Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Maður, náttúra og sauðkind – Útskriftarverkefni Finnboga Björnssonar úr Ljósmyndaskólanum – vildi sýna sanna mynd af sauðfjárrækt sem atvinnugrein Finnbogi Björnsson útskrifaðist á dögunum úr Ljósmyndaskólanum eftir fimm anna nám ásamt ellefu öðrum nemendum. Lokaverkefni Finnboga var maður, náttúra, sauðkind og sótti hann myndefnið í landnám Ingólfs að vetri, vori, sumri og hausti. Féllst Finnbogi góðfúslega á að lána Bændablaðinu nokkrar af myndum sínum til birtingar. „Ég hafði samband við bændur allt frá Brynjudal og suður í Selvog og heimsótti þá að sumri, vetri og hausti og myndaði bæði þá og búfénað þeirra og þá aðallega sauðkindina. Einnig tók ég myndir í Fjárborgum, þar sem menn hafa sauðfjárrækt að áhugamáli. Það lýsir kannski best ást þeirra á sauðkindinni. Annars er tilurð verkefnisins umræða um landnotkun og þá full- yrðingu að bændur og búfénaður sé aðal- og eina orsök þess að landið er ekki algróðið. Ég vildi leggja mitt af mörkum til að sýna jákvæða og sanna mynd af sauðfjárrækt sem atvinnugrein og þeirri menningu sem henni tengist. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er nauðsynlegt að nýta náttúruna til að afla fæðu með einhverjum hætti. Til að gera það verðum við að vera í sátt við náttúruna og skila landinu nothæfu til næstu kynslóða. Er ekki einmitt saufjárrækt mjög góð aðferð til að nýta land okkar til fæðuöflunar, ekki síst svæði sem ekki eru nýtanleg með öðrum og vistvænni hætti?“ Alinn upp á Ingunnarstöðum Finnbogi er sjálfur vel kunnugur búskap, en hann ólst upp í Brynjudal og tók þar þátt í búskapnum á upp- vextinum. „Ég er alinn upp á Ingunnar- stöðum í Brynjudal við venjuleg sveitastörf. Þar var maður að smala og reka kýr og annað. Ég hef allar götur síðan farið nánast á hverju ári í smalamennsku á haustin. Á sýningunni er ég bæði með kindur sem komnar voru í hagleysu og verið var að bjarga. Einnig tók ég myndir í fjárhúsum, af kindum í fjörubeit, sauðburði og jafnvel þar sem verið er að stinga út úr fjárhúsi. Hér er ein mynd frá sumrinu sem sýnir kindina vel eins og drottningu í sínu umhverfi án nærveru mannsins. Svo er það haustið. Þarna eru t.d. myndir sem teknar voru í leiðangri fyrir norðan Botnsúlur og við Ármannsfell þar sem Þingvellingar smala. Þeir reka síðan féð niður að Sandkluftarvatni í gerði sem þar er og rétt og taka það svo upp á kerrur og aka því heim. Þarna má sjá átök við ána í Brynjudal þegar verið var að koma fénu þar yfir.“ Vill efla ímynd bænda Finnbogi segir ekki vanþörf á að styðja við og efla ímynd bænda á Íslandi. Þeir liggi undir stöðugum árásum frá fólki sem oftar en ekki beri ekki mikið skynbragð á þýðingu landbúnaðar fyrir íslenskt þjóðfélag. Telur hann afar mikilvægt að þjóðin geti verið að mestu sjálfir sér næg um framleiðslu matvæla, því alltaf geti komið upp einhver óáran sem gerir innflutning matvæla erfiðan og jafnvel ómögulegan. Þess má geta að sýningin Maður, náttúra og sauðkind, verður einnig sett upp í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og verður opin til loka maímánaðar. /HKr. Lambið karað í næturnepjunni. Myndir / Finnbogi Björnsson. Eftirlegukindur sóttar í ríki vetrar. Tuggan komin á garðann. Helgi Guðbrandsson bóndi í Hækingsdal lítur y r féð nýkomið af fjalli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.