Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ !05 hingaö til hefir veri'ö lög'ö hvaö minst rækt viö, bæöi af háskólanum og af læknum alment. Verkiö líka erfitt, yfirgripsmikiö og all vinnufrekt, eí vel heföi veriö unniö. En læknarnir ætla sér af. Aö þessu sinni bera skýrsl- urnar þaö nieö sér, aö samrannsókn lækna hefir, þvi nær undantekningar- iaust, veriö i þvi einu fólgin, aö sencla ljósmæörum eyöublööin til útfyll- ingar, sennilegast í flestum tilfellum án frekari útskýringar, og er þá aö vonum aö svörin séu ekki upp á marga íiska. Margar ljósmæöur hafa látiö sér nægja aö semja einskonar útdrátt úr fæöingabók sinni, og yfir- leitt eru svörin brúkleg aö þvi er áhrærir móðurina, fæöinguna og hinar ytri kringumstæöur, en öllu minna að því er snertir aðalatriöið, barniö. Fróðleik þann er skýrslurnar höfðu að geyma, hefi eg, til betra yfirlits, sett í töflu : I I. dálki eru héruðin nefnd, sem skýrslur hafa komið frá, eru þau 26. Hiö 27. í dálkinum er samsafn af skýrslúm hingaö og þangaö aö, sem hafa verið þannig geröar, aö eg hefi ekki treysts til að ákveöa úr hvaöa héraöi væru. I. II. dálki er tala barnanna, sem skýrslur konm yfir, 800. í III.—VI. dálki er tala þeirra barna, er lengcl var mæld á og vegin voru, svo og meðallengcl og meðalþyngd. Meðallengd drengja reynd- ist 53.3 ctm., stúlkna 52.09 ctm., en meðallengd allra 52.99. Meðalþyngd drengja 3809.5 grm., stúlkna 3686.2 grm., en meöaljjyngd allra barna er vegin voru 3753.5 grm. Um kynferöi er ekki getið í 32 tilfellum, og er þaö áreiðanlega trassaskap einum um aö kenna, en ekki því, aö herm- aphroditismus sé svo tiður hér á landi. — Eg mundi ekki eftir að hafa nokkurn tíma séð fæðingarlengd og þyngd íslendinga getið, og afréð því að taka það meö hér; datt í hug, aö það gæti kannske orðið til þess, að læknar og ljósmæður færu að gefa máli og vigt barna meiri gaum eftir en áður. Mér er vel ljóst, aö tölur þessar eru ekki sem áreiðanlegastar, og eru ýmsar ástæöur til þess: Margir um verkið, erfitt aö mæla börn ná- kvæmlega með málbandi einu, vogir ljósmæöra ónákvæmar, svo og þaö, að Ijósmæörum hættir til aö „vigta vel“. Eins mun þaö ekki ýkja sjaldan eiga sér stað, þó aö svo þurfi að vísu ekki að hafa verið í þessum tilfell- um, að ljósmæöur hvorki mæla né vega börnin, heldur „ætlast á“ um iengd og þyngd. Einkum mun það þó vera lengdarmælingin, sem þannig er látin sitja á hakanum; foreldrum er ekki eins hugleikið aö fá vitneskju um lengd afkvæmisins eins og um þyngdina, og ljósmæður gleyma svo lengdinni þar til er til skýrslugerðarinnar kemur, og setja þá af handa- hófi tölur, sem þeim hafa verið kendar um meöallengd barna. En hvað sem þessu líöur, held eg varla að tölur þessar séu mjög fjarri sanni, þó þær liklega séu helst til háar. Þess ber líka aö gæta, aö megnið af börn- unum eru ,,síöburar“, aö eins frumburar, en % hluti er yfir nr. 6 í systkinaröðinni. Um 1 barn er getið, aö þaö sé fætt fyrir tímann. Tví- burar voru 13. — í VII. dálki eru börn þau talin, er fengu brjóst ein- göngu, þar til er þau fóru að fá aukafæðu. Tímalengdinni er þau voru á brjósti, hefi eg skift niður í deildir eftir aldri barnsins. Að því er hin einstöku aldursskeiö snertir, er útkoman ekki allskostar áreiðanleg. Or- sök þessa er sú, að dagsetningu vantar á megnið af skýrslunum, og þvi ekki hægt að sjá aldur barnsins er skýrslan var samin, þó aö fæðingar- dagur sé greindur, en á mörgum skýrslum er þess einungis getið, aö barniö fái brjóst, og á öðrum er skýrt frá mánaöatölunni er barniö hafi fengiö brjóst, en ekki sagt frá því, hvort það sé enn á brjósti eða hafi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.