Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 1
4. tölublað 2013 Fimmtudagur 21. febrúar Blað nr. 389 19. árg. Upplag 28.000 Árið 2012 nam útflutningur á íslenskum æðardúni 507.798.498 krónum. Það var því um enn eitt metárið að ræða í krónum talið auk þess sem heildar upphæðin fór í fyrsta sinn yfir hálfan milljarð. Hækkunin milli ára nam 35,5% eða 133 milljónum í krónum talið. Útflutt magn 2012 var 3.081 kg á móti 3.050 kg árið 2011. Eftirspurn var meiri en framboð og svo fór að birgðir tæmdust snemma á árinu. Salan hefði því orðið meiri ef hægt hefði verið að anna eftir- spurn. Þriðja árið í röð yfir 3 tonnum Þetta var í þriðja árið í röð sem útflutt magn fór yfir þrjú tonn og enn virðist ekkert lát vera á sölu æðardúns. Það eru því blikur á lofti með að mikill skortur verði á æðardúni fram að hausti er nýr dúnn kemur á markað. Þegar hafa nokkrir útflytjendur selt allan dún sem þeir fengu í haust og eru að afgreiða síðustu sendingarnar er dúnninn hefur verið fullhreinsaður. Kílóverðið hækkar stöðugt Útflutningsverðmæti hvers kílós hefur hækkað stöðugt frá 2010 og hefur þannig einnig skilað hækkandi verði til bænda. Meðalútflutningsverð á kíló árið 2012 var 164.816 kr. og hækkaði um 34% milli ára. Meðalverð síðasta ársfjórðungs 2012 var 176.151 kr., sem sýnir að enn hækkar verðið. Alls hefur meðalútflutningsverðið (FOB) hækkað um 70% síðan árið 2009 þegar kílóverð var 97.887 kr. Fullunnar dúnvörur eru ekki inni í þessum tölum Vert er að geta þess að þessar tölur eiga eingöngu við útfluttan æðardún sem hráefni. Því er hér ekki um að ræða sölutölur á fullunnum vörum s.s. sængum, fatnaði og fylgihlutum. Það eru því bjartir tímar hjá æðarbændum og ljóst að kreppa undanfarinna ára hefur ekki haft áhrif á aðdáendur íslensks æðar- dúns, enda um ígildi gulls að ræða. /GHJ Útflutningur á íslenskum æðardúni slær nýtt met: Fór í fyrsta sinn yfir hálfan milljarð króna 28 Á búnaðarþingi sem hefst 3. mars mun Haraldur Benediktsson láta af embætti formanns Bændasamtaka Íslands eftir níu ára setu. Haraldur segir að búrekstur á estri e ni ha í formannstíð hans verið að mestu leyti á herðum konu hans, Lilju Guðrúnar Eyþórsdóttur. Hér er hann ásamt Guðbjörgu dóttur þeirra í hlíðinni fyrir ofan Vestri-Reyni. Sjá viðtal á bls. 24-26. Mynd / smh Nýtt félag reist á grunni Barra hf. Framleiðir sælkeravörur úr ærkjöti úr Öræfasveit 31 42 Bærinn okkar Stakkhamar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.