Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
91
Sá er skoðaði og skoðanarstaður. Fjárfjöldi Sollið %
Jónas Kristjánsson, læknir, Sauöárkr.............. 3530 11.7
S. Hlííiar, dýralæknir, Akureyri ................. 7140 12.6
Jón Pálsson, dýralæknir, Reyöarfirði.............. 1695 2.77
Alls .... 17424 12.42
Þarna gætir mikils munar, alt írá 26.1%; niöur í 2.77%, en þa'ö
er lika sitt á hverju landshorni. Um Austurland er þaö löngu kunnugt,
aÖ mjög lítiö er þar um sullaveiki í mönnum og fé (viö skoðun á 11—
12 hundruð sláturfjár haustið 1919 fann Georg Georgsson engan sull),
svo að í sjálfu sér furðar mig ekki svo mjög á þessum misrnun (því senni-
lega hefir margt af því verið fjaröafé, sem gengur mikiö í fjörum, en
sjóþvegið þangiö er hreint og tæniueggjalaust). Einkennilegri er sá mikli
munur, sem er á Borgarnesfénu (úr Borgarfirði og af Mýrum) 26.1%
og Reykjavíkurfénu (úr Rangárvalla-, Árness-, Gullbringu- og Kjósar-
sýslum) 3.29%. Þar á milli er svo Búöardalsféð, 17.9%. Þetta er ein-
kennilega mikill munur, því til þessa hefir þaö veriö álitiö, og það senni-
lega með réttu, að mjög væri áhölda um sullaveiki í fólki í sveitum þess-
um. En annarsstaðar er taliö svo, að alt af fari þaö saman hlutfallslega
í héruðum, solliö fé og fólk.
Mér er næst að halda, að þetta stafi af því, aö fjárfjöldinn er svo litill,
sem talið er úr á hverjum stað, og útkoma talningarinnar því óábyggi-
leg, og að fá megi réttari útkomu, ef tekið er í einu lagi sláturféð úr þess-
um þremur héruðum, Dölum, Borgarfirði og Suöurlandsundirlendinu, til
saman voru það 5059 kindur, og af því var sollið 15.9%, og er það lík-
lega ekki fjarri sanni, og í samræmi við ágiskun próf. G. Magnússonar
um það, að hvað rénun sullaveikinnar snerti, þá standi fjársveitirnar á
Suðurlandi fjársveitunum á Norðurlandi enn að baki.
Norölenska sláturféð, sem talið var í, var svo langt um fleira, og því
meira leggjandi upp úr talningunni á því.
Þótt ekki sé mikill munur á prósentutölum á Sauðárkróki (11.7) og
á Akureyri (12.6), þá tel eg réttara, að telja alt í einu lagi, af því að það
er úr sveitum er liggja saman. Alls var á báðum stöðum talið úr 10670
fjár, og var þar af sollið 12.29%. Gefur það sennilega rétta hugmynd
um ástandið í þeim landshluta.
I sollna fénu fundust að heita mátti eingöngu lifrarsullir. Að eins örfáir
lungnasullir, en skiftir þar í tvö landshorn. T. d. fundust lungnasullir í
41 kind af 47 sollnum af Reyðarfjarðarfé, en að eins í 4 af 543 sollnum
úr Borgarnessfé. Er þetta einkennilegt, og get eg ekki gert mér grein
fyrir hvernig stendur á því.
Samkvæmt þessu eru þá lifrar- og lungna-sullir í 2.77% af Austfjarða-
fé, 12.29% Norðurlandsfé og 15.9% af Suðurlandsfé. Framtíðar taln-
ing verður að sýna, hvort þetta er nokkuð nærri sanni, en helst þarf, þeg-
ar næst verður talið, að bæta við talningarstað í Vík í Mýrdal og ein-
liverjum sláturstað í Norður-Múlasýslu. Líka verður að telja netju-sulli,
en út af fyrir sig.
Alls var talið í 17424 kindum, og er það 3,2% af öllu fé á landinu
(1922 var sauðfé alls 550 þús.). Af því var 12.42% sollið.
Til þess aö fá hugmynd um hvar beri að skipa okkur, samanborið við