Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 42

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 42
152 LÆKNABLAÐIÐ hve vöðva-truflanir vilja skemma myndina. Þetta liefur þó tekizt með að koma fyrir elektróðum á sjálft heilayfir- borðið (Gibbs & Lennox ’36), eða með nolkun curare.Það, sem sést í beinu sambandi við kliniskt kast eru hviður af öld- um með tíðni 15—40/sek. Þetta er samfara toniskum krampa með andardráttarstöðvun og vaxandi cyanosis. Þessar öldur eru lágar fyrst, en hækka og verða hægari. Þegar kloniski þátturinn byrjar sjást koma hægar bylgjur inn á milli hinna hröðu, sem verða svo strjálari og strjálari unz kastið líður hjá. Síðan tekur við stupor samfara mjög flötu heilariti með hæg- um bylgjum. Það breytist sið- an meira og meira í áttina við eðlilegt svefn-heilarit og síðan vaknar sjúkl. Hins vegar getur líka verið að þess í stað verði meira og meira af hröðum bylgjum aftur og ný hviða skelli yfir sjúkl. og þannig koll af kolli: status epilepticus. Hjá þeim sjúkl., sem liafa þéttari köst sést oft í samræmi við það meiri eða minni ab- normitet í heilariti milli kasta, oftast þá meira af hægum bylgjum en eðlilegt. Sé hins vegar mikið af hröðum bylgj- um þykir það benda til þess að „gr. mal“ sé í uppsiglingu (sbr. það, sem sagt var hér að fram- an um myoklon epilepsi). Flestir sjúkl. með „grand mal“ fá fyrst einkenni snemma, í bernsku eða á unglingsárum. Aðeins um 14% þeirra hafa nokkur einkenni frá tauga- kerfi og hjá 79% er ekki vitað um neina líklega orsök. Við- loðandi sálsýkiseinkenni koma fram hjá fáum, fávitaháttur í ca. 6%. Mikið hefur verið talað um svonefnda „epileptiska psyke“ og vaxandi sljóleika með árun- um. Af rösklega 1900 sjúkling- um, sem Lennox rannsakaði sérstaklega frá þessu sjónar- miði, taldi hann 67% eðlilega, 23% lítillega andlega hrörnaða, 10% greinilega andlega hrörn- aða. Af sjúklingum, sem taldir voru normal við fæðingu fann hann 75% normal, þegar hann fékk þá til rannsóknar og ótví- ræða hrörnun hjá aðeins 7%. 1 flokki þeirra sjúkl., sem höfðu hlotið einhvers konar heilatrauma taldi liann 54% eðlilega, en af sjúkl., sem höfðu haft epilespsi í 25 ár eða leng- ur voru 46% normal. Ýmsum þykir að þessar tölur geti mjög orkað tvímælis og benda á að þessir sjúklingar Lennox séu að mestu polikliniskir og gefi því að verulegu leyti aðra mynd en fram kæmi við rétt- ari „blöndu“. Um orsök að andlegri hrörnun hjá ep'leptici eru nokkuð skipt- ar skoðanir og lítið vitað með vissu. Talað er Um meðfædd- an, að einhverju leyti arfgeng-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.