Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013
ORKUSJÓÐUR
Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar
eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði:
Orkusjóður auglýsir
rannsóknarstyrki 2013
Við úthlutun styrkja 2013 verður sérstök áhersla lögð á:
Rafrænar umsóknir á heimasíðu Orkustofnunar www.os.is
Nánari upplýsingar á www.os.is, og hjá Orkusjóði, Borgum við Norðurslóð,
600 Akureyri í símum 569 6083 - 894 4280 - Netfang Orkusjóðs er jbj@os.is
^ að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja
og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda
^ að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar,
þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi
^ að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað
jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni
^ hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað
^ innlenda orkugjafa
^ vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis
^ öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar
^ rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar
^ atvinnusköpun
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2013
ORKUSTOFNUN
ORKUSTOFNUN
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Dreift í 28 þúsund eintökum á 350 dreifingarstaði
Vindmyllurnar við Búrfell
formlega gangsettar
Fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar
voru gangsettar í glampandi
sól og roki við hátíðlega athöfn
fimmtudaginn 14. febrúar.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, setti athöfnina
og fulltrúi framleiðandans, Eike
Gentsch sölustjóri Enercon, afhenti
Landsvirkjun vindmyllurnar
formlega til rekstrar. Þá gaf
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðherrann, Steingrímur J.
Sigfússon, höfuðstöðvum Enercon í
Þýskalandi heimild í gegnum síma
til að gangsetja vindmyllurnar.
Hörður Arnarson sagði
við tilefnið að eftirspurn eftir
endurnýjanlegum orkugjöfum í
heiminum hefði stóraukist og að
ákveðin tímamót væru í orkuvinnslu
á Íslandi við tengingu vindmyllanna
tveggja inn á raforkukerfi Íslendinga.
„Litið til framtíðar gæti vindorka
orðið þriðja stoðin í orkukerfi
Landsvirkjunar, ásamt vatnsafli og
jarðvarma. Áhugavert er að athuga
hvernig vindorka nýtist Íslendingum
í samspili með vatnsorku, en
sveigjanleiki vatnsorkunnar getur
aukið verðmæti vindorkunnar“.
Steingrímur sagðist í ræðu sinni
fagna þessu framtaki Landsvirkjunar.
Hrósaði hann fyrirtækinu fyrir þá
framsýni og metnað sem það sýndi
með þessu verkefni. Kvað hann
Landsvirkjun vera til fyrirmyndar
að feta þessa braut.
Rannsóknar- og þróunarverkefni
Vindmyllurnar tvær eru hluti af
rannsóknar- og þróunarverkefni
Landsvirkjunar á hagkvæmni
vindorku. Á næstu misserum munu
rannsóknir snúast um rekstur við
séríslenskar aðstæður, svo sem:
áhrif af ísingu, skafrenning, ösku
og sandfok ásamt áhrifum á dýralíf
og íslenskt samfélag. Auk þess
verður til almenn rekstrarreynsla
sem byggja má á, ef farið verður í
uppbyggingu á vindorku á Íslandi.
Eins og öll stór mannvirki hafa
vindmyllur óhjákvæmileg áhrif á
ásýnd umhverfisins. Varanleg áhrif
á heildarásýnd umhverfisins eru þó
ekki mikil í samanburði við aðra
virkjunarkosti. Vindmylla sem tekin
er niður skilur nánast engin ummerki
eftir sig.
Þetta svæði, sem gengur undir
nafninu „Hafið“, var valið þar sem
náttúruleg vindgöng liggja um svæð-
ið og vindhraði í 55 metra hæð er
að jafnaði 10-12 metrar á sekúndu.
Jarðstrengur lá fyrir um svæðið sem
vindmyllurnar hafa nú verið tengdar
við og eru þær nálægt starfsstöð
Landsvirkjunar í Búrfelli. Starfsfólk
Búrfellsvirkjunar mun annast dag-
legan rekstur vindmyllanna.
Vindmyllurnar eru framleiddar af
þýska fyrirtækinu Enercon, en undir-
ritaðir voru samningar um kaup á
þeim í júní á síðasta ári. Enercon
sérhæfir sig í framleiðslu gírlausra
vindmylla til notkunar á landi. Kostur
gírlausra vindmylla er sá að rafallinn
framleiðir rafmagn við færri snúninga
en við það eykst líftími vélarinnar og
orkutap og hljóðmengun minnkar.
Vindmyllurnar eru hvor um
sig 900 kW en samanlögð áætluð
raforkuvinnsla þeirra er um 5,4
GWst á ári. Sú orkuvinnsla svarar
orkuþörf um 1.200 heimila.
Vindmyllurnar ná fullu afli við
15 metra vindhraða á sekúndu en
stöðvast af öryggisástæðum ef vindur
fer upp fyrir 34 metra á sekúndu.
Mastur vindmyllanna er stálrör
sem mjókkar upp. Þvermál við
jörð er um 3,5 metrar og tæpir 2
metrar við topp. Efst á mastrinu er
framleiðsluhluti rafstöðvarinnar,
hverfill og rafall. Í neðsta hlutanum
er ýmis stjórnbúnaður, rofar og
spennar.
Hæð mastursins er 55 metrar og
hver spaði er um 22 metrar á lengd.
Þegar spaðinn er í efstu stöðu er
því heildarhæð vindmyllunnar 77
metrar, sem er aðeins hærra en
Hallgrímskirkjuturn.
Frá formlegri gangsetningu fyrstu vindmylla Landsvirkjunar.
Önnur af tveim vindmyllum Landsvirkjunar á Ha nu ofan við Búrfell.
Lambamerki
Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur, starfsþjálfunar – og endurhæfingar vinnustaður,
er eina fyrirtækið sem framleiðir merki fyrir búfénað á Íslandi.
Veljum íslenskt - það er allra hagur!
MICRO merki.
Bjóðum hin frábæru Micro lambamerki á mjög góðu verði. Lámarkspöntun er 10 stk.
Veittur er 10% afsláttur ef merki eru pöntuð fyrir 10. mars.
Hægt er að fá merkin í stökum númerum þ.e. þau þurfa ekki að vera í númeraröð.
Pöntunina skal þá senda í excelskjali, númer skráð í einn dálk.
Combi Nano lambamerki og örmerki.
Combi Nano merkin eru minni útgáfa Combi Mini merkja (ásetningsmerkja).
Mjög auðvelt er að lesa af merkjunum.
Annars vegar er hægt að fá þau sem venjuleg lambamerki þ.e. með blöðku beggja vegna. Hins vegar
er blaðka þar sem bæjarnúmer og einstaklingsnúmer er áprentað og henni fylgir hringur sem er endur-
nýtanlegur. Í hringnum er rafrænn teljari sem er örmerki. Notuð er Combi Junior EID töng til ísetningar.
Hægt er að fá merkin í stökum númerum þ.e. þau þurfa ekki að vera í númeraröð. Pöntunina skal þá
senda í excelskjali, númer skráð í einn dálk.
ATH Pantanir á Combi Nano merkjum verða að berast fyrir 20. mars til að tryggja að þau verði
komin fyrir sauðburð.
Vinsamlega takið fram
um hvers konar merki er að ræða
þegar pantað er.
Starfsþjálfunar - og endurhæfingar vinnustaður
Furuvöllum 1, 600 Akureyri.
Opnunartími:
Mánudaga – föstudaga, kl. 08.00-16.00
Sími 461-4606, Fax 461 2995 - Netfang pbi@akureyri.is