Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 20132 Fréttir Það hefur verið baráttumál æðarbænda á Vesturlandi í mörg ár að fá samþykkta friðunarlínu út fyrir eyjar og sker við Mýrar í Faxaflóa og inn í Borgarfjörð vegna grásleppuveiða. Ástæðan er sú að æðarbændur telja að æðarfugl í ætisleit snemma vors ánetjist í stórum stíl og drepist í netum grásleppuveiðimenn. Var þetta eitt helsta umræðuefnið á deildarfundi æðarbænda þann 27. október sl. Með nýrri reglugerð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem gefin var út 6. febrúar síðastliðinn var þessi krafa í raun samþykkt. „Ég er mjög ánægður með að ráðuneytið skuli fallast á að gera tilraun til að friða fuglinn með þessum hætti,“ segir Guðmundur Helgason, æðarbóndi og grásleppukarl í Hvalseyjum á Mýrum, um nýju reglugerðina. Æðarbændur töldu að heimildir yfirvalda um að leyfa grásleppuveiðar mun fyrr á vorin en áður tíðkaðist og samhliða því bann við grásleppuveiðum eftir 28, maí, væru að eyðileggja æðarvarp á svæðinu. Æðarfuglinn sé í stöðugri ætisleit snemma vors áður en kollan verpir og því mikil hætta á að hann lendi í netum veiðimanna sem skikkaðir eru til að veiða á þeim tíma. Vildu þeir fá sambærilegt bann við grásleppuveiðum síðla vetrar eins og gilt hefur í Breiðafirði þar sem veiðar eru ekki leyfðar innan tiltekinar línu fyrir en eftir 20. maí. Í janúar 2012 rituðu æðarbændur þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti bréf þar sem farið var fram á að grásleppuveiðar verði ekki heimilar innan skilgreindrar línu við Mýrar fyrr en eftir 15. maí ár hvert. Ráðuneytið svaraði þann 10. apríl og vísaði til umsagnar Landssambands smábátaeigenda (LS), sem sagðist ætla að ítreka við félagsmenn sína samkomulag við Æðarræktarfélag Íslands frá 6. mars 2009. Það fól í sér að brýnt yrði fyrir veiðimönnum að stunda ekki veiðar innan umræddrar línu fyrir 15. maí ár hvert. Ráðuneytið taldi því ekki ástæðu til að verða við beiðni félagsins í fyrra um bann við veiðum á þessu svæði. Nú hefur ráðuneytið snúið við blaðinu og farið að óskum eigenda strandjarða við Faxaflóa og samþykkt línu sem dregin eru úti fyrir sker og eyjar við Mýrar. Landssamband smábátaeigenda ósátt við dagatakmarkanir Í fyrstu grein reglugerðarinnar um hrognkelsaveiðar segir að allar veiðar á grásleppu í fiskveiðilandhelgi Íslands séu óheimilar nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu skv. 2. gr. Þá er bátum sem hafa leyfi til veiða með krókaaflamarki óheimilt að stunda veiðar með rauðmaganetum nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu. Í þriðju grein segir m.a. að grásleppuveiðileyfi hvers báts skuli gefið út til 20 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil. Þarna er um verulega skerðingu á dagafjölda að ræða og hefur Landssamband smábátaeigenda harðlega gagnrýnt það. Þar sé um gríðarlegar tak- markanir frá síðustu vertíð að ræða þegar veiðidagar voru 50 og hámarksfjöldi neta 300. Í umsögn LS var farið fram á 35 veiðidaga og fyrirhugaðri fækkun neta harðlega mótmælt þar sem ekki sé tekið tillit til þess að fleiri séu nú oft á hverjum bát en áður. Þar var bent á að allt of langt væri gengið og gætu svo miklar takmarkanir á veiðum orðið til að ekki tækist að uppfylla þarfir markaðarins. „Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Tekið tillit til óska æðarbænda Í níundu grein reglugerðarinnar er m.a. tekið á óskum æðarbænda við Faxaflóa. Þar segir: Að hámarki er hverjum bát heimilt að hafa 200 net í sjó. Takmörkun þessi miðast við 60 faðma áfellda slöngu. Sé notuð 120 faðma áfelld slanga er heimilt að vera með helmingi færri net í sjó en að framan greinir. Óheimilt er að stunda veiðar með rauðmaganetum, sbr. 10. gr. frá 15. júní til 31. desember ár hvert. Óheimilt er að stunda á sama tíma veiðar á grásleppu og netaveiðar á þorskfiski og skötusel. Síðan segir: Frá 1. apríl til 14. júlí má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjöruborði, sbr. lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Óheimilt er að stunda veiðar með netum fyrir 7. maí innan svæðis sem afmarkast af eftirfarandi punktum: 1. 64°40,2920’ - N 022°26,3902’ V 2. 64°37,4641’ - N 022°35,4167’ V 3. 64°25,3248’ - N 022°20,1542’ V 4. 64°24,3236’ - N 022°06,3790’ V 5. 64°28,5891’ - N 022°05,6104’ V Fyrir utan línu sem dregin er milli þessara punkta má hefja hrognkelsaveiðar í Faxaflóa á veiðisvæði A frá 1. apríl til og með 14. júní. Það er frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V. /HKr. G u ð m u n d u r H e l g a s o n , æðarbóndi, grásleppukarl og strandveiðisjómaður, keypti ásamt fjölskyldu sinni Hvalseyjar í Hraunhreppi á Mýrum fyrir fjörutíu og tveim árum. Hann segist vera ánægður með þá reglugerð sem ráðuneytið hafi nú sett þar sem tillit hafi verið tekið til sjónarmiða æðarræktenda. Hann segir horfur á sölu grásleppu hrogna ekki góðar sem stendur eftir mikla birgðasöfnun á síðasta ári í kjölfar metárvertíðar 2010 og mjög góðrar vertíðar 2011. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að á vertíðinni 2010 hafi grásleppukarlar verið að fá hátt í 18.000 tunnur og um 12.200 á síðasta ári. Hann segir að sala á vertíðinni í fyrra hafi byrjað vel en síðan hafi allt stoppað. Haustið 2011 voru menn að fá um 200 þúsund krónur fyrir tunnuna. Guðmundur Helgason segir að á vertíðinni 2012 hafi verðið farið ört lækkandi. Menn hafi þá verið að fá um 160-180 þúsund krónur fyrir tunnuna. Segist hann hafa verið feginn að losna við síðustu 9 tunnurnar fyrir áramótin en verðið hafi þá verið komið niður í 60 þúsund krónur á tunnu. Guðmundur segir að fyrir þessa upphæð borgi sig hreinlega ekki að veiða grásleppuna. „Það fer enginn á grásleppu fyrir tuttugu daga og 60 þúsund krónur á tunnuna.“ Hann telur þó að botninum sé náð og verðið hljóti að þokast upp að nýju. Um 3.000 tunnur voru óseldar í landinu um áramótin samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábáateigenda. Arthur Bogason, formaður sambandsins, segir að síðan hafi tekist að selja hluta af birgðum á um 71 þúsund krónur á tunnuna, þannig að nú séu eftir um 2.500 tunnur. Varðandi samspil hrognkelsaveiða og æðarræktar segir Guðmundur að breytingar á tímabili á grásleppuveiðanna hafi skipt sköpum í uppbyggingu æðarræktarinnar í eyjunum. „Þegar við keyptum eyjarnar voru hrognkelsi skattskyld hlunnindi sjávarjarða. Var þá strax hafin æðarrækt í eyjunum sem gáfu á þeim tíma af sér 2,5 kg af dún auk grásleppuafurðanna sem stundaðar voru á tveim bátum frá Akranesi. Veiðar og æðarræktin fóru vel saman enda hófust grásleppuveiðarnar aldrei fyrr en eftir mánaðamótin apríl-maí þegar fuglinn var farinn að setjast upp. Þá var ekki lengur hætta á að hann ánetjaðist. „Allt gekk þetta vel og æðarvarpið fór að vaxa og dafna og aukning varð meiri frá ári til árs. Varpið gaf okkur 15 kíló af dún á ári og óx hratt, en fyrir nær 20 árum þá dundi ógæfan yfir. Grásleppuveiðar voru tímasettar og takmarkaðar í dögum og skyldu byrja 20. apríl, tíu dögum áður en við, þessir 3 bátar, vorum vanir að byrja. Aukningin í varpinu stöðvaðist alveg og gekk svo í mörg ár, en þó þannig að varpið minnkaði örlítið á hverju ári. Svo var veiðitíminn færður fram til 10. mars og síðar breytt í 15. mars og var það þannig 2012. Síðastliðið vor hafði dúntekjan hrapað um helming enda náði veiðitíminn yfir það tímabil meðan kollan var að í ætisleit og að fita sig fyrir varp. Í fyrravor var ég nánast kominn aftur á byrjunarreit. Ég vil taka skýrt fram að grásleppubátum á mínu svæði hafði ekki fjölgað mest allan þennan tíma, aðeins tímasetningin veiðanna hafði breyst. Ég tel að styðja beri við báðar þessar atvinnugreinar af öllum mætti, til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. Þó þannig að önnur atvinnugreinin skaði ekki hina.“ /HKr. Slakt útlit á markaði fyrir grásleppuhrogn í kjölfar mikillar birgðasöfnunar á síðasta ári: Tímasetning hrognkelsaveiðanna skiptir miklu máli fyrir æðarvarp Ný reglugerð um hrognkelsaveiðar kemur til móts við sjónarmið æðarbænda við Faxaflóa: Fá samþykktar kröfur um takmörkun grásleppu- veiða úti fyrir varplöndum sínum við Mýrar – Óheimilt verður að stunda veiðar með netum fyrir 7. maí innan skilgreindrar línu Barnavík Belgsholt Álftanesvogur Mólækur Vogslæku r Blöndulækur Akraós Li tl ilæ ku r Kaldárós Kverná Fiskilækur Hestlæk u Hv íts te in sl æ ku r S í k i Lam b a st að aá Hnokki Elliðaey Selsker Kvígsás Ársker Saltnes Raftás Háh Óssker Borgey Sandey M jó an es Útnes Effersey Fylsholt Brekkur Brattur Kósás Einbúi Selborg Einbúi Kóranes Skjótey Garðey Jaðar M e l s á Þ ór is eyH rú te y Nytur Öldur Sandabörð Hreggnasi Rauð Miðham Grænhólmi Kjaransey Niðurnes Sjónarhóll Drangsker Innriflesjar Skarfasker Skarfasker Strákasker Tangasker Breiðasker Þórarinsás Lambasker Landhólmi Langhólmi Lundhólmi Langiboði Draugsholt Kúaldarey Fitjarhöfði Orrustuhóll Hellnasker Grímshóll Bótarsker Grenshóll Hringhóll Ytriflesjar Dyrasker Grásteinn Réttarholt Helguhóll Drangey D ig ra n e s Brúarhóll Skiptisker Æðarsker Háistapi Stórih Selhólmi Jörfanes Lan Ormsholt Hj Þverholt Gróusker M elaba Grastoppasker Jö rf ae yj a r Yf ir se tu ho lt St ek kj ar ho lt Þormóðssker Vetrungasker Laufskálaholt Sandeyjarsker Miðleiðarsker Selgarðshólar Símonarhöfði Skíðsholtasel Dýjaskógur Draugavarða Geldingaey Geldingaskjól Sigurðarklettur Grípandi La n g ás Vörðuham Helgrindabót Gvendarsker H ú n á s Kögunarhóll Svörtuflesjar Álftáróseyjar Grensh Æðarklettur Kolviðarhóll Lamb Tu ng a Mengishöfði Gvendarhóll Hítarnes Skarfaklettur Skarfaklettur Hítárhólmur Krossastapi Runkatangi Innridyngjur Torfberahóll Norðvatnsstæði Hvalseyjar Fo La ng id rá ttu r Akranes Re ið gö tu ás Álft Staðarhraun Ly ng hó lm ar Br et af ló i Náttmálabunga Fauskás Hjörsey Landdeildarhöf Bjarnanaustasker Fíflholtamelar Sandskarðshólar Suðurhraun Belgsholtshó MelrakkanesHjörseyjarsandur aeyri Bónd ahva mm St ek kj ar ho lt Tálmi Hv alv og ur Vogalækjarvík Stekkur Stekkur M MÝRAR g at Grunnavatn Fljót Startjör Hádegistjörn Álftártjörn Skíðsvatn Ólafsvatn Einitjörn Eystra-Blönduvatn Urriðaá Svartbaksvatn Hólsvatn Hólsvatn Bergsteinsvatn Miðvatn Seltjarnir Fúsavatn H e y v a t n Torfavatn Brúarfossavatn Steinatjörn Álavatn Skúlavatn Grunnuvötn Reyðarvötn Kvígsvatn Másvatn Brók Sk Hreiðursvatn Grænumýrarvatn Hólmavatn Seljakelda Baugavötn Haffjörður Kelduvötn Litlastekksvík Æðarvatn S Steinbogatjörn Auðunartjörn Rjúpnatjörn Tannavatn Hríshólmsvatn Ullartjörn Stekkjartjörn Tu Þvertjörn Geirholtsvatn Grísatjörn Bolatjörn Bretavatn Miðdegistjörn Álftavatn H ít ar á Deildarvatn Káravatn Hólstjörn Laxatjörn Þorsteinsvatn Belavatn Ás Álftá Melar Hamrar Traðir Miðhús Urriðaá Einholt Akraland Hólmakot Hítarnes Álftanes Seljaland Skiphylur Svarfhóll Brúarfoss Vogalækur Hjörsey 1 Krossholt Miklaholt Hundastapi Knarrarnes Kvíslhöfði Arnarstapi Laxárholt 2 Lambastaðir Álftárbakki Lækjarbugur Lækjarbugur Hítarneskot Staðarhraun Votiskógur 1 Sveinsstaðir Straumfjörður Álftaneskirkja Hrafnkelsstaðir 1. 64°40,2920 -22°26,3902 2. 64°37,4641 -22°35,4167 3. 64°25,3248 -22°20,1542 4. 64°24,3236 -22°06,3790 5. 64°28,5891 -22°05,6104 64°30,4425 -22°26,5891 Guðmundur Helgason Mynd / HKr. Samið við frjótækna Náðst hafa samningar milli bún- aðarsambandanna og frjótækna vegna kjaramála þeirra síðar- nefndu. Um er að ræða þá frjó- tækna sem aðild eiga að Félagi frjótækna og starfa hjá búnaðar- samböndunum við kúasæðingar. Samningaviðræður höfðu staðið lengi yfir og verið fremur erfiðar, en frjótæknar hafa verið með lausa samninga frá 1. janúar 2008. Skemmst er þess að minnast að frjótæknar sendu frá sér tilkynningu í nóvember síðastliðnum þar sem fram kom að næðust ekki samningar fyrir áramótin síðustu væri ekki annað í stöðunni en að boða til verkfalls. Til þess kom þó ekki og náðust samningar í fyrradag, 19. febrúar. Samningarnir hafa í för með sér að laun frjótækna hækka um tvo launaflokka og að tekið er í launum aukið tillit til starfsskilyrða þeirra. Sé miðað við dagvinnulaun nemur launahækkunin um 11 prósentum. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki Félags frjó- tækna og búnaðarsambandanna. /fr Sumarleiga orlofshúsa BÍ í fullum gangi Félagsmenn Bændasamtakanna eru hvattir til að nýta sér útleigu á sumarhúsum samtakanna í sumar annaðhvort á Hólum í Hjaltadal eða í Vaðnesi í Grímsnesi. Um er að ræða vel útbúin h ú s n æ ð i þar sem öll nútíma- þægindi eru til staðar og gerður hefur verið góður rómur að. Margt fróðlegt og skemmtilegt er hægt að gera í námunda við orlofshúsin og ber þar að nefna við dvölina á Hólum að kíkja við í glæsilegri sundlaug á Hofsósi og skoða þar Vesturfararsetrið í leiðinni. Einnig er hægt að renna inn á Siglufjörð og skoða Síldarminjasafnið og jafnvel prófa nýleg Héðinsfjarðargöng í leiðinni. Að auki er mjög skemmtilegt að fara hringferð inn á Skaga á ísbjarnarslóðir. Í Grímsnesinu eru einnig vinsælar sundlaugar í nágrenninu, stutt er í dýragarðinn Slakka í Laugarási og gaman er að fara í skógarferð við Þrastarlund á bökkum Sogsins. Síðan má ekki gleyma þeim fjölmörgu bændum sem eru í nágrenni Hjaltadalsins og Grímsness sem bjóða í heimsókn í gegnum Opinn landbúnað og er tilvalið fyrir gesti orlofshúsanna að bregða sér í heimsókn til starfsbræðra sinna. Hægt er að panta dvöl í sumar- húsunum, sem er vika í senn, hjá Halldóru Ólafsdóttur í gegnum netfangið ho@bondi.is eða í síma 563-0300. Vaðnes í Grímsnesi. Hólar í Hjaltadal. Tuddinn Öxndal er meðal þeirra sem verða að treysta á að frjótæknarnir fari vel með dropana dýrmætu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.