Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 107 (aka en á öörum svi'öum; fæstir læknar hafa, þó þeirra hafi veriö vitja'ö til barnsins, gert neinar athugasemdir viö diagn. Ijósmæöra, og eru þær þó allskrítnar, sumar hverjar. Sama er að segja um dánarorsakirn- ar; skýrslunum þar heldur ekki treystandi, nema i fæstum tilfellum, og er þeim því slept líka. Annars sýnist heilsufar ungbarna hér á landi vera í góðu meðallagi, þungar meltingartruflanir sjaldgæfar, en aftur á móti er Rachitis mjög algengur (að eins 6 tilfelli nefnd í skýrslunum!) Eins eru kvefpestir mjög tíðar. Þá er eftir að minnast á meðferð ungbarna yfirleitt, pelalilönduna og auka-fæðuna, og er þar skemst frá að segja, að upplýsingar þær, er skýrsl- urnar gefa hér að lutandi, eru svo ruglingslegar og óáreiðanlegar, aö eg hefi ekki einu sinni viljaö taka það með á töfluna, svo áreiðanleg sem.hún nú er. Hvergi er minst á: Rúm, klæðnað, böð eða þvott, úti- ve.ru, niðurröðun máltíöa, quantum fæðunnar. Að ]íví er til pelablönd- unnar kemur, þá taka 2 læknar það fram, að beinlínis rangt sé hermt írá, í sumum þeim tilfellum, er þeim voru kunnug; og margir læknar geta ]>ess, að frásögninni sé lítt treystandi. Sú ljósmóðir, sem bestar skýrslur gefur (úr Bolungarvík), gerir grein fyrir því, hvernig hún hafi sagt fyrir um fæðuna, en tekur það jafnframt fram, að fyrirsögn sinni hafi að eins r'erið fylgt í 1 tilfelli, og að öðru leyti treystist hún ekki til að skýra nánar frá, hvernig næringunni hafi verið háttað. — Niður- staðan, sem eg hefi komist að, er þessi: Flest fá börnin kúamjólk þynta með vatni (að eins í hverfandi fáum tilfellum ])ynta með hafraseyði). Þynningin er í byrjun þá, mjólk, og er mjólkin síðan smáaukin. Öblandaða mjólk fara börnin að fá á mismunandi aldri, alt frá því þau eru t/2 mán., til þess þau eru ársgömul, en venjulegast þó ekki fyr en þau eru 4—6 mánaða. Hvort mjólkin er flóuo eða ekki, er sjaldnast nefnt. Sykur er aldrei minst á, likast til frekar skoðaður sem krydd en matur, Aukafæðu fara flest börnin að fá úr því þau eru orðin misseris gömul, en þó líka nokkur strax í lok fyrsta ársfjórðungs. Aðallega eru það graut- ar (hafra-, sagógrjóna- og semouliugrjóna), sem börnin fá sem aukafæðu á fyrsta ári. Þar næst ganga tvíbökur, svo hveitibrauð, fiskur og egg, j)á jarðávextir, kjöt og skyr. Flest eru börnin farin aö fá létta íullorðinna íæðu um það l)il og þau verða ársgömul. 1 skýrslunum er að eins í 2 tilfellum minst á barnamjöl, en varla er óhætt að vona, að í stærri kau])- stöðum, með lyfjabúðum að minsta kosti, sé ekki notað meira af því. Eins og greinargerð þessi ber með sér, hefir samrannsókn lækna um brjóstabörn og pelabörn ekki borið þann árangur sem til var ætlast, og veitti ekki af að vinna verkið upp aftur, því varla býst eg við að útkoman yrði mjög á annan veg þótt einhver annar vildi vinna úr skýrslum þeim, sem eg hefi íengið. • Katrín Thoroddsen. Leiðréttingar: I jan.—febr. blaðinu er í greininni „Skólalækningar á bls. 18, 1. 10 a. n. „falleg'“ á að vera sælleg. í marsblaðinu er í framhaldi greinarinnar „Skólalækningar/ á bls. 34, 1. 35 a. o. „þær“, á að vera „þar“ og á bls. 36, 1. 3—4 a. o. „klukkutímum“, á að vera „kenslutímum“,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.