Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 93 tæniueggsins frá þeim og í meltingarfæri mannsins, því margt er ein- kennilegt viö sullsýking fólks. Frá upphafi var því veitt eftirtekt hér, aö konur sýktust frekar en inenn yfirleitt, — Bjarni Pálsson (1765) telur Gulusótt algengari hjá konum en körlum, — (Cit. G. Magn.), en þó ber rnest á þessum mun á vissu aldursskei'öi frá tvítugu til fertugs, því tók J. Jónassen eftir — viö samanburö á aldri sjúklinga sinna og J. Finsens, og hefir þetta hald- ist óbreytt fram á síðustu ár, aö nokkur breyting hefir orðið á því, og skal skýrt frá því síðar. Þessi sarni munur karla og kvenna er líka i Tunis, en í Ástralíu og Argentína sýkjast karlmenn fremur. Frá því aö Krabbe og Finsen fyrst rituöu um sullaveiki, hefir menn ekki deilt á um hver smitunarhátturinn væri. Jónassen er þeim alveg sammála, en rekur ferilinn enn nákvæmar, svo eg ætla stuttlega að taka hér upp aðalinn af því, sem hann segir þar um :* „Það leikur enginn vafi á, að sauðfé fær sullina viö að bíta gras í haga, eða úr heyi, á það bendir líka, að ær (og kýr) sem lengst af ganga í heimahögum, eru rnikið sollnari en sauðir (og naut) sem reknir eru á fjall. — Þó forðast allar skepnur hundaþúfurnar; væri ekki svo, myndu þær vera enn sollnari. Fólkið fær liklega veikina í heimahúsum, á það liendir meðal annars, hve miklu tíðara er, að konur sýkjast en karlar. Hundar eru mikið innan- bæjar, bæði í eldhúsi og baðstofu aö degi og nóttu, nudda sér upp við ílát, lepja úr vatnsfötum, sleikja aska o. s. frv. Þeir drita ef til vill heil- um bandormsliðum á gólfið eða utan í eða ofan í ílát. Bandormaliðirnir þorna á moldargólfinu og eggin þyrlast upp með ööru ryki. Auk þess sleikja hundarnir höndur og andlit barna og fullorðinna. Kvenfólkið býr til matinn, þrifar ílátin, hirðir bæinn og heldur sig lengst af innandyra í þessum margsmitaða bæ, þess vegna er þeitn hættara.“ Svipað þessu er álit erlendra fræðimanna, t. d. R. V. Neumann og Martin Maver: Bandormaliðir eða egg fara stöðugt með hægðum niður af hundunum, og komast svo við það, að hann sleikir sig, á kropp hans, en þó einkanlega á trýnið, og síðan af því á föt, hörund og fæðu manna og þaðan í meltingarfærin. Herxheimer og Kaufmann fara líkuni orð- um um þetta. Æ. J. Mc. Donell hyggur, að í Ástralíu muni fólk helst sýkjast af drykkjarvatni, er hundar hafi mengað. F. Devé kemst að þeirri niðurstöðu, að praktiskt talað séu það hundarnir, sem beri veikina i menn, og þá sveitahundar eöa smalahundar, en ekki kaupstaðahundar (kjöltutíkur). En þó er skoðun hans nokkuð frábrugðin. Hann segir: „Hvað mig snertir, þá álít eg ekki, að sullsmitunarhætta stafi af þvi, þótt hundar lepji úr vatnskeraldi, sleiki ílát eða eldhúsgagn, hendur eða andlit húsbónda síns. Hættan stafar ekki af því, en siðurinn er ógeðs- legjir. Miklu fremur álít eg, að hættan stafi af óhreinum löppum hunds- ins og loðnum feldi hans, fullum af ryki. Smitið er ekki að eins á regio analis, heldur um allan kroppinn, því hundurinn hefir legið og velt sér á jöröunni, þar sem tæniueggin eru. I jstuttu máli, ef menn smita'st af hundinum, þá er það frekar við þaö, að klappa honum, en þótt menn láti hann sleikja sig.“ Ennfremur telur hann nokkra líættu stafa af geo- phagie krakka, og hvað Araba í Tunis snertir, af ósoðnu kálmeti, og * Próf. G. M. drepur naumast á þetta atriði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.