Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 29

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 139 og 6 á aldrinum 40—61 árs. All- ir höfðu sjúklingarnir leitað læknis vegna verkja í baki. Tveir þeirra höfðu verki í ganglimum, og einkenni um þrýsting á taugarætur, og verð- ur vlkið að þeim sérstaklega síðar. Eins og kunnugt er eru hlið- armyndir af hrygg venjulega teknar af sjúklingum liggjandi á horði lárétt. Til þess að fá sem sannasta mynd af áreynslustöðu hryggj- arins valdi ég að taka hliðar- myndir af sjúklingum stand- andi, og tók tvær myndir, aðra i mestu beygju, hina í meslu fá- anlegri fettu hryggjarins. Þetta er sú aðferð, sem Knutsson hefur lýst, til þess að athuga þófa, og greina þófarýrnun áð- Ur en nokkur lækkun eða rýrn- un þófans er sýnileg. Það kom í ljós, að við þessa skoðun átti sér stað hjá 7 sjúklingum mælanleg stöðu- breyting liðbols skriðliðsins við hreyfingarnar, þegar skriðið var mælt með áðurnefndri mæliaðferð Taillard, og breyt- ingarnar urðu eins hjá öllum, skriðið jókst við bakfettu. Hjá hmum 13 kom ekki fram nein mælanleg stöðubreyting. Hjá þe'm öllum var greinileg lækk- Un hryggþófans, og kalkaukn- ing í liðbolnum. Þar á meðal voru þeir tveir, sem áður voru nefndir, og höfðu þrýstings- einkenni. 3. mynd. — Að of-an hliðarmyndir af lirygg á 11 ára lieilbrigðum dreng, í mestu bolbeygju og bolfettu. — Að neðan liliðarmyndir af hrygg á 13 ára stúlku með hryggjarliðsskrið i V. lendarlið, teknar á sama liátt. Til þess að skýra nánar hvernig þessar mælingar voru gerðar, ætla ég að lýsa stutt- lega mynd 3 og hvernig hjálp- arlínur eru dregnar. Myndirnar eru teknar á þann hátt, sem lýst var áður, og er efri myndin á mynd 3 af heil- brigðum 11 ára dreng, en neðri myndin af 13 ára stúlku með hryggjarliðsskrið í V. lendarlið. Lina er dregin í grunnfleti spjaldbeins, og önnur í grunn- fleti V. lendarliðar. Markað er afturhorn spjaldbeins, og dreg- in lína hornrétt á grunnlínuna í þessum punkti. Sú lina er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.