Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013
Nils Vagstad, rannsóknastjóri hjá
rannsóknamiðstöðinni Bioforsk í
Noregi, boðar að ræktunarland sé
öryggismál hverrar þjóðar. Það
er óforsjálni að ganga að því sem
vísu að framboð á matvælum sé
og tryggt. Það er boðskapur hans
til norskra stjórnmálamanna sem
greint var frá í Nationen, í haust.
„Það á ekki að líta á ræktunarland,
akra, tún og beitiland, sem
sérmál landbúnaðarins og bænda,
heldur sem öryggispólitískt mál
þjóðarinnar. Stjórnmálamönnum,
án tillits til fylgis við flokka, ber
að varðveita og vernda norskt
ræktunar land. Lóðaskortur vegna
byggingar íbúðarhúsa og annarra
bygginga hefur leitt til þess að
norskir sveitarstjórnarmenn hafa
á síðari árum heimilað byggingu
húsa á ræktunarlandi,“ segir
Vagstad.
Erna Solberg, leiðtogi Hægri
flokksins, hefur boðað að hún
vilji breyta núgildandi reglum um
lóðaúthlutanir sem eru frá árunum
2006 og 2010 og taka meira tillit
til famangreindra sjónarmiða.
Leiðtogi Alþýðusambandsins í
Noregi, Roar Flåthen, og Sigbjörn
Johansen, fjármálaráðherra og
þingmaður Verkamannaflokksins,
hafa tekið undir þetta sjónarmið.
Um 3% af flatarmáli Noregs
flokkast sem ræktunarland.
„Ég skil vel að þetta sé erfitt mál
að takast á við fyrir stjórnmálamenn
og aðra sem takast á við aðkallandi
vandamál dagsins. Þeim ber að
hlusta á raddir fólksins,“ segir Nils
Vegard. Hann bendir hins vegar á að
þegar taka þurfi ákvarðanir verði
að hafa í huga hvers þær geti leitt til
í versta falli. Það má líkja þessu við
framlög ríkisins til varnarmála, sem
í þessu tilfelli er að ríkið verður
sjálft að tryggja matvælaöryggi
þjóðarinnar.
Við lifum á margan hátt í
óvissum heimi. Þó er ljóst að
aukið matvælaöryggi er ein
helsta forsenda friðar í heiminum.
Mikilvægasta gjaldið fyrir það er er
að vernda ræktunarlandið. Í skýrslu
um stöðu og framtíð landbúnaðar
í Noregi er boðað að auka þurfi
búvöruframleiðslu í Noregi um
20% á næstu tveimur áratugum, auk
þess sem verulega þurfi að styrkja
birgðastöðu korns í landinu.
Ræktunarland er líftrygging
á þeim sem koma á fót stórbúum
og er ekki óalgengt í dag að finna
kúabú með 12-20 þúsund kýr. Þessi
stóru bú eru oftast í einhverskonar
sameign yfirvalda og afurðastöðva
og hafa erlendar afurðastöðvar
einnig fengið leyfi til þess að
byggja upp mörg af þessum stóru
búum í samvinnu við yfirvöld. Í dag
nemur framleiðsla stórbúanna um
15% af heildarframleiðslu landsins,
sem er í raun afar lágt hlutfall ef
tekið er t.d. mið af bandarískri
mjólkurframleiðslu þar sem um
helmingur mjólkurinnar er frá
stórbúum, þ.e. búum með fleiri en
1.000 kýr. Ör uppbygging stórbúa
hefur samhliða kallað á innflutning
lífdýra en alls hafa verið fluttar um
300 þúsund kvígur til landsins á
síðustu þremur árum!
Fonterra með 5 stórbú
Hið nýsjálenska Fonterra, sem
er samvinnufélag þarlendra kúa-
bænda, hefur tekið virkan þátt í
þessari uppbyggingu og starfrækir
í dag fimm stór kúabú í Hebei-
héraði, um 120 kílómetra austur
af Beijing. Bú þessi eru öll eins
byggð upp og á hverju þeirra eru
3.350 kýr, 50 kúa hringekjubásar
og öll helsta nútíma aðstaða fyrir
bæði kýr og starfsfólk. Alls nemur
heildarmjólkurframleiðsla þessara
fimm búa um 150 milljónum lítrum
mjólkur árlega en félagið ætlar að
byggja fleiri slíkar einingar á næstu
sjö árum og er markmið þess að vera
með eins milljarðs lítra framleiðslu
í Kína árið 2020.
Nestlé fer aðra leið
Annar mjólkurrisi á hinum alþjóðlega
markaði, Nestlé, lætur sig ekki vanta
þegar mjólkurframleiðslan í Kína er
annars vegar. Fyrirtækið hefur valið
Shuangcheng-svæðið í Heilongjiang-
héraði í norð-austurhluta landsins,
skammt norðan við Norður-Kóreu,
sem sitt uppbyggingasvæði. Svæðið
er talið henta afar vel til landbúnaðar
og sér í lagi mjólkurframleiðslu.
Nú þegar er Nestlé með
mjólkurdufts framleiðslu á svæðinu
og hefur raunar verið síðan 1987.
Þá stendur Nestlé í stórræðum og
byggir bæði upp afurðastöðvar
en til þess að tryggja félaginu
næga mjólk í vinnsluna er ekki
fjárfest í stórbúum. Nestlé fer þá
áhugaverðu leið að fjármagna kaup
á tækjabúnaði á kúabúum svæðisins
og fjárfestir einnig í endurmenntun
bænda svæðisins. Með þessu móti
er ætlunin að fá bændurna til þess
að vinna saman í stórum einingum í
stað hefðbundins smábúskapar sem
nú tíðkast á svæðinu.
Arla einnig með
Þriðja stórfyrirtækið í mjólkuriðnaði
sem hefur fjárfest í Kína er svo Arla,
hið norður-evrópska samvinnufélag
kúabænda. Félagið fer enn aðra
leið en áðurnefndu tvö félögin en
í kjölfar heimsóknar kínverska
forsetans til Danmerkur síðasta
sumar opnuðust flóðgáttir fyrir
fjárfesta frá Danmörku til Kína, en
Arla er einmitt með höfuðstöðvar
sínar í Danmörku. Arla komst þar
með í aðstöðu til þess að eignast
6% hlut í Mengniu en það er stærsta
afurðafélag Kína. Félagið rekur bæði
margar afurðastöðvar og er auk
þess með á annan tug kúabúa með
10 þúsund kýr á hverju þeirra. Þá
mun Mengniu byggja upp 20-30 slík
kúabú í viðbót á næstu árum. Bein
eignaraðild Arla að Mengniu gerir
það að verkum að nú hefur opnast
leið fyrir innflutning félagsins
á margskonar öðrum vörum en
mjólkurdufti. Jafnframt hefur verið
gerður samningur um að nota það
gæðakerfi, sem allir kúabændur
sem eiga Arla fara eftir, á kúabúum
Mengniu í Kína.
Fjölga líka afurðastöðvum
Í Kína eru í dag starfræktar á annað
þúsund afurðastöðvar sem vinna
úr mjólk og þar af eru fimm stór
afurðafélög sem ráða yfir 2/3 hluta
markaðarins. En samhliða því að
stórbúum fjölgar mikið þarf að byggja
upp afurðavinnsluna enn frekar. Þar
hefur áðurnefnt Mengniu sterka
stöðu enda er félagið dyggilega stutt
af stjórnvöldum. Nýverið tók félagið
í notkun tvær afurðastöðvar í Hebei-
héraði, en þessum afurðastöðvum er
ætlað að afsetja mjólkurvörur sínar
í Beijing, Tianjin og á svæðum í
norðurhluta Kína. En áfram verður
unnið á sömu braut og verða byggðar
8-12 afurðastöðvar í viðbót á næstu
árum. Þessi uppbygging mun kosta
mörg hundruði milljarða króna
enda er yfirlýst markmið Mengniu
að ná yfirburðastöðu á kínverska
markaðinum. Ef áætlanir félagsins
ganga eftir má fullyrða að fjárfesting
Arla í Mengniu hafi verið afar snjöll
enda hefur félagið þá tryggt sér
aðgengi að stærsta markaði heims
fyrir mjólkurvörur.
Möguleikar Íslands
Kínverski markaðurinn er afar
áhugaverður en stærð og fjarlægð
hans kann að fæla frá. Hins vegar
er ljóst er að landbúnaðarvörur með
góða og hreina ímynd seljast einkar
vel í Kína og þar er fyrst spurt um
gæði og svo um verð.
Snorri Sigurðsson
sns@vfl.dk
Þekkingarsetri landbúnaðarins
í Danmörku
Þó að est kínversk kúabú séu lítil og aðeins með 2-3 kýr er ekki óalgengt
í dag að nna þar kúabú með 12-20 þúsund kýr.
Danir stefna að sölu jólatrjáa til Kína
Þó að jólin séu nýlega afstaðin eru
danskir framleiðendur jólatrjáa
með það á hreinu að það komi
aftur jól. Það sem meira er; þeir
eru farnir að hugsa mörg jól fram
í tímann og hafa komið auga á
að í Asíu, og þá einkum Kína, geti
orðið risamarkaður fyrir jólatré.
Fyrirtækið Green Team Group
hefur gert áætlanir um að hefja
ræktun jólatrjáa og sölu á þeim
til Kína og fleiri landa í Asíu, að
sögn Landbrugsavisen.
Sendinefnd hát t se t t ra
embættismanna í Kína heimsótti
síðla á síðasta ári höfuðstöðvar
Green Team Group í Danmörku til
að kanna möguleika á samstarfi, en
fyrirtækið er hvað fremst í flokki í
ræktun jólatrjáa í Evrópu.
Stjórnendur danska félagsins
segja að Kínverjar noti ekki jólatré
eins og gert er í Evrópu, heldur séu
um 90% trjánna seld í pottum og
notuð sem puntuð tré, og skreytt oft
á ári, á kínverskum hátíðisdögum,
eða notuð sem gjafir til vina og
vandamanna.
Það er ekki öllum kunnugt en
Kínverjar halda upp á jólin og
skreyta þá götur, verslanir og fyrir-
tæki. Heimili þeirra eru hins vegar
ekki miðpunktur hátíðarhaldanna
og því er hinn óbreytti Kínverji ekki
enn farinn að kaupa jólatré. Danir
vonast hins vegar til að breyting
verði á því.