Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Lesendabás Refur og minkur eiga sé ólíka sögu í landinu. Minkur er alvar- legur skaðvaldur í íslenski nátt- úru sem var fluttur til landsins til ræktunar, en slapp út í nátt- úruna snemma á 20. öldinni. Í framhaldinu breiddust minkar út um landið og tók um 40 ár að nema öll þau svæði, þar sem á annað borð er lífvænlegt fyrir tegundina. Kom minkurinn síð- ast í Öræfasveit á 8. áratugnum, enda sveitin afmörkuð stórfljót- um, og hafði hann þá breiðst út um all láglendi landsins. Refir eiga sér hins vegar annan bakgrunn, sem eina upprunalega landspendýrið í Íslandi. Refurinn er talinn hafa numið hér land á síðustu ísöld, löngu áður en menn settust að í landinu. Refurinn er einstakur og órjúfanlega tengdur íslenskri náttúru, og stofninn hér jafnframt sérstakur á heimsvísu vegna langvarandi einangrunar frá öðrum refastofnum. Þó þessar tegundir eigi sér ólík- an sess í landinu, hafa þær báðar áhrif á lífríki landsins, svo og á landbúnað og hlunnindanýtingu. Refir og minkar hafa verið veiddir um langa hríð og hafa veiðarnar verið kostaðar sameiginlega af ríki og sveitarfélögum. Fyrirkomulag veiðanna hefur verið töluvert til umræðu, ekki síst hvað varðar kostnaðarskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Þau sjónarmið hafa heyrst að fyrirkomulag veið- anna sé ekki nægilega markvisst eða samræmt, skýra þurfi verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og samræma aðgerðir einstakra sveitarfélaga. Ýmsir hafa bent á mikilvægi þess að skipuleggja betur þessi verkefni, skýra mark- mið og samræma aðgerðir. Vegna þess hve ólík sjónarmið eru uppi um veiðarnar hefur verið skipaður starfshópur undir forystu umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins, sem hefur það hlutverk að fara yfir núverandi fyrirkomulag refa- og minkaveiða og leggja fram tillögur um breytingar á fyrirkomulaginu eftir því sem starfshópurinn telur tilefni til. Auk fulltrúa umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins sitja í hópnum sveitarstjóri Skútustaðahrepps, og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu. Hópurinn á að skila sínum til- lögum eigi síðar en 1. október næstkomandi. Á þessu ári munu stjórnvöld leggja 30 milljónir króna til refa- veiða, sem mikilvægt er að ráð- stafað verði á markvissan hátt. Til lengri tíma litið hef ég væntingar til þess að vinna starfshópsins verði til þess að framkvæmd þess- ara verkefna verði markvissari, skýri betur hlutverk ríkis gagn- vart sveitarfélögum og samræmi framkvæmd þessa. Það er mín von að með þessu verði lagður grunnur að því að koma fyrirkomulagi refa- og minkaveiða í skynsam- legan farveg til framtíðar, í góðu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra Endurskoðun á fyrirkomu- lagi refa- og minkaveiða Með 3 milljónir á mánuði og aka um á lúxusjeppum Vorið 2009 afhenti ég forsætis- ráðherra undirskriftir 21 þúsund Íslendinga sem vildu taka til í lífeyrissjóðunum. Forsætis- ráðherra lofaði fundi en aldrei heyrðist í henni og ekkert gerðist og Alþingi hefur ekki hafið rannsókn á lífeyrissjóðunum, þó svo að það hafi verið samþykkt 63-0 að gera það. Ég hef birt auglýsingar í blöðum til að vekja athygli á aðbúnaði aldraðra en mér finnst það réttlátt að lífeyrissjóðirnir láti fé okkar sem greiða í þá í ný og betri hjúkrunarheimili. Ég hef gagnrýnt stjórnendur sjóðanna um margra ára skeið, en sjálfur gekk ég í lífeyrissjóð árið 1964. Það er meðal annars ótrúlegt að stjórnendur hafi sumir hverjir þrjár milljónir í laun á mánuði og aki um á lúxusjeppum. Gildi lífeyrissjóður Í auglýsingunum hef ég spurt hvort hugmynd mínar um að lífeyrissjóðirnir fjárfestu í búsetuúrræðum fyrir aldraða hefðu hugsanlega verið betri fjárfesting en að gambla á markaðnum. Svörin hafa verið þau að samkvæmt lögum mættu lífeyrissjóðirnir ekki fjárfesta á þennan hátt heldur ættu eingöngu að hámarka arðsemi og taka þ.a.l. meiri áhættu, það væri arðsamasta fjárfestingin. Í annarri auglýsingu bendi ég á að tekjurnar í Gildi, annars af tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins, voru um 21 milljarður en útgreiddur lífeyrir var hins vegar aðeins 7, 8 milljarður. Tveir þriðju af tekjunum urðu því eftir í sjóðnum. Hrein eign Gildis var þá um 241 milljarður. Sú upphæð ein og án vaxta, myndi duga til útgreiðslu lífeyris í 30 ár og 11 mánuði. Lífeyrissjóður verslunarmanna Greidd iðgjöld í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, annars af tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins um árið voru tæpir 16 milljarðar. Alls voru tekjurnar um 34 milljarðar en útgreiddur lífeyrir var aðeins rúmir 6, 8 milljarðar króna. Aðeins um fimmtungur var greiddur út. Lífeyrisþegar eiga að fá að njóta þessara tekna og lífeyristekjur verða að hækka. Ég hef kynnt mér stefnuskrá Hægri grænna, flokk fólksins, og get ég ekki séð annað en að þarna sé kominn stjórnmálaflokkur sem ætlar sér að taka á lífeyrissjóðunum og gera eitthvað fyrir gamla fólkið. Hægri grænir vilja: a) Kjaraskerðing aldraða sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð b) Lífeyrir aldraðra verði hækkað- ur um 20% c) Afnema skerðingu tryggingar bóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði d) Skattleysismörk hækkuð og ekkjuskattinn burt e) Stoppa allar hugmyndir um að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna f) Lífeyrissjóðir fjárfesti og fjölgi til muna búsetuúrræðum fyrir eldri borgara g) Erfanleg lífeyrisréttindi eins og í Frjálsa lífeyrissjóðum h) Sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum verða að fá atkvæðisrétt um stjórn á sínum eigin sjóðum i) Lífeyrisgreiðslur í almenna lífeyrissjóðakerfinu séu eign lífeyrisgreiðandans og ætti maki hans og börn að fá allan lífeyri greiddan við fráfall. Staðreyndir er að verkafólk og ellilífeyrisþegar fá ekki nóg út úr lífeyrissjóðunum sem eiga þó nóg af peningum. Íslenskur verkalýður verður að setja hnefann í borðið! Hvaða þýðingu hefur það að safna í digra sjóði meðan eldri borgarar þessa lands svelta? Setjum X við G og kjósum Hægri græna í vor, þeir eru með lausnirnar. Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Góu - Lindar Helgi Vilhjálmsson Kornrækt á Íslandi nemur nú um 15 þúsund tonnum á ári og fer ört vaxandi, en hægt er að stórauka íslenska kornrækt og þar með fullnægja byggþörf á íslenskum markaði, en víða er mikið af vannýttu landi, svo sem sjá má þegar maður keyrir um landið. Repjurækt er líka vaxandi og rannsaka þarf hvaða aðrar tegundir mætti rækta hér með arðbærum hætti. Nýja stjórnmálahreyfingin, XG - Hægri grænir, flokkur fólksins vill stuðla að sem bestu rekstrarumhverfi í landbúnaði og auka fjölbreytni í atvinnulífi hinna dreifðu byggða með öllum ráðum, en afkoma bænda er mjög misjöfn og langt undir því, sem hún þarf að vera svo störfin verði sem eftirsóknarverðust og eðlileg nýliðun megi verða. Blómleg byggð í sveitum landsins er dýrmætur hluti þjóðlífsins, sem við getum verið stollt af. Manni hlýnar um hjartarætur, þegar maður sér fallegar sveitir með gróið og velnýtt land. Lífrænn landbúnaður er framtíðin XG - Hægri grænir, flokkur fólksins vill móta framleiðslustefnu þar sem áherslur eru auknar á lífrænan landbúnað. Íslenskur landbúnaður ætti að byggja sem mest á vistvænu framleiðsluferli, sem lagað er að auðlindum landsins. Lífrænn landbúnaður hefur mjög jákvæða ímynd, en aukin framleiðsla hans getur styrkt búsetu með fjölbreyttari atvinnu og aukið möguleika á nýsköpun og fjölgun starfa, enda eru lífrænt ræktaðar afurðir sífellt eftirsóttari. Því þarf að draga markvisst úr eiturefnanotkun. Íslenskur landbúnaður verður að fá að þróast í góðri sátt við umhverfið og á grundvelli viðhorfa um haldbæra þróun og af þessum sökum ætti að forðast of mikla samþjöppun í landbúnaði og verksmiðjubúskap. Þótt almenningur sé yfirleitt ánægður með íslenskar landbúnaðarafurðir er samt sífellt þrýst á um framfarir á sviði allrar matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum hollusturæktunar og í þeim efnum þarf einnig mjög að líta til aukins þrifnaðar. Margt bendir því miður til þess að Ísland sé að verða eftirbátur í þróun á þessum sviðum þegar litið er til nágrannalandanna. Þessu verður að snúa við, þannig að landbúnaður og framleiðasla okkar skari fram úr. Á sama tíma er brýnt að marka einnig framtíðarstefnu um gróðurvernd, landgræðslu og skógrækt. Lægri raforkukostnaður nauðsynlegur Hvar sem því verður við komið, þá þarf raforkukostnaður í dreifbýli að lækka sem mest til jafns við það, sem gerist í þéttbýli og að stórnotendur fái orkuna á sem næst stóriðjuverði svo t.a.m. ilrækt nái að eflast og útflutningur gerður mögulegur. Efla verður rannsóknir á öðrum haldbærum orkugjöfum til landbúnaðarnotkunar og stefna að nýtingu þeirra. Rannsaka verður hvort hægt sé að nýta úrgang annarra atvinnugreina til áburðargerðar. Eftirlits og leyfisgjöld í landbúnaði verða einnig að lækka og stuðla að sem mestri hagkvæmni framleiðslunnar. Flokkurinn vill eindregið athuga möguleikana á því að ný áburðarverksmiðja verði byggð þar sem náttúruvænn áburður yrði framleiddur. Það væri hvoru tveggja gjaldeyrissparandi og þjóðhagslega hagkvæmt. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. Kornrækt og lífrænn landbúnaður Kjartan Örn Kjartansson Svandís Svavarsdóttir Hrunamannahreppur hefur fengið 700.000 kr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða til undirbúnings-, skipulags- og hönnunarvinnu til að bæta aðgengi og merkingar fyrir gangandi gesti austan megin að Gullfossi. Margir hafa staðið í þeirri trú að Gullfoss væri alfarið í Bláskógabyggð en svo er ekki. Skipulagsleg yfirráð yfir Gullfossi skiptast að jöfnu á milli tveggja sveitar félaga, það er að segja Bláskógabyggðar að vestanverðu og Hrunamannahrepps að austanverðu. Markmið með styrkveitingunni er að búa til nýjan og spennandi val- kost fyrir ferðamenn á Suðurlandi og draga úr álagi á aðra staði. „Það vill svo skemmtilega til að nákvæmlega helmingurinn af Gullfossi er í Hrunamannahreppi. Við erum að vinna að uppbyggingu okkar megin,“ segir Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. /MHH Styrkur til uppbyggingar á austurbakka Gullfoss – Fossinum er skipt upp milli tveggja sveitarfélaga Ein helsta náttúruperla landsins, Gullfoss, skiptist á milli tveggja sveitar- félaga; Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.