Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1956, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.12.1956, Qupperneq 40
150 LÆKNABLAÐIÐ meira áberandi. Hjá slíkum sjúkl. eru kippir oft meira á- berandi samfara klinisku kasti, venjulegast í handleggjum eða hálsi, stundum í fótum. Pen- field vill kalla þetta „myoklon- iskt petit mal“. II. Myoklonisk epilepsi er samfara heilariti, sem er ekki algjörlega ósvipað því síðast- talda, en þar eru „spikes“ allt- af fleiri saman og hægu bylgj- urnar koma kannske líka fleiri en ein hver á eftir annarri. Þetta gefur allt aðra og illkynj- aðri kliniska mynd. Sjálft mvo- kloniska kastið er stutt, 2—4 sek., mjög mismunandi hastar- legt, frá smá kippum og alveg upp í það að vera kippir um allan líkamann, svo ákafir, að sjúkl. hendist til í rúminu. Um 64% þessara sjúkl. hafa „grand mal“ ásamt myokloniunum. Má oft sjá þegar „grand mal“ er í uppsiglingu á því að kipp- irnir verða ákafari og þéttari. Einhver einkenni um vef- rænar heilaskemmdir má finna hjá um það bil 12% þessara sjúkl. Unverricht (18í>5) og Lund- borg (1903) töldu þetta ætt- gengan, versnandi hrörnunar- sjúkdóm i taugakerfinu, sem gengi gegnum 3 stig án skarp- ari skila á milli: myoklon kippi, „grand mal“, andlega hnignun. Penfield telur, að með þeirri sjúkdómsmynd sé heilarit mjög óeðlilegt þó á milli kasta sé. III. Önnur mynd, sem líkist „petit mal“ nokkuð í heilariti er svokallaður „Petit mal vari- ant“. Þar eru báðir liðii'nir, sá hægi og sá hraði, liægari en við venjulegt „p. m.“ eða um 2/sek. Heilarit er venjulega mjög ó- eðlilegt, hægt, á milli kasta. Þessi truflun er stundum fokal, eða þvi sem næst, stundum dreifð yfir bæði heilahvolf, en með fokal byrjun. Mestur hluti sjúklinga með „p. m.-variant“ lieilarit fær klinisk einkenni á allra fyrstu aldursárum. Al- gengasta einkennið er „grand mal“. Kramparnir eru þó und- arlegt megi virðast, ekki sam- fara „p. m. var.“ heilariti, held- ur verður það annaðhvort mjög flatt, eða að fram kemur sama mynd og við „gr. mal“. Miklir myoklon kippir geta líka kom- ið fram, en heilaritið er svipað. Klinisku köstin eru yfirleitt mjög stutt, en á eftir þeim kem- ur oft stupor eða semi-stupor, sem er þá miklu lengri en mað- ur skyldi ætla miðað við hvað köstin eru stutt. Mjög erfitt get- ur verið að greina kliniskt milli psj7komotor- epileptisks kasts og stupor í epilepsi með „p. m. variant“ heilariti. Köst eru yf- irleitt nokkuð tíð, meira en helmingurinn fær kast oftar en einu sinni í mánuði. Hjá tæp- um helmingi sjúkl. með „p. m.-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.