Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 32
] 12
LÆKNABLAÐIÐ
vakandi auga á öllum þeim málum, sem varöa læknastéttina eöa heil-
brigöi almennings. Hún sendir aö jafnaöi læknum, er próf taka, áskorun
um aö gerast félagar. Rétt hefir hún þó til aö neita læknum urn inntöku
í félagið og vísa ])eim úr þvi urn stundarsakir, ef ástæöa þykir til. I
ársbyrjun gefur hún skýrslu um allan hag félagsins og framkvæmdir
þess síöastliöiö ár.
Fjórðungs-fulltrúar skulu hafa vakandi auga á öllum lækna- og heil-
brigðismálum í sínum fjórðungi og leiðbeina stjórninni i öllu slíku, er
hún æskir þess.
7. gr. Félagið heldur, að forfallalausu, aðalfund á ári hverju í júní,
júlí eða ágústmánuði. Skal stjórnin boöa til fundar með 6 vikna fyrir-
vara, og auglýsa umræðuefni. Þeir, sem hafa í hyggju, að bera fram
mikilsvarðandi mál, skulu hafa tilkynt formanni það eigi síðar en 2 mán-
tiðum fyrir fund. Aöalfundur ræður fundarstað.
Aukafund má halda, ef ekki færri en 5 félagar utan Reykjavíkur senda
stjórninni áskorun um það.
Afl atkvæða ræður á fundum. Þó verða eigi lagabreytingar samþyktar
nema % fundarmanna samþykki. Málum, sem eru mikilsvarðandi, aö
dómi stjórnarinnar, fyrir alla læknastéttina, skal þó skotið til skriflegra
atkvæða allra lækna landsins.
8. gr. Hver félagi greiöir 5 kr. félagsgjald á ári.
9. gr. Reglur hefir félagið um framkomu lækna innbyrðis, er allir
félagar skulu skyldir að hlýöa (Codex ethicus).
10. gr. Ef meiri hluti lækna landsins, sem í félaginu eru, santþykkja
að félagiö gefi út tímarit, skal kjósa ritstjórn þess með almennri, skriflegri
atkvæðagreiðslu, svo sem fyr er sagt um stjórnarkosningu.
11. gr. Nú telur stjórnin, að einhver félagi hafi gert sig svo sekan
i brotum gegn Cod. eth., eða öðru athæfi, sem ósæmilegt þykir fyrir stétt-
ina, þá skal hún víkja honum um stundarsakir úr félaginu og leggja
málið til úrskuröar fyrir næsta aðalíund. Á sama hátt skal fara með
ágreining um það, hvort taka skuli í félagið lækni, sem stjórnin hefir
um stundarsakir synjað um upptöku í félagið (sbr. 6. gr.).
Codex ethicus tyrir ísl. lækna.
1. gr. Það er tilgangur með reglum þessum, að efla gott samkomulag
og bróðurlega samvinnu meðal lækna. Reglur þessar, sem eru samþyktar
af meiri hluta lækna landsins, gilda fyrir alla þá lækna, sem starfa hér
á landi.
2. gr. í viðurvist sjúklinga eða annara en læknis, skal enginn læknir
íara niðrandi oröum um stéttarliræður sína, jafnvel þótt ástæður kynni
að vera til slíks.
3. gr. Enginn læknir má bjóðast til þess, að taka aö sér nein læknis-
störf fyrir minna endurgjald en aðrir taka, er gegna þeim störfum.
4. gr. Enginn læknir má nota óþarfa auglýsingar, blaðagreinar eða
aðrar ósæmilegar aðferöir, í því skyni, að teygja sjúklinga til sín frá