Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Þjóðverjinn Klaus Kretzer býr í Skaftafelli, nánar tiltekið í bústað þjóðgarðsvarðar, ásamt fjölskyldu sinni. Hann er enda í hjónabandi með Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsverði, en þar hafa þau búið frá því í desember 2007 þegar hún tók við embættinu. Hann er þátttakandi í báðum þeim klasaverkefnum Matís sem eru hér til umfjöllunar á opnunni – en hann framleiðir sælkerapylsur úr ærkjöti úr Öræfasveit. Klaus segist ungur hafa heillast af Íslandi og sá áhugi átti síðar eftir að leiða hann til landsins, að lifa og starfa til frambúðar. Hann fór sína fyrstu ferð til Íslands árið 1981 og kom síðan á hverju sumri til ársins 1984 að hann ákvað að setjast að á Íslandi og gerast bóndi. „Ég réði mig í vinnu hjá þeim heið- urshjónum Önnu og Ólafi á Berunesi í Berufirði. Ég vildi læra fagið „beint á býli“ en ekki í skóla. Eftir hálft ár sá ég að sú áætlun var heldur barnaleg, fór aftur til Þýskalands og skráði mig í Landbúnaðarháskólann í Kassel. Öll námsárin dreif ég mig til Íslands á sumrin, lofaði þó sjálfum mér oftar en einu sinni eftir vosbúð á Íslandi í roki og rigningu að fara til Mallorca árið á eftir í staðinn, svona eins og allir hinir. En þegar hlýnaði í veðri í Þýskalandi dreymdi mig svala og tæra loftið á Íslandi – og landslagið.“ Bústjóri á Berunesi Um leið og ég lauk námi í land- búnaðarverkfræði í lok árs 1992 flutti ég endanlega til Íslands. Fyrstu tvo veturnar var ég bústjóri á Berunesi á meðan fjölskyldan á bænum dvaldi í Reykjavík vegna náms. Á sumrin fékk ég svo vinnu á bátunum við Jökulsárlón. Þó að aldrei hafði staðið til að búa í borginni þá varð úr að ég bjó mest í Reykjavík allt til ársins 2007 og starfaði við ýmislegt. Árið 2005 kynntist ég konunni minni Regínu en við ákváðum fljótlega að reyna að flytja út á land. Í desember 2007 tók hún svo við sem þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðssins. Ég var þá orðinn framkvæmdastjóri í leikmynd- smiðjunni þar sem ég hafði unnið í nokkur ár. Ég sagði upp og dreif mig á landvarðanámskeið en okkur var þó ljóst að mín bíði ekki nema sumar- starf í Þjóðgarðinum. Fyrsta veturinn var ég mest heima við með stráknum okkar og hafði góðan tíma til að hugsa um næstu skref. Fyrsta verkefnið var að láta gamlan draum rætast og gefa út ljósmyndabók, alfarið á eigin vegum með myndum sem ég tók á Jökulsárlóni þegar ég vann þar. Bókin Icevisions (www.thebooka- boutice.com) kom út rétt fyrir jólin 2010. Það kom hins vegar fljótt í ljós að bókaútgáfa yrði ekki gróðavænleg hjá mér þannig að ég ákvað að prófa eitthvað annað sem ég hafði gengið með í nokkur ár. Ég hafði sem betur fer efni á þessu þar sem ég skuldaði ekkert í bankanum og var nýbúinn að selja litlu íbúðina mína í Reykjavík rétt fyrir hrun,“ segir Klaus um aðdraganda pylsugerðarævintýrisins. Þýska pylsuhefðin „Í Þýskalandi er mikið borðað af áleggi ofan á brauð. Heima var kvöldmatur- inn alltaf brauð með áleggi, ostum, pylsum o.fl. Við borðuðum heitan mat í hádeginu. Okkur þóttu hráverkaðar pylsur alltaf góðar en þær keyptum við ekki í stórmörkuðum heldur beint hjá kjötiðnaðarmanninum þar sem við bjuggum. Þeir eru í flestum þorpum og bæjum, oftast eru þetta einyrkjar, hver með sínar uppskriftir, vörurnar aldrei eins. Svo eru svæði í Þýskalandi sem eru þekkt fyrir framleiðslu með sterk- um sérkennum, t.d. reyktar skinkur frá Svartaskógi eða loftþurrkaðar pylsur frá Norður-Hessen en þar eigum við ættingja. Háskólinn minn er á þessu svæði líka og þar vann ég með náminu í nokkrar vikur hjá kjötiðanarmanni með eigin rekstur, sem er lítið fjöl- skyldufyrirtæki en gefur mjög vel af sér. Þarna kynntist ég kjötvinnslunni aðeins. Þegar ég flutti svo til Íslands komst ég í kynni við lambakjötið og er mjög hrifinn af því. Fljótlega undraðist ég að ekkert í líkingu við þær áleggstegundir sem ég þekkti frá gamla landinu voru til úr kinda- eða lambakjöti. Reyndar er kindakjöt ekki notað í Þýskalandi í samskonar framleiðslu. Það er einfaldlega mjög lítið borðað af því. Mest er borðað af svínakjöti og nær allar pylsutegundir eru gerðar úr svínakjöti. En þar sem kindakjöt er svo vinsælt hér þá fannst mér það furðulegt að engum virtist hafa dottið í hug að búa til reyktar og loftþurrkaðar áleggstegundir. Þetta hefur að vísu aðeins breyst á allra síðustu árum, bæði hér á Íslandi og úti í Þýskalandi. En ég sá þarna tækifæri að sameina þetta frábæra íslenska hráefni og miðevrópska matarhefð. Ég fór að lesa mér til um þetta í þýskum bókum um heimavinnslu á hrápylsum en breytti svo uppskriftunum sem ég fann því nær alltaf er verið að blanda svínakjöti eða svínafitu út í kindakjötspylsurnar. En sérstaðan mín hér í Öræfum byggir á hráefninu sem er framleitt hér, þetta er og á að vera mjög svæðisbundið vörumerki. En það eru engin svín í Öræfum, a.m.k. ekki lengur. Svo fannst mér það líka áskorun að nota aðeins ærkjöt, sýna fram á það að það getur orðið að úvalsvöru. Eftir fyrstu tilraunirnar heima í eldhúsi og í bílskúrnum var ljóst að þetta er ekki bara hægt – þetta var líka gott.“ Samstarfið við Matís „Þá var næsta skrefið að þróa söluhæfa vöru. Ég treysti mér ekki alveg strax til að fjárfesta í öllum nauðsýnlegum tækjabúnaði og aðstöðu hér heima í Skaftafelli þannig að ég hóf samstarf við Matarsmiðjuna á Höfn. Tveir styrkir fengust í verkefnið og þannig var hægt að hefja alvöru framleiðslu á söluhæfri vöru. Framleiðslan seldist upp á fáum vikum hér í Skaftafelli. Samstarfið við Matís hefur gengið vel. Það að fá að nota aðstöðuna í Matarsmiðjunni hefur verið ómetan- legt því annars hefði ég þurft að fjár- festa í búnaði á einhverju stigi málsins þar sem ég gat ekki verið viss um hvort ég mundi halda áfram með þetta og fara alla leið. Fyrir utan það fékk ég kennslu í úrbeiningu hjá sérfræðingi Matís ásamt annari ráðgjöf. Þetta kostaði vissulega sitt því þjónusta Matís er ekki ókeypis, en þeir hafa á móti reddað mér styrkjum sem dekk- uðu þeirra framlag að hluta. Betra væri auðvitað ef krafan um sértekjur hjá Matís væri ekki svona sterk – það kæmi sér betur fyrir svona litil fyrirtæki á fyrstu metrunum. Styrkina gæti maður þá notað í annað.“ Uppbygging aðstöðunnar í Skaftafelli „Þar sem við búum nokkuð langt frá Höfn er ekki raunhæft að framleiða þar í stórum stíl því þessi vinnsla krefst daglegs eftirlits, það þarf að passa upp á hita- og rakastig í öllum framleiðsluþáttum. Ég innréttaði því part úr bílskúrnum, setti upp um 13 fermetra vinnsluaðstöðu sem er rétt svo nægjanlega stór. En hún er viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum enda byggð í nánu samráði við heil- brigðisfulltrúann á Egilsstöðum. Tækjabúnaðinn keypti ég mest not- aðan að hluta til erlendis í gegnum eBay en eitthvað var keypt hér heima. Í náinni framtíð mun ég senni- lega þurfa að stækka aðstöðuna eða byggja yfir hana sér húsnæði, en það mun haldast í hendur við þróun á fram- leiðslumagni. Næsta sumar verður svo til fyrsta alvöru sölutímabil en þá get ég séð hvað hægt er að selja mikið hér í Skaftafelli því í fyrrasumar átti ég ekki nóg til að anna eftirspurn. Svo á eftir að koma í ljós hvernig salan gengur í Reykjavík en Skaftafell Delicatessen vörurnar fást nú í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og í Búrinu, Nóatúni.“ Eiginleikar ærkjötsins „Ærkjöt hentar betur í þessa vinnslu en lambakjöt, það er þegar þurr- ara og líka bragðmeira. Fyrir utan það er lambakjöt of dýrt til að nota það í vinnslu þar sem þyngdartapið nemur um 40% í vinnsluferlinu. Gallin við ærkjötið er auðvitað sá að þetta er kjöt af skepnum sem eru ræktaðar fyrst og fremst til að gefa af sér kjöt í gegnum lömbin. Kjöthlutfallið getur því verið nokk- uð lágt og e.t.v er þetta skýringin á því að ærkjöt hefur ekki þótt fýsi- legt hráefni í hrápylsugerð. Á móti kemur að ærkjöt hefur verið nokkuð ódýrt en það breyttist nýlega. Allt þetta gerir það að verkum að fram- leiðslan er nokkuð dýr en þar sem ég er að markaðsetja þetta sem stað- bundna sælkeravöru – og get verðlagt sem slíka – getur dæmið gengið upp. Það er svo líka mjög gaman að geta aukið verðgildi hráefnis sem hefur hingað til þótt afgangsstærð í fram- leiðslu kindakjöts. Eins og er fæ ég allan skrokk- inn úr sláturhúsinu. Sláturfélagið úrbeinar fyrir mig þá skrokka sem ég kaupi af nágrönnunum mínum hér í Öræfum. Fyrst gerði ég þetta sjálfur en eftir að hafa úrbeinað 61 skrokk 2011 þá sá ég að þetta gat aldrei gengið þannig. Ég þarf að fá kjötið sem ferskast úrbeinað áður en það er fryst það, en það er jú bara slátrað á haustin og þá mikið í einu. Núna er ég að nota vöðva úr lær- unum í framleiðslu á „hráskinku“, en það má auðvitað ekki heita því nafni því það er frátekið fyrir svínin. Hryggvöðva nota ég í svipaða vöru en allt hitt kjötið fer í pylsurnar auk hluta fitunnar. Slögin eru enn smá vandamál því auðvitað borga ég sama verð fyrir kílóið af slögum og kílóið af t.d. hryggvöðvum. Þar er ég að byrja að prófa mig áfram með kæfur og grillpylsur en þær koma glimrandi vel út. Ég þarf bara að kynna þær betur sem valkost á grillið, þær eru virkilega bragðgóðar. Grillaði þær á jólamarkaðnum á Höfn núna um jólin og lyktin dró alla að þó svo að hefðin að grilla eða steikja svona pylsur sé ekki sterk hér. Hvort ég kem til með að prófa t.d. nautakjöt, sem er framleitt á nokkrum bæjum hér, hef ég ekki alvarlega hugleitt ennþá. Fyrst þarf framleiðslan að rúlla smurt og gæðin þurfa að vera tryggð, síðan mun ég athuga aðra kosti. Áður en ég geri það mun ég sennilega prófa mig áfram með t.d. kryddjurtir af svæðinu og t.d. birkisag til reykingar, en núna nota ég innflutt beykisag fyrir mat- vælaiðanaðinn. Birkið vex hér og ætti að sjálfsögðu að nota það í þessa framleiðslu að mínu mati.“ Fimm vörutegundir Klaus er með fimm vörutegundir í framleiðslu sem stendur. Öræfabiti er Jöklabiti er bragðmikil salamipylsa, Jöklabiti er krydduð nestispylsa með hvítlauk, Klettur er þurrkrydd- aður, saltaður og reyktur lærvöðvi, Hnjúkur er þurrkaður og reyktur hryggvöðvi, og Sveitapylsa er góð á grillið eða steikarpönnu. Hann notar engin aukaefni s.s. sojaprótín, bindiefni eða MSG – en slíkt er gjarnan notað til að koma ódýrari efnum og vatni inn í kjötvörur og bragðbæta þau. „Vörurnar mínar eru nokkuð vel þurrkaðar en mér finnst það ávallt betra en of linar pylsur með of miklu vatnsinnihaldi. Þetta gerir mínar vörur auðvitað nokkuð dýrari en aðrar vegna þyngdartaps en menn geta jú alveg drukkið vatn ókeypis með.“ /smh Þýskur pylsugerðarmaður í Skaftafelli: Framleiðir sælkeravörur úr ærkjöti úr Öræfasveit Klaus skoðar framvindu mála hjá Jöklabitanum. Mynd / smh Öræfabitinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.