Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 47

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 157 VII. Skal þá minnst á enn einn flokkinn: fokal epilepsi og Jackson’s epilepsi. Það var frakkinn Bravais, sem fyrstur lýsti þessu sérkennilega formi 1827 og það undirstrikaði Jack- son alltaf, en samt var það hans nafn, sem festist við þetta fyrirbrigði. Þvkir mönnum það að verðleikum, því það var þessi tegund epilepsiu, sem hann notaði til þess að skýra hugmynd sína um „a discharg- ing lesion“. Þessi flokkur er um 8% allrar epilepsi. Hrein folcal epilepsi liins vegar kemur fyr- ir hjá um það bil 5% allra epileptici. Munurinn á þessum tveim tegundum, sem þó eru svo líkar og skyldar er sá, að í hreinni fokal epilepsi eru kramparnir bundnir við á- kveðið svæði, andlit, hendi, o. s. frv., en í Jackson’s epil. byrj- ar kastið fokalt, en breiðist síð- an út, svo næstum getur ver- ið hægt að lesa út úr kastinu hvernig ertingin breiðist uin gyrus præcentralis. Því und- arlegra er það, að það getur komið fyrir í typisku klinisku kasti að ekkert sjáist á heila- i'iti, sem beri vott um epilepti- form truflun. Þó er það ef til vill ekki svo afar undarlegt, þegar það er athugað, að þar eru kannske einar einustu 4—8 elektróður, sem eiga að skrá það, sem er að gerast í æðri hreyfisvæðum heilans, í venju- legu heilariti. Eins og von er hafa menn lialdið, að Jackson’s epilepsi stafaði af fokus í gyrus præ- centralis, — og ýmsir kunna að vera þeirrar skoðunar enn. Þetta liggur auðvitað beinast vlð en þvi er ekki nærri alltaf svo farið. Heilarit hafa sýnt, að epileptogen fokus getur legið all langt frá og gefið þó tví- mælalaus klinisk Jackson’s ein- kenni. Skeður það þá þannig, að ertingin breiðisl út frá fokus og þegar hún nær til gyr. præ- centralis byrja hin sérkenn- andi hreyfingar-einkenni með „Jacksonian march“ eins og það er kallað. Einnig er all al- gengt að diffus epileptiform truflun sjáist í heilariti yfir stærra svæði, kannske öllu öðru heilahvolfi, eða að multi- pel foci séu í báðum hvolfum. Sama er að segja um fokal epilepsi, þar getur fokus legið utan gyrus præcentralis. Al- gengast er, að það sé í miðhluta lobus temporalis, í um það bil 20%. Diffus epileptiforin trufl- un er þó ennþá nokkru algeng- ari, um 25%. Það sem úr sker um það, hvort tiltekið fokus veldur Jackson’s epilepsi, eða íokal epi. mun sennilega vera magn ertingarinnar. Sé ertlngin væg verður lítil eða engin útbreiðsla á henni, sé hún sterk getur hún

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.