Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013
Bestu birkikvæmin
Í skógrækt sem annarri ræktun
eru erfðafræðileg gæði þess
sem verið er að rækta megin-
forsenda árangurs. Í tilfelli trjáa
er þar einkum átt við aðlögun að
veðurfari og jarðvegsskilyrðum,
framleiðslu á timbri og sköpun
annarrar þjónustu skóga.
Erfðafræðileg gæði eru metin
með samanburðartilraunum, t.d.
kvæmatilraunum sem gróðursettar
eru við misjöfn skilyrði og tilraunum
sem meta frostþol, viðargæði, næmi
fyrir sjúkdómum o.m.fl. Í þessari
grein og fjórum öðrum sem birtast
munu seinna á árinu verður fjallað um
stöðu þekkingar á erfðafræði legum
gæðum fimm helstu trjátegunda í
íslenskri skógrækt og sagt frá þeim
efniviði sem helst er mælt með að
skógræktendur noti. Byrjum á birki.
Birkið duglegt og ilmar vel
Íslenskt birki hefur margt sér til
ágætis; t.d. ilmar það vel, gefur
góðan arinvið og getur verið duglegt
að sá sér og græða upp land. Meira
hefur verið gróðursett af birki á
Íslandi sl. tvo áratugi en af nokkurri
annarri trjátegund. Íslenskt birki er
geysilega breytilegt, sem stafar að
miklu leyti af mismikilli kynblöndun
við fjalldrapa skv. rannsóknum
Þorsteins Tómassonar, Kesara
Anamthawat Jónsson og Ægis Þórs
Þórssonar. Endurnýjun með teinungi
og vöxtur við erfið skilyrði, svo sem
næringarskort, þurrk, vindálag eða
saltákomu, eiga sinn þátt í að skýra
runnkennt vaxtarlag meginhluta
íslensks birkis en dæmi eru um að á
sömu svæðum megi rækta tiltölulega
stórvaxið og beinvaxið birki sé það
af öðrum og betri uppruna. Því má
ljóst vera að erfðaþátturinn ræður
mjög miklu.
Heimakvæmið oftast lakara
Þegar þekking á erfðum og aðlögun
trjáa var af skornum skammti var
gjarnan mælt með því að nota helst
heimakvæmið (kvæmi úr næsta skógi
við gróðursetningarstað) því það
væri öruggast. Sú ráðgjöf hefur þó
ekki staðist nánari skoðun, hvorki hér
á landi né erlendis. Í birkitilraunum
hérlendis er heimakvæmið oftast
lakara í bæði lifun og vexti en bestu
kvæmin. Í þeim landshlutum þar
sem birki er yfirleitt kjarrkennt leiðir
notkun heimakvæmisins til þess
að upp vaxi kjarr en ekki skógur,
á meðan birki ættað til dæmis úr
Bæjarstaðarskógi er mun líklega
mynda skóg, sérstaklega ef notaður
er kynbættur efniviður.
Embla og Bæjarstaðarúrval
Kvæmatilraunir með ilmbjörk og
hengibjörk frá Norðurlöndunum
voru gróðursettar 1976 og 1994.
Árið 1998 var svo stór tilraunaröð
með alls 48 kvæmum íslensks birkis
gróðursett á átta stöðum um land allt,
í umsjá Aðalsteins Sigurgeirssonar á
Mógilsá og styrkt af Rarík.
Þessar tilraunir hafa verið mæld-
ar mismikið en að svo stöddu eru
niðurstöður þessar: Kynbættu yrkin
Embla og Bæjarstaðarúrval eru
yfirleitt meðal besta efniviðarins
m.t.t. lifunar, vaxtarlags og þróttar
í tilraunum þar sem þau eru höfð
með. Þetta eru afkomendur valinna
trjáa úr Bæjarstaðarskógi eða af
Bæjarstaðaruppruna sem tekin hafa
verið til kynbóta. Nota ætti þessi yrki
um land allt eins og kostur er, en
fræframleiðsla hefur þó oftast ekki
verið næg til að uppfylla nema hluta
af þörfinni.
Af óvöldu íslensku birki er um allt
land hægt að mæla með notkun birkis
sem ættað er úr Bæjarstaðarskógi.
Kvæmi af þeim uppruna sem helst
hafa verið í notkun nýverið eru
Bolholt, Tumastaðir, Þorsteinslundur,
Langholt og Kjarnaskógur. Í
tilraunum á Norður- og Austurlandi
vex fnjóskdælskt birki vel (til dæmis
Vaglaskógur og Þórðarstaðaskógur)
og er því hægt að mæla með þeim
kvæmum í þeim landshlutum, en
ekki þó umfram Bæjarstaðarbirki.
Það er einkum ef til stendur að
gróðursetja í mikilli hæð (til dæmis
ofan 300 m h.y.s.) að huga ætti að
því að nota t.d. Vaglabirki frekar en
Bæjarstaðarbirki. Á láglendi á Suður-
og Vesturlandi (sunnan Vestfjarða)
ætti að forðast að gróðursetja
norðlenskt birki.
Ástæða til að rannsaka innflutt
birki nánar
Fleiri kvæmi koma sæmilega út í
sumum tilraunanna, en oft er ekki
hægt að fá af þeim fræ til fjölg-
unar og minni almenn reynsla er
af þeim en af Bæjarstaðarbirki og
Fnjóskadalsbirki. Því er ekki hægt
að mæla með þeim að svo stöddu,
þótt sú staða kunni að breytast með
frekari mælingum á tilraununum.
Í tilraununum með innflutt kvæmi
ilmbjarkar og hengibjarkar er að
finna mjög falleg einstök tré en
árangur kvæmanna er yfirleitt svo
slakur, sérstaklega í lifun, að ekki
er heldur hægt að mæla sérstaklega
með neinum innfluttum kvæmum.
Þó er full ástæða til að rannsaka
innflutt birki nánar, ekki síst að
gera tilraunir með kynbætt birki frá
Norðurlöndunum og kynbætt íslenskt
birki til samanburðar. Einmitt vegna
mikils breytileika birkis er líklegt
að notkun kynbætts efniviðar skili
góðum árangri.
Þröstur Eysteinsson
Sviðstjóri Þjóðskóganna,
Skógrækt ríkisins
Hreinn Óskarsson skógarvörður á Suðurlandi stendur við níu ára gamla björk af Bæjarstaðarúrvali í kvæmatilraun
á Tumastöðum.
Embla austur á Héraði. Trén eru 13
ára gömul og um 4 metrar á hæð.
Beini vöxturinn og hvíti börkurinn
eru árangur kynbótastarfs.
Tuttugu milljóna styrkur til að
bæta ásýnd Geysissvæðisins
Bláskógabyggð fékk nýlega
tuttugu milljóna króna styrk úr
Framkvæmdasjóði fermannastaða
til hönnunarsamkeppni og heildar-
skipulags fyrir Geysissvæðið í
Haukadal.
Markmið styrkveitingarinnar
er meðal annars að bæta ásýnd,
yfirbragð og innviði svæðisins
til framtíðar, vernda náttúru og
jarðminjar, tryggja aðgengi og
öryggi ferðamanna og draga fram
gæði svæðisins með góðri hönnun.
Styrkurinn er liður í að gera
Geysissvæðið að viðurkenndum
gæða ferðamannastað. Drífa
Kristjáns dóttir oddviti tók á móti
styrknum en Albina Thordarson
arkitekt er formaður úthlutunar-
nefndar Framkvæmda sjóðs ferða-
manna. Steingríms J. Sigfússon
atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
var að sjálfsögðu viðstaddur styrk-
veitinguna. /MHH
Á myndinni eru talið frá vinstri; Albina Thordarson arkitekt, Drífa Kristjáns-
dóttir oddviti og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðherra.
BÚMENN
AUGLÝSA ÍBÚÐIR
Kríuland 3 í Sveitarfélaginu Garði
Til endurúthlutunar er búseturéttur
í nýlegu parhúsi. Íbúðin er 3ja her-
bergja ásamt bílskúr. Íbúðin er um
90 fm og bílskúrinn um 29 fm.
Verð búseturéttarins er um kr. 3.7
millj. og eru mánaðargjöldin um
136.000.-.
Í mánaðargjöldunum er allt inni-
falið nema rafmagn.
Stekkjargata 11 í Reykjanesbæ
Til endurúthlutunar er búseturéttur
í parhúsi. Íbúðin er 3ja herbergja
ásamt garðskála og bílskúr. Íbúðin
er um 110 fm og bílskúrinn um 25
fm.
Verð búseturéttarins er um kr. 4.8
millj. og eru mánaðargjöldin um
142.000.-.
Í mánaðargjaldinu er allt innifalið
nema rafmagn og hiti samkvæmt
mæli.
Suðurgata 17-21 í Sandgerði
Til endurúthlutunar er búsetu-
réttur í 2ja herbergja íbúð sem
er um 79 fm. Íbúðin er á annarri
hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi. Í
húsinu er lyfta og fylgir aðgangur
að þjónustumiðstöð sem sveitar-
félagið rekur. Verð búseturéttarins
er um kr. 1.7 millj. og eru mánaðar-
gjöldin um 96.000.-.
Til endurúthlutunar er búseturéttur í 3ja herbergja íbúð. Íbúðin er um
91 fm á annarri hæð. Í húsinu er þjónustumiðstöð fyrir eldriborgara.
Íbúðin getur verið til afhendingar fljótlega. Verð búseturéttar er um
kr. 2 millj. og mánaðargjöld um 111.000.-
Í mánaðargjöldunum er allt innifalið nema rafmagn.
Hægt er að fá nánari upplýsingum á
skrifstofu félagsins í síma 552-5644 milli kl. 9-15.
Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar um íbúðirnar
og aðrar íbúðir í sölumeðferð á heimasíðu Búmanna.