Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 45

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 45
læknablaðið 155 an hátt, t. d. bregst hastarlega við, sé reynt að aftra lionum. Hreyfingar við psykomotor- epilepsi eru margs konar, svo sem að sjúkl. smjattar eða nýr saman höndunum, fitlar við föt sín, o. fl. Það getur líka verið eins og meiri tilgangur virðist í þeim, sjúkl. fær sér kannske að drekka, fer að „þurrka af“, eða kannske að klæða sig úr fötum. Málfærið er ótruflað, en málið oft sam- hengislítið. Sé hins vegar um að ræða fokus, sem sitji aftar í lobus temporalis geta komið fram máltruflanir, eins og líka vænta má. Sjúkl. verða oft æst- ir og háværir. Lennox vill skipta psykomotor-köstum í tvo aðalflokka (auk þess flokksins, sem lýsir sér aðal- lega með psykiskum einkenn- um eins og ofskynjunum eða draumkenndu ástandi) eftir því hvort hreyfingar, sem koma fram í kastinu séu eðlilega samstilltar, þó þær virðist til- gangslausar, eða ekki, eins og til dæmis að sjúkl. stari út i loftið og herji sér á lær i si- fellu. Köstin geta verið löng, yfir 10 mínútur og iðulega fylgir þeim skemmri eða lengri þoku- vitund og getur hún varað klukkustundum saman. Það er nijög algengt að sjúkl. með psykomotor epilepsi hafi auk þess „grand mal“, sennilega um 70%. Geta þau köst verið al- gjörlega óháð hinum. Sömu- leiðis eru fáeinir sjúkl., eða um 2%, sem hafa fokal epilepsi samfara þessari mynd. Ekkert form af epilepsi er eins þung- hært og þetta, ef veruleg brögð eru að, því í augum ólærða manna í umhverfi sjúklingsins eru þetta æðisköst og brjálsemi eða duttlungar og uppgerð. Hjá 45—50% sjúklinga með psykomotor epilepsi er að finna einhver sálsýkiseinkenni, sem geta verið mjög mismun- andi, allt frá lítilsháttar hegð- ■ unarvandkvæðum og upp í hreina psychosis (7,2% hjá sjúkl. Gibhs hjónanna). Þessa mynd epilepsiu hafa þeir Jasper og Penfield rann- sakað mjög ýtarlega með svo- nefndri „corticografi“ og hjá allmörgum sjúklingum hefur þeim tekizt að nema fokus burt operativt. Hefur það gefið all góðan árangur, sérstaklega hjá þeim sjúklingum, sem liafa fokus framarlega í lobus tem- poralis. Það þykir líka geta bætt suma sjúkl. að losna við fokus í öðrum lob.temp., þó fokus sé eftir hinum megin. Hjá einstaka sjúklingi hafa báðir temporal-broddarnir ver- ið numdir burt án verulegs tjóns fyrir sjúkl., að því er þeir Jasper og Penfield telja, en með góðum árangri quo ad epilepsiam. Eigi slíkar aðgerð- ir að vera þorandi, er það auð- vitað skilyrði, að fokus sitji al-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.