Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1929, Side 31

Læknablaðið - 01.01.1929, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ -o Geitnalækningar 1928. Nú er aðsóknin farin mjög að minka. Uppskera ársins eru aðeins fimm geitnakollar. Vonandi er þetta órækur vottur þess, að nú sé fyrir alvöru farið að grynnast á geitunum. Sjúklingarnir voru úr þessum héruðum: Hólmavíkur ........ 3 Eskifjarðar ....... 2 Aíls .. 5 Sjúklingarnir úr Hólmavikurhéraði voru ])rjú systkini, á harnsaldri. Ann- ar sjúkl. úr Eskifjarðarhér. er fullórðinn maður. Fólkið úr Hólmavíkur- heraði er siðasta geitnafjölskyldan, sem mér er kunnugt um. Má véra, að einhversstaðar, sé enn ,,hreiður“, sem mér eða þeim læknum, er eg hefi haft samband við, cr ókunnugt um. En vafalaust er eitthvað af geitna- kollum á stangli. Því miður náðist ekki i geitnafjölskyldu í Hofsóshéraði, sem Magm'ts heit. Jóhannsson taldi fram, við geitnatalið 1922. Það fólk hefir tvístrast. Væri gott, ef collegar í næstu héruðum vildu veita tnálimt eftirtekt. Mikið verk er unnið til útrýmingar geitúnum, og hafa héraðslæknar margir hverjir látið sér ant um að koma sjúklingunum á framfæri. En áhuginn niá ekki dofna, og verður að ganga rikt eftir, að lækna þann strjál- ing af geitnaveikum, sem eftir er. Hafið hugfast, að geitnaveikur ungling- ur stofnar sennilega „geitna-fjölskyldu“ síðar, ef hann gengur í hjóna- band með sjúkdóminn. Það mun víst fátitt, að foreldrar með geitur ekki sýki börn sin. Styrkur er veittur sem fyr: y ferða- og dvalarkostnaðar greiðist úr ríkissjóði, og borgast af landlækni, eftir á. A Röntgenstofunni eru sjúk.l. læknaðir endurgjaldslaust. G. Cl. Fundur heilbrigðisnefndar Þjóðabandal. í Généve. 25.—31.—10.—'28. I nýútkominni skýrslu um fundinn sést, að á dagskrá heíir meðal ann- ars verið: 1) Alkoliol: Finnland, Pólland og Svíþjóð höfðu óskað þess, að nefnd- in aflaði sér fullkominna, statistiskra upplýsinga um alkoholismus fram kominn af notkun lélegra alkoholtegunda. Nefndin áleit skýrslur uin slíkt vera til nægilega fullkomnar, og mæltist því til þess, að heilbrigðisstjórnir ])ær, sem komið hefðu fram með þessa ósk, létu í ljós hvaða atriði þær aðallega æsktu að alþjóða rannsókn færi fram á. 2) Opium: Samþykt var að ditaudid, hcnzyl-morjin, og morfin-æterar skyldu falla inn undir opiumssamþyktina frá 19. febr. 1925, ýms öniiur meðul skyldu feld undan. 3) Kynnisfarir Þjóffabandalagsins 1929 eiga aðallega að bafa sveita-, mjólkur- og iðnaöar-heilbrigðismál að markmiði. 4) Kcnsla í heilsufrœði: Alþjóðakvdkmyndastofnun i Róm var íalið að safna alþjóðafræðsluefni, og rætt var um mentun embættislækna í ýmsum löndum. 5) Sóttvarnir: Miðstöðin í Singapore hefir fært út kvíarnar til Ásfralíu og Kyrmha fseyj anna.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.