Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 3 1 4 7 7 9 8 2 6 6 7 3 2 9 2 1 8 1 3 5 6 2 9 1 3 2 3 5 9 8 1 7 6 8 5 7 8 6 4 2 8 6 4 2 8 3 1 9 4 2 3 7 2 8 5 2 2 9 9 6 1 3 5 7 4 8 1 9 1 4 15 4 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 6 Sóldís Kara Vela Grétudóttir er níu ára gömul og nemandi í Sand- gerðisskóla. Hún lætur sér sjaldan hún listdans fjórum sinnum í viku, Nafn: Sóldís Kara Vela Grétudóttir. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Sandgerði. Skóli: Sandgerðisskóli. skólanum? Tölva, enska, textíll og íþróttir. Kisan mín Eldar og svo eru hestar í uppáhaldi. Uppáhaldsmatur: Kjúklinga- salatið hennar mömmu. Uppáhaldshljómsveit: One Direction og ég elska Justin Bieber. Uppáhaldskvikmynd: Wild Child, Clueless og ég er mikill Vampire Diaries aðdáandi. Á margar góðar en sú dýrmætasta er þegar ég fór með mömmu, pabba og systkinum mínum í Disney World í Flórída. hljóðfæri? Já, ég er á listdansbraut þar fjórum sinnum í viku. Ég fer cornett og ég er í kór. Moviestar Planet og Bomb It. verður stór? Atvinnuballettdansari og hefur gert? Þegar ég fór í heljarstökk á trampólíni í fyrsta skipti. hefur gert? Mér þykir fátt leiðinlegt. vetur? Já, ég er að undirbúa mig fyrir dansbikarinn. /ehg Liverpool-barnahúfa PRJÓNAHORNIÐ Efni: Basak frá Garn.is Rautt nr. k-150 1 dokka Hvítt nr. k-010 1 dokka og smá spotti af einhverju svörtu garni með svipaðan grófleika 40 cm. hringprjónn nr. 4,5 Fitjið upp 84 L og tengið í hring. Prjónið 14 umf. stroff 2L sl og 2L br. Prjónið 1 umf. sl og fækkið í henni um 4L. Prjónið nú munsturbekkinn og athugið að svörtu blettirnir í boltanum eru saumaðir í eftir á, ásamt útlínum boltans. Prjónið því næst 35 umferðir sléttar með aðallit. Í næstu umf. er lykkjum fækkað um helming með því að prjóna 2 og 2 saman. Prjónið 1 umferð slétt og slítið garnið frá. Skiljið eftir góðan enda til að þræða í gegnum lykkjurnar og ganga frá í kollinn. Gangið frá öllum endum og saumið það sem á að vera svart. Til að gera húfuna hlýrri er sniðugt að fóðra hana með flísefni að innan en þá þarf að prjóna slétta rauða hlutann um 3-4 cm. lengri. Uppskrift eftir Helenu Eiríksdóttur FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ „Þykir fátt leiðinlegt“ 5 Sóldís Kara á margar góðar minnin- gar en sú dýrmætasta er frá því að hún fór með fjölskyldu sinni í Disney World í Flórída. Liverpool-barnahúfa. Prjónafjör Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli gaf út fyrir jólin bókina Prjónafjör en í henni eru 28 uppskriftir úr lopa, aðallega peysur. „Bókin mín er eins og risastórt fjölskyldualbúm en ég tók sjálf allar myndirnar og fyrirsæturnar í bókinni eru ættingjar og vinir en án þeirra og fjölda annarra hefði ég aldrei getað þetta. Ég bý á Hvolsvelli ásamt manninum mínum og börnunum okkar þremur, sem öll leika stórt hlutverk í bókinni. Ég er leikskólakennari og starfa í leikskólanum Örk í 100% vinnu sem deildarstjóri,“ segir Anna Kristín, sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á prjónaskap enda lærði hún að prjóna 5 ára gömul. Hrifin af íslenska lopanum „Framan af prjónaði ég aðallega ungbarnasett og flíkur úr fíngerðu garni. Fyrir um 3 árum hreifst ég af íslenska lopanum og hef nánast eingöngu prjónað úr honum síðan. Ég fór mjög fljótt að hanna mín eigin munstur og snið og fannst það miklu skemmtilegra en að fylgja uppskriftum. Að gamni mínu hóf ég að skrifa þær niður og síðan spurðist það aðeins út þannig að ég fór að prófa að selja þær á netinu. Það gekk bara nokkuð vel og uppskriftunum fjölgaði jafnt og þétt.“ /MHH Prjónafjör Anna Kristín Helgadóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.