Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1956, Síða 49

Læknablaðið - 01.12.1956, Síða 49
læknablaðið 159 þetta dæmi: Komið var með 10 ára dreng á EEG-rannsóknai'- stofuna við Ríkisspítalann i Osló. Þegar við fréttum um til- efnið lá okkur við að kíma. Það var faðir drengsins, sem kom honum á framfæri, — sál- fræðingur en ekki læknir, hvað þá neurolog. Hann hafði þá sögu að segja, að drengurinn væri upp á síðkastið — ár eða svo — farinn að verða svo erf- iður á heimili, vanstilltur, af- brýðissamur við eldra bróður sinn, og svo átti hann svo erf- itt með skólann, þótti ókyrr og eftirtektarlítill. Hann var að visu einum bekk ofar en hann hefði átt að vera eftir aldri, en þvi hefði honum ekki átt að verða skotaskuld úr að áliti föður hans, sem hafði gert á honum vmis psykologisk próf, sem m. a. sýndu I. Q. nægilega háan til þess, Einhver nákom- inn ættingi drengsins hafði epi- lepsi, föðurbróðir hans minnir mig. Og nú var sálfræðingur- inn sem sagt með áhyggjur út af því að þetta væri einliver epileptisk truflun, sem kæmi fram á þennan hátt. — Viti menn, það var ekki fyrr farið að rita frá regiones temporales en að í ljós kom mjög virkt »spike-fokus“ í v. temporal i’egion. Við skoðun með tilliti til taugakerfisins kom ekkert sérstakt i Ijós. Því miður átti ég þess ekki kost að fylgjast nánar raeð gangi málanna þarna, en vafa- laust hefur raknað úr þessum linút við það að setja drenginn í væga lyfjameðferð. Hann hef- ur þá vafalaust orðið sami væni, eðlilegi drengurinn og hann var og „sp!ke-tokus“ hef- ur þagnað. Framh. 12. Alþjóða- ráðstefna iim lieilsiiveriiil á vinniistöðum (International Congress on Oc- cupational Health) verður haldin í Helsingfors dagana I. —6. júli 1957. Umræðuefni verður: I. Sameiginlegir fundir. 1. Hávaði á vinnustöðum. 2. Örorkumat. 3. Ákvæði um lieilsuvernd á vinnustöðum. 4. Maðurinn og tæknin. II. . Hópfundir. A. Almenn og félagsleg umræðuefni. 1. Hjartasjúkdómar og vinna. 2. Vaktavinna og lieilsa. 3. Bakverkir hjá iðnaðar- og verksmiðjufólki. 4. Hagnýt sálarfræði og vinnuheilsa. B. Atvinnusjúkdómar og heilsufræði.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.