Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 8
90 LÆKNABLAÐIÐ Þaö liggur viö, aS mann furöi á, aS ekki var meira en fjöröi hver hund- ur, sem fanst sekur um t. e., eins vel og hlynt var aS hundum um sullát i þá daga. En er þetta er athugaS nánar, og boriS saman, hve oft hver þessara þriggja tæniutegunda, t. marginata, t. echinococcus og t. coenurus fanst, þá virSast hlutföllin þar á milli einmitt svara vel til þess, hve aS- gengilegt var fyrir hundana aö ná í hverja sulltegund. Þegar slátraS var, þá var venjan sú, aS flysja netjusullina úr, um leiö og tekiS var innanúr, og henda þeim til rakkanna, sem gleyptu þá jafn- haröan, en lifrar- og lungnasullum kornust þeir ekki aö strax, nema þegar liffærin voru svo gegnsollin, aS þau voru álitin alónýt til manneldis; hafa þeir því fariS á mis viö nokkurn hluta þeirra, en netjusulli fengu þeir alla. Enn erfiöara reyndist hundunum aö ná í heilasullina, þá fengu þeir ekki fyr en mörgum dögum síöar, þegar búiS var aö svíöa hausana og kljúfa og voru þá vafalaust margir sullirnir dauöir. Sama máli var aö gegna, er hundar komust í sollin hræ. Samt heföi mátt ætla, aö enn meira væri um tæníur í hundunum, en þá er aö gá aS því, aS tæníurnar eiga sér sennilega ekki langan aldur, og geta því dáiö milli sláturtíöa. En í rauninni er ekki og var ekki fé slátr- aö hér nema á haustin, og er þaö því sá eini tími, er hundum gefst tæki- færi á aö ná i sullæti. H. Krabbe dvaldi hér frá maí — okt. 1863, og hafa því allar tæníur, sem hann fann, stafaö frá haustinu áöur. Má því gera ráS fyrir, aS prósentutala lians sé í rauninni nokkuö lægri en vera bar, (eöa hafi þá veriö þaö), þótt aö vísu lifni ekki tænia í hverjum hundi, sem étur sull, jafnvel þótt sullurinn sé lifandi og frjór. Þaö kom glögt í ljós viö tilraunir H. Krabbe og Finsens. Síöan H. Krabbe var hér, hafa engar rannsóknir veriö geröar, er snerta útbreiðslu sullaveiki, hvorki á hundum* eöa skepnum, þar til nú í haust, aö landstjórnin eftir tilmælum minum, í samráöi viö Magnús Einarson dýralæknir, veitti kr. 600.00 til talningar á lifrar- og lungnasullum i sauö- fé, og fól þaS dýralæknum landsins fjórum og tveim héraSslæknum.*1' Árangurinn af þessari talningu er sem hér greinir :*** Sá er slcoðaði (5g skoðunarstaður. Fjárfjöldi Sollið °/„ Magnús Einarsson, clýralæknir, Rvík ............. 1915 3.29 Hannes Jónsson, dýralæknir, Borgarnesi .... 2029 26.1 Árni Árnason, læknir, BúSardal .................. 1115 17.9 * Sjálfsagt mætti þó fá nokkra hunda ekki mjög dýru verði. Væri sennilega nægi- legt til þess að fá hugmynd um hreytingar, ef orðið hafa„ að hver dýralæknir skoðaði 10 hunda úr sínum fjórðungi 3.-—5. hvert ár. — Gott tækifæri gafst hér í Rvik þegar hundadrápið fór fram síðastliðið haust, og var það mikil yfirsjón af þeim sem að því lnindadrápi stóðu. að láta ekki kryfja hundana, þvi þótt telja megi víst, að vel hirtir og aldir reykvískir húshundar séu tæniu-lausir, þá hafa hlotið að vera innan um aðkomnir flækingar, og hefði mátt fá af þeim einhverja hugmynd um ástandið. En of seint er nú að sakast um það. ** Þess ber að geta, að Georg Georgsson læknir lét telja sulli í sláturfé á Fáskrúðs- firði 1919 og Jónas Kristjánsson læknir hefir i nokkur ár talið sulli i sláturfé á Sauðárkróki. *** Tölurnar eru teknar úr skýrslu Jónasar Kr. í Lbl. 1.—2. '25, skýrslu S. Hliðar í Frey, des. '24 og skýrslum hinna fjögra hjá dýralækni M. Finarson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.