Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 32

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 32
142 LÆKNABLAÐIÐ hann einnig að einhverju, ef til vill öllu leyti, slafað af aukn- um snúningi liðbolsins. Til þess að reyna að einangra skriðhreyfinguna frá snúnings- hreyfingunni, hef ég markað miðju liðbolsins (mynd 3) með því að draga hornalínur hans, og hliðra þ,eim punkti síðan niður á grunnlínu spjaldbeins. Með þessari mæliaðferð get ég ekki fundið neina aukningu skriðsins við hreyfingarnar, eða svo litla, minni en 1 mm, að vel getur verið um mæli- skekkju að ræða. Sé þessi mæli- aðferð rétt, þá stafar stöðu- munurinn af snúningi, og öxull þeirrar hrevfingar liggur nærri miðju liðbolsins. Að þessu athuguðu sést, að það er allerfitt að meta skrið- ið, og vafasamt að segja um það með vissu, hvort aukning hefur átt sér stað, þegar born- ar eru saman röntgenmyndir frá mismunandi tímum. Til þ,ess að sá samanburður sé rétt- ur, verða myndirnar að vera teknar nákvæmlega á sama hátt í bæði skiptin, og auk þess að taka fullt tillit til þófai’ýrn- unar, og annarra þeirra breyt- inga, sem eðlilega verður að telja til aldursbreytinga, eða rýrnun á liðbol og stöðubreyt- ing spjaldbeins, sem með fyrr- greindum mæliaðferðum getur komið fram sem skrið. Ég nefndi fyrr, að tveir þess- ara sjúklinga minna hefðu haft þrýstings einkenni á taugaræt- ur, og vegna þess, að þeirra saga er allsérstæð, ætla ég að segja hana. Annað var piltur 16 ára. Hann hafði um 3ja ára bil haft bakverk, og notazt við leðurbol. Síðustu 3—4 mánuð- ina áður en hann kom á spít- alann, hafði hann haft verk í öðrum ganglim, sem smám saman ágerðist svo, að liann gat ekki dreg'zt um. Gerð var myelografia, og sáust greinileg þrýstingsmerki frá liðboga skriðliðsins. Ég vil skjóta því hér að, að myelografia er mik- ið notuð í Svíþjóð til greining- ar hryggþófahauls, og talin nauðsynleg til að vita með vissu hæð haulsins, þ. e. milli hvaða liða á að opna. Þarlend- ir álíta myelografiu bæði hættulitla og gagnlega rann- sóknaraðferð, þveröfugt við það sem flestir læknar hér lieima álíta. Vegna þessara þrýstingsein- kenna var sjúklingurinn skor- inn, og það kom í ljós, að brjóskhnúður á liðboganum skagaði inn í mænuganginn. Liðboginn var tekinn burtu, en engin festing gerð. Þessi að- ferð, að taka burtu liðbogann án festingar er, að því er ég bezt veit, ný, og var fyrst lýst af Bandaríkjamanni fyrir rúm- lega ári síðan. Hann hafði gert þetta á 20—30 sjúklingum með góðum árangri.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.