Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 16
LÆKNABLAÐIÐ
98
karla og kvenna. Meira a'ö segja mætti gera ráö fyrir, aö nú þegar sæist
högg á vatni.
Eg hefi nú gert töflu um tölu og kynferöi sullsjúklinga, sem veriö hafa
á spítölum í Reykjavík síöastliöin 20 ár, 1905—1924, incl., til þess aö
komast aö raun um, hvort hún styöur ágiskanir mínar:
Ár Karlar Konur Alls
190ö—09 22 53 75
1910—14 33 71 104
1915—19 31 48 79
1920—24 30 35 65
Tafla þessi sýnir, aö rneiri jöfnuöur er aö komast á milli karla og
kvenna, en ekki er þaö eins glögt um rénun veikinnar, þó virðist þaö
vera í áttina.* Eg geri ráð fyrir, aö innan næstu 5—10 ára verði afleið-
ingarnar svo skýrar, aö öllum veröi augljóst, að happadrýgsta sporiö,
sem til þessa dags hefir verið stigið til útrýmingar sullaveikinnar sé ein-
mitt þessi breyting á búnaðarháttum, aö hætta að færa frá, þótt ekki
væri breytingin í því skyni gerö.
Samkvæmt framanrituðu horfir nokkuð öðru vísi viö um sullsmitun
en gert hefir verið ráö fyrir hingaö til. Samt verður i aðalatriöum engin
breyting á vörnum gegn veikinni. Varnir verða þær sömu, sem H. Krabbe
sagði fyrir um 1863: Takmarka hundahald, gæta þess, að hundar nái
ekki í sulli til átu og auka þrifnað.
Sérstaklega verður þó aö brýna fyrir fólki að þvo sér um hendur, áö-
ur en það matast (maladie des mains salles) eða skamtar og ber öðr-
um mat, en mestrar varúðar verða mjaltakonur aö gæta og þeir, sem
handleika óþvegna ull, hvort sem hún er á skepnunni eöa ekki.
Einn aðalþátturinn í tilraunum þeim, er gerðar hafa verið til útrým-
ingar sullaveiki, eru h u n d a 1 æ k n i n g a r n a r. Hafa þær verið fram-
kvæmdar víðast um land síðustu þrjá áratugi, en nokkuð hefir bólaö á
vantrausti á gagnsemi þeirra. Prófessor Guðmundur Magnússon dró mjög
t efa, að þær kæmu að nokkru haldi, bæði vegna þess, aö hann taldi fram-
kvæmdir á þeim lélegar og mjög hæpið að ormameöalið dræpi sulla-
veikisbandorminn. I santa strenginn taka ýmsir aðrir, t. d. Jónas Kristj.,
Sig. Hlíðar, og líkt heyrist mér á Magnúsi Einarssyni. Yfirleitt virðist
það vera álit flestra lækna, aö þær séu gagnslitlar. Einstaka telja þær
óbeinlinis skaölegar, sökum þess, aö fólk vegna hreinsunarinnár gæti
nú minrii varúðar í sambúð við hundana en áður (G. Magnússon), svip-
að og um sótthreinsun eftir næma sjúkdóma, t. d. taugaveiki; aö sótt-
hreinsun lokinni hverfur öll varúö og þrifnaðaraðgætni, og aö því leyti
er hundahreinsun verri en engin (Jónas Kristjánsson).
* Er þó gleggra en virðist, því að þó svo tiltölulega margt liafi leitað lækninga
1910—14, þá stafar það ekki af þvi, aS veikin hafi aukist, heldur af því, að þá
fyst var kominn verulcgur skriður á fólk með aS láta óperera sig.