Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Bærinn stendur við Löngufjörur. Laufey Bjarnadóttir er upp- alin á Stakkhamri en Þröstur Aðalbjarnarson er frá Lundi í Öxarfirði. Laufey er þriðji ættliður sem býr jörðina. Um þessar mundir eru tíu ár síðan Þröstur og Laufey tóku við rekstrinum af foreldrum hennar, Bjarna Alexanderssyni og Ástu Bjarnadóttur. Síðan þá hefur verið byggt upp, tún ræktuð og gripum fjölgað. Býli? Stakkhamar. Staðsett í sveit? Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi. Ábúendur? Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börn eru Alexandra Ásta og Bjarndís Erla 4 ára skvísur – og Kolur hvers manns hugljúfi. Stærð jarðar? Fer eftir því hvenær er mælt, hvort um flóð eða fjöru er að ræða. Um 650 ha á flóði en 1.500 ha á fjöru. Gerð bús? Mjólkur- og kjötfram- leiðsla af nautgripum (ungkálfa- kjöt beint frá bónda), kindur og hestar til ánægju og yndisauka. Fjöldi búfjár og tegundir? Nautgripir 100 hausar, 20 kindur og 7 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrsta vers er að koma heima- sætunum í veg fyrir skólabílinn. Þá er farið í morgunverkin. Milli mála eru hin ýmsu tilfallandi störf innt af hendi og á þessum tíma grípur Laufey í tamningar. Kvöldverkin eru á milli 5 og 8. Vinnudagurinn endar með kvöldheimsókn í fjósið og kýrnar signdar. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það fer eftir því hver er spurður. Útreiðar eru vinsælastar hjá sumum og fjárrag hjá öðrum. Leiðinlegust eru veikindi í skepnum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður með svipuðu sniði. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við berum mikla virðingu fyrir þeim sem gefa sig að félagsmálum bænda en fleiri mættu vera virkari. Framvarðarsveit bænda þarf sífellt að vera á tánum. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Það fer eftir því hver mun halda á spilunum en grundvallaratriði er að halda sig utan ESB. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í tómötum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, mjólk, ostur, fetaostur og tómatar. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mismunandi kjötréttir. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Frú Agla reis á þriðja degi (páskadag) upp frá doða og átti marga kálfa eftir það. Svava Gunnarsdóttir hefur haldið úti matarblogginu ljufmeti.com frá því síðasta sumar og hefur lesendahópurinn vaxið hraðar en hana óraði nokkurn tíma fyrir í byrjun. Á síðunni, sem hún uppfærir daglega, má finna einfaldan og fjölskylduvænan mat úr hráefni sem auðvelt er að nálgast, en Svava veit fátt skemmtilegra en að dunda sér í eldhúsinu. Fylltar tortillaskálar › mjúkar tortillakökur (minni tegundin) › 1 bakki nautahakk › 1 poki taco-krydd › 1 dl vatn › ½ krús tacosósa › 1 dós refried beans › rifinn cheddar-ostur Aðferð: Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með taco-kryddi og hellið um 1 dl af köldu vatni yfir. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur á pönnunni. Hrærið taco-sósu og refried beans saman við og setjið til hliðar. Spreyið olíu (ég nota PAM) í möffinsform og setjið tortillakökur í þau (það er allt í lagi þó þær standi upp úr), fyllið þær með nautahakksblöndunni og stráið rifnum cheddarosti yfir. Setjið í 200°C heitan ofn í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með góðu salati, nachos og sýrðum rjóma, guacamole og salsasósu. Nutellaformkaka fyrir 2 › 2 ¾ bolli hveiti (420 g) › 2 ½ tsk. lyftiduft › ¼ tsk. salt › 1 bolli smjör við stofuhita (135 g) › 2 bollar sykur (465 g) › 4 stór egg › 1 bolli Nutella (300 g) › 1 bolli nýmjólk Aðferð: Hitið ofninn í 175°C og smyrjið formkökuform. Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti og leggið til hliðar. Hrærið saman í annarri skál smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt, það tekur um 3 mínútur. Hrærið einu eggi í einu saman við og þar á eftir Nutella. Setjið helminginn af þurrefnunum í deigið og helminginn af mjólkinni. Hrærið saman og endurtakið með afganginum af þurrefnunum og mjólkinni. Hrærið þar til allt hefur blandast en varist að hræra deigið of lengi. Setjið deigið, (sem er frekar þykkt), í smurða formkökuformið og bakið í 45-55 mínútur. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Bardúsar alla daga í eldhúsinu Alexandra Ásta og Bjarndís Erla 4 ára skvísur. Stakkhamar Brák og Ljósufjöll í baksýn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.