Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1929, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.01.1929, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ / II. stigi fer prognosis eftir því hve alvarleg ýms' symptom eru og hvernig status sjúklingsins yfirleitt er. T h e rap c ut i s k hafa allskonar meÖul og fysioterapi veriS reynd ; sem stendur nýtur joð-calcium-diuretin ocj broin (Na-,K-NH4) mestrar hylli á I. stigi. Svo á aÖ kenna sjúklingunum aÖ hv'úa sicj, og ekki senda þá á göng- ur — það er }rfirhöfuÖ grundvallarvitleysa aÖ mínum dómi, aÖ reka fólk, sent fyrst og fremst er þreytt, út á göngur, eins og þessa sjúklinga, „neurastheni", „anæmi“-sjúklinga o. fl. Hjá sjúklingum með yfirgnæfandi almennum hjartasymptomum er al- ment notað digitalis, protraherað, árum saman, en dosis það lítil, aÖ alment mun ekki vera búist viÖ eiginlegri digitalisverkun (eins og t. d. 6—8 digi- solvindropar, i sinni á dag; I Parke Davis & Co. digitalistafla á dag o. þ. u. 1.). Þó virðist þessi dosis hafa áhrif, og mun skýringin liggja í þvi, að digitalis breytir elektrolythlutföllum blóðsins á heppilegan hátt. — Önnur hjartasymptom (t. d. angina pectoris kös't) er farið með eins og venjulega gerist. Hjá sjúklingum með yfirgnæfandi heilasymptomum nota margir Luminal (Barbinal), 5—10—15 ctg. að kvöldi. Mikil heilasymptom eru indicatio vitalis fyrir stórri venœscdion (3—500 ccm.), sem ábyggilega verkar í meira en 4—5 daga, því að jafnvel þó ab blóðþrýstingurinn væri stiginn aftur eftir þann tíma, þá hefir blóðið þynst við blóðtökuna, og þynningin er greini- leg i i—2 rnánuði, en blóðið virðist annars koncentrað hjá þessum sjúkling- um (alt að 9% totalproteinkoncentration), og hefir þvi mjög háan viscosi- tetskoefficient, sem sjálfsagt er að reyna að lækka. Þetta mun vera sú meðferð á sjúkdómnum, sem mest er notuð sem stend- ur; sjálfur er eg að vinna ab annari, sem mér virðist rökréttari — að gefa Ca mismunandi mikið per kílogram líkamsþunga eftir því hve mikil hyper- tensionin er og hve mikil hypocalcæmi er; nota eg CaBr2 vegna þess, að ýmis- legt bendir til þess, að hyperchlorœmi sé hjá þessum sjúklingum og Brom rekur Chlor úr líkamanum; CaBr2 hefir mjög litla Brom-verkun til þess að gera, því að Ca verkar að nokkru leyti á móti því að Brom komist „inn í“ cellurnar, með þvi að þétta allar colloidhimnur; Brom-verkunin á cortex cerebri, sem vafalaust ber að forðast, verður því minimal með CaBr2. Mér virðist CaBr2 að mestu leyti ætla að svara til þeirra verkana, sem eg teoret- iskt haföi gert mér von um — mér vitanlega hefir það að eins mjög lítið verið notað í therapia humana, og þá út frá alt öðrum forsendum. En hver árangur þess kann að verða við essential hypertoni og ýms önnur hæmasthen- isk syndrom er enn þá of snemt að dæma um. Þér fyrirgefið hve langt þetta er orðið, en essentiel hypertoni er mjög þýðingarmikill sjúkdómur, og máske nokkur skýring. á því, hve margir deyja hér á landi úr apoplexi. Þess vegna gerði eg það að tillögu minni á ársfundi Læknafélags Islands, að blóðþrvstingsmælingar yrðu eitt samrannsóknarefni íslenskra lækna. Eftir tillögu formanns Læknafélags íslands, próf. Gubm. Hannessonar, vil eg beita mér fyrir því, að fá íslenska lækna til þess að taka upp blóðþrýsi-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.