Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 201310 Fréttir Lummudagar haldnir í fimmta sinn Lummudagar í Skagafirði verða haldnir í fimmta sinn á komandi sumri, síðustu helgina í júní, og verður hátíðin sérlega glæsileg af því tilefni, að því er fram kemur í tilkynningu. Dagskráin er enn í mótun en venju samkvæmt verða götuskreytingar, götumarkaður og götugrillin á sínum stað. Í tilefni þess að Árni Stefánsson íþróttakennari fagnar 60 árum á þessu ári verður efnt til Árnahlaups laugardaginn 29. júní honum til heið- urs og verða þrjár hlaupaleiðir í boði Nú er um að gera að taka helgina frá, skipuleggja fjölskylduhitting, bekkjarmót, saumaklúbbshitting eða hvað svo sem er, segir í tilkynningunni, en þar eru brottfluttir Skagfirðingar hvattir til þess að koma heim þessa helgi og taka þátt í hátíðarhöldunum. /MÞÞ Menningarráð Eyþings: Styrkjum að upphæð 26 milljónir króna úthlutað Menningarráð Eyþings úthlutaði nýverið rúmlega 26 milljónum króna til menningarstarfs á starfssvæði sínu í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði. Alls bárust um 100 umsóknir að þessu sinni, að upphæð um 60 millj- ónir króna. Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt sam- starfssamningi mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og sveitar- félaga í Eyþingi um menningarmál. Í ár eru liðin sex ár frá undirritun fyrsta menningarsamningsins við ríkið og á þessum árum hafa menningarráðinu borist 788 umsóknir alls. Hafa 448 verkefni hlotið verkefnastyrk, samtals að upphæð 160 milljónir króna. Ljóst er að þetta samstarf hefur skilað miklum ávinningi á öllu starfs- svæði Eyþings til að efla menningar- líf og menningartengda ferðaþjón- ustu. Í árangursmati á menningar- samningum sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri framkvæmdi koma glögglega í ljós jákvæð áhrif samningsins. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars á verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna, verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina, verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista og verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista. Skagaströnd: Hitaveita lögð í sumar Framkvæmdir eru hafnar við að leggja vatnshitunarkerfi í leikskólann Barnaból á Skagaströnd, en hann hefur verið hitaður með rafmagnsþilofnum og neysluvatn hitað í tveimur rafmagnshitakútum. Auk þess að leggja nýtt hitakerfi í húsið verður neysluvatnskerfið endurnýjað. Á vef Skagastrandar kemur fram að leggja eigi hitaveitu um Skagaströnd á komandi sumri og hafist handa við leikskólann fyrst, en síðar á að breyta eignum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að tengjast hitaveitunni. Framkvæmdin er ekki einföld þar sem leikskólinn er byggður í tveimur byggingar áföngum og í fullri starfsemi alla virka daga. Verkið er því að mestu unnið utan dagvinnumarka. Þar sem tenging við hitaveitu verður ekki í boði fyrr en næsta haust verður að halda rafhitunarbúnaði þar til tenging getur farið fram. Fram undan eru síðan breytingar á öðrum fasteignum sveitarfélagsins sem hafa verið hitaðar með sama hætti og leikskólinn. Sveitarfélagið á ellefu íbúðir sem eru nú hitaðar með rafmagnsþilofnum og auk þess eru nokkrar aðrar byggingar með þeim hitunarbúnaði. Veiðileyfi í Laxá í Skefilsstaða- hreppi , sem er falleg lítil dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð, eru nú komin í sölu. Áin var friðuð í nokkur ár eftir skelfilegt ár sumarið 1999. Var þá svo komið að laxastofn var varla lengur til staðar í ánni eftir mikla rányrkju áranna á undan, að því er fram kemur á vefsíðunni agn.is. Síðan þá hefur verið unnið merkilegt ræktunarstarf í Laxá þar sem veiðifélagið hefur í samvinnu við Veiðimálastofnun staðið að hrognagreftri á vænlegum stöðum í ánni. Ræktun með þessum hætti krefst mikillar þolinmæði en hefur þó reynst árangursrík. Eftir tíu ára veiðibann hefur veiðimönnum aftur gefist kostur á að bleyta færi í ánni á undanförnum árum. Meðalveiði áranna 1974 til 1999 er 111 laxar, minnst 10 árið 1999 en mest 245 árið 1980. Menn stíga þó varlega til jarðar og er farið hægt af stað. Fyrstu tvö árin eftir að veiðar voru leyfðar aftur var veiðitímabilið aðeins 30 dagar. Nú hefur einhverjum dögum verið bætt við en þó er veiðitímabilið enn sem komið er einungis 44 dagar. Veiði hefur gengið ágætlega á undanförnum árum, meðalveiði reynst ca. einn lax á stöng á dag. Í Laxá er veitt á tvær stangir og eru seldir stakir dagar frá morgni til kvölds. Veiðileyfum fylgir gamalt og gott steypt hús sem hefur verið mikið endurnýjað. Húsið er bæði rúmgott og skemmtilegt. Þar er svefnpláss fyrir allt að ellefu manns. Gasgrill er að sjálfsögðu á staðnum. Veiðileyfi seld á ný í Laxá í Skefilsstaðahreppi eftir friðun Myndir / MÞÞ Menningarráð Eyþings úthlutaði á dögunum um 26 milljónum króna í styrki til menningarstarfs á starfssvæði sínu. „Hefur blómlegt menningarlíf áhrif á búsetuval?“ er yfirskrift málþings sem Upplit, menningarklasi uppsveita Árnessýslu, boðar til í tengslum við aðalfund sinn sem haldinn verður á Hótel Gullfossi í Brattholti laugardaginn 23. febrúar. Málþingið hefst kl. 14. Sérstakur gestur málþingsins verður Ragnheiður Jóna Ingimars- dóttir, menningarfulltrúi Eyþings. Hún lauk námi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 og meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2012. Hún á að baki fjölbreytta reynslu af rekstri og stjórnun verkefna og hefur starfað sem menningarfulltrúi Eyþings frá árinu 2007. Erindi Ragnheiðar Jónu ber yfir- skriftina „Skiptir menning máli?“ og er því ætlað að virka sem kveikja að umræðum meðal fundarmanna að því loknu. Þar mun hún segja frá menningarstarfi á Norðurlandi eystra og þróunarverkefni sem nú er að fara af stað á jaðarsvæði Þingeyjarsýslu. Verkefninu er ætlað að laða ungt menntað fólk í menningu og listum ættað af svæðinu heim til að standa fyrir metnaðarfullum menningarverkefnum. Þetta tengir Ragnheiður Jóna svo við niðurstöður meistaraprófsrannsóknar sem hún vann við Háskólann á Bifröst um samfélagsleg áhrif uppbyggingar atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista í fámennum byggðarlögum. Málþing um menningarstarf á landsbyggðinni: Hefur blómlegt menningarlíf áhrif á búsetuval? Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir Frá afhendingu viðurkenningarinnar í húsakynnum Rauða krossins á Akureyri, vinnufélagarnir Grétar, Steingrímur og Sigurður. Björguðu lífi í sláturhúsinu Tveir starfsmenn Norðlenska, Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson, björguðu vinnufélaga sínum Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp síðastliðið haust og hlutu fyrir það afrek viður- kenningu frá Rauða krossinum. Hún var afhent í starfsstöð RKÍ á Ákureyri á 112 daginn. Sigurður var við vinnu sem verkstjóri í sauðfjársláturtíð á Húsavík 5. október 2012 þegar hann fór í hjartastopp og féll í gólfið. Grétar heyrði skyndilega öskur í vinnusalnum og gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað var að gerast. Hann hleypur á vettvang og sér þá Sigurð liggjandi á gólfinu, og að hann er farinn að blána. Grétar byrjar strax endurlífgun með hjartahnoði ásamt vinnufélaga sínum Steingrími S. Stefánssyni. Á meðan á endurlífguninni stendur virðist Sigurður detta inn annað slagið, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Rauða krossins á Akureyri. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar vegna þrengsla og bleytu en þeir Grétar og Steingrímur héldu áfram að hnoða þar til hjálp barst frá lögreglu og sjúkraliði. Sigurði voru svo gefin tvö hjartastuð, og komst fljótlega í gang aftur. Grétar gekk svo í það að rýma til á vettvangi, færa til skrokka og biðja fólk að víkja, svo bera mætti Sigurð út af staðnum í sjúkrabílinn. Grétar og Steingrímur eru báðir björgunarsveitarmenn og hafa fengið margvíslega þjálfun í skyldihjálp. Óhætt er að segja að þeir félagar hafi bjargað lífi Sigurðar með viðbrögðum sínum. Síðar kom í ljós að kransæðar voru stíflaðar hjá Sigurði, auk þess sem hann reyndist vera með hjartagalla. Hann fékk gangráð og gat hafið störf fljótlega. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.