sjúkl., kemur ekki til viðtals við hinn aðfengna, skal hann ráö-
'eggja það, eða breyta svo til um meðferð sjúkh, sem honum virðist
bera brýna nauðsyn til, en vitja sjúkl. ekki oftar, nema eftir samkomu-
lagi við hinn, sem fyrst stundaði hann. Lækni þeim, sem sóttur er, ber
borgun fyrir starf sitt.
7. gr. Ef læknir getur ekki gegnt störfum sínum vegna ferðalags, sem
liann ekki fær sérstaka borgun fyrir, eða sjúkleika, skulu nágranna-
læknarnir, ef kringumstæður leyfa, gegna störfum hans, honum að kostn-
aðarlausu í einn mánuð, eða, ef um sjúkleik er að ræða, í tvo mánuði,
nema læknir auglýsi sjálfur, að hann hafi fengið ákveðinn lækni til þess.
Fyrir þessi störf sín mega læknar ekki krefja þá sjúklinga um borguti,
sem hafa samið við lækni um læknishjálp, eða hann er húslæknir fyrir,
nema þeir eigi heima lengra frá heimili læknisins en eina mílu, eða ef
um meiri háttar operation er að ræða. En þiggja mega þeir endurgjald,
ef þeim er boðið.
Sé læknir sóttur til sjúklings, vegna þess, að hinn fasti læknir sjúkh
sé ekki viðlátinn í svip, þá ber honum borgun fyrir þá læknishjálp.
8. gr. Allir læknar, konur þeirra, ekkjur og ó.fullveðja bðrn skulu hafa
rétt til þess, að njóta ókeypis læknishjálpar hjá hverjum þeim lækni, sem
þeir óska. Þó skal ekki krafist ókeypis læknishjálpar, ef læknir er sóttur
um langan veg, og heimilt er lækni að þiggja eitthvert endurgjald, ef
sá, sem hjálpar nýtur, krefst þess, einkum ef fátækur læknir á í hlut gagn-
vart efnuðum.
Akvæði þessi taka þó ekki til tannlækninga.
9. gr. Heimilt er embættislausum læknum að setjast að hvar sem vera
skal. Hafi læknir gegnt aðstoðarlæknisstörfum fyrir anrian, verið stað-
göngumaður hans (amanuensis) eða settur í héraðið áöur en það var veitt,
þá skal hann ekki setjast þar að sem læknir, fyr en að minsta kosti eitt
ár er liðiö frá þvi að hann dvaldi þar. Forðast skal hann og að rýra á
nokkurn hátt álit læknis þess, er hann starfaði fyrir.