Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Vélabásinn Benz Citan: Benz blandar sér í slag litlu sendibílanna Fyrir nokkru frumsýndi Askja nýjan „sendibílsskutlu“ sem er ekki ósvipuð að stærð og Ford Transit Connect bíllinn sem ég prufuók í nóvember 2011. Bíllinn heitir Benz Citan og fæst í nokkrum útgáfum og þrem lengdum. Tvær lengri gerðirnar eru í boði hjá Öskju (minnsti bíllinn er ekki til á lager hjá Öskju eins og er) og tók ég styttri bílinn, sem er þó 4.321 mm langur, í smá prufuakstur. Prufuaksturinn var ekki langur, en ég reyndi bílinn við mjög mismunandi aðstæður á mismunandi vegum. Fyrst prófaði ég bílinn í mikilli hálku þar sem vegslóðinn var einn svellbunki og reyndi þar á spólvörnina, sem virkar eins og spólvörn er ætlað. Eini gallinn við spólvarnir er hversu fljótt maður missir ferðina á Benz vegna þess að þegar spólvörnin fer á missir maður allan kraft, þar sem spólvörnin er að vinna sitt verk með því að halda gripi á drifhjólin í svellið þarsem ekkert grip er að fá. Ef maður tekur spólvörnina af heldur maður ferðinni en ef ekið er yfir 50 km hraða fer spólvörnin sjálfkrafa á aftur. Fjöðrunin kom verulega á óvart Næst var það holóttur malarvegur með fullt af drullupollum, en þar kom fjöðrunin mér verulega á óvart. Flestir smásendibílar sem ég hef ekið með engan farangur hafa verið frekar lausir að aftan, en Citan er stöðugur og algjörlega laus við þennan leiðin- lega kvilla sem fylgir flestum smærri sendibílum. Malarvegahljóðið var ekkert mikið og hef ég keyrt marga sendibíla með meira malarvegahljóð. Eftir skvettukeyrslu í drullupollunum fór ég aftur fyrir bílinn til að skoða hversu mikill sóði hann er við sjálfan sig við þessar aðstæður og mér til furðu var bíllinn mun hreinni en ég bjóst við. Á bundnu slitlagi liggur bíllinn ekkert ósvipað og venjulegur fólks- bíll þrátt fyrir að vera mjög léttur að aftan (nálgast suma sportbíla í fjöðr- un á slitlagi). Sennilegast má þakka þennan mikla stöðuleika því að bíll- inn er með ESP-stöðuleikastýringu sem staðalbúnað. Í innanbæjarakstri er Citan lipur og þægilegur sem snattbíll í þungri innanbæjarumferðinni hér í Reykjavík. Þó fannst mér vanta aðeins upp á öryggistilfinninguna þegar ég bakkaði í stæði og hvorki bakkmyndavél né skynjarar sögðu mér hversu nálægt næsta bíl ég væri komin. Speglar á hliðum eru stórir og sýna ágætlega aftur fyrir bílinn, að undanskildum smá hluta beint fyrir aftan bílinn. Gott hleðslurými Hurðir að aftan eru stórar og opnast óvenju langt til hliðar þannig að hægt er að koma breiðum hlutum inn í bílinn (jafn breitt og innanmál hjólaskála). Þetta má þakka nettum afturljósum, en oft hefur mér fundist afturljós á bílum vera ótrúlega stór og ekki í neinu samræmi við bílana. Á þessum eru þau hins vegarfrekar mjó og há. Tvennt þyrfti að bæta Það var tvennt sem ég var ekki sáttur við, en stefnuljósarofinn finnst mér vera full neðarlega miðað við að flestir halda um stýrið ofarlega þá þarf maður að færa vinstri hendina niður til að ná að gefa stefnumerki. Hin athugasemdin er að mér fannst óþægilegt að spenna öryggisbeltið. Ég hélt fyrst að þetta væri klaufaskapur, en eftir að hafa prófað nokkrum sinnum komst ég að því að plássið fyrir hendina var einfaldlega aðeins of lítið. Nægur kraftur Krafturinn í vélinni er fullkomnlega nægur fyrir ekki stærri bíl, en 1,5 lítra 4ra strokka dísilvélin á að skila 90 hestöflum við 4.000 snúninga. Alls ók ég bílnum 69 km á meðalhraða upp á 39 km á klst. Samkvæmt aksturstölvunni í bílnum hafði ég eytt fjórum lítrum af dísilolíu og miðað við 100 km. akstur hefði ég verið að eyða 6,2 lítrum á hundraðið. Þar sem nokkrar stærðir eru í boði vil ég benda á vefsíðu umboðsins með nánari upplýsingar á slóðinni: www. askja.is. Verðið er fullkomlega sambærilegt við aðra sambærilega bíla frá öðrum framleiðendum og er grunnverðið á ódýrasta Benz Citan frá 3.490.000 með virðisaukaskatti. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar er við Hrafnagilsskóla, um 10 kílómetr- um sunnan við Akureyri. Laugin var vígð í ársbyrjun 2007. Áður var minni sundlaug á sama stað, byggð árið 1980. Sundlaugin stendur við Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar sveitar sem byggð var 1989 og þjóna bún- ingsklefar bæði íþróttahúsinu og sundlauginni. Ráðist var í endur- bætur á íþrótta miðstöðinni á sama tíma og sundlaugin var í byggingu og er öll aðstaða hin glæsilegasta. Öll mannvirki úti við eru sem áður segir ný. Hentar barnafjölskyldum sérlega vel Laugin sjálf er 10 x 25 metrar. Við hana er stór vaðlaug sem er ein- staklega skemmtilegt buslusvæði fyrir börnin en jafnframt notalegt sólbaðssvæði fyrir þá sem eldri eru. Að auki er við sundlaugina heit- ur pottur og eimbað, að ógleymdri stórri vatnsrennibraut sem ætíð er líf og fjör í kringum. Svæðið hentar sérlega vel barna- fjölskyldum, enda skipulagt þannig að afar gott er að sjá yfir það allt hvort sem er frá sundlaug, vaðlaug eða potti. Ókeypis fyrir börn yngri en 15 ára í laugina Ókeypis er fyrir börn yngri en 15 ára í laugina og sömuleiðis fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Sundlaugin er opin frá 6.30 til 21.00 á virkum dögum en frá 10.00 til 17.00 um helgar. Nánari upplýsingar má fá í síma 464-8140 eða með því að senda póst á netfangið sundlaug@ esveit.is. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagili Laugar landsins Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Bíllinn sóðar furðu lítið upp á sig að aftan á blautum malarvegi. Þægilegt er að lesa á mæla en stefnuljósa ro er full neðarlega. Með litla Citan-sendibílnum er Benz kominn með allar stærðir bíla í sendibíla óruna. Myndir / HLJ Hurðir að aftan eru stórar og opnast óvenju langt til hliðar. Nett afturljós auka rýmið í hleðsluplássi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.