Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. tekin til starfa: Öflugri leiðbeiningaþjónusta gerir ráðunautastarfið skemmtilegra Hjá hinu nýstofnaða fyrir- tæki Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins ehf. (RML) starfa tíu ábyrgðar menn hinna ýmsu búfjárræktarsviða. Ábyrgðar menn varðandi búfjár rækt eru Guðlaugur Antonsson, Einar E. Einarsson, Guðmundur Jóhannes son, Eyþór Einarsson, Karvel L. Karvelsson. Ábyrgðarmenn í nytjaplöntum eru Ægir Þór Þórsson, Eiríkur Loftsson og Ingvar Björnsson. Ábyrgðarmenn í rekstrarráðgjöf, hlunnindanýtingu og nýbúgreinum eru Jóhanna Lind Elíasdóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir. Með þessum breytingum eru ráðunautar sem áður heyrðu beint undir Bændasamtök Íslands orðnir starfsmenn hins nýja félags, sem er sjálfstæður rekstaraðili en í eigu BÍ. Starfsmenn RML eru síðan með starfsstöðvar víðs vegar um land en höfuðstöðvar félagsins eru á Hvanneyri. Búfjárræktin með fimm ábyrgðarmenn Nafn: Eyþór Einarsson. Starf: Ábyrgðarmaður sauðfjár- ræktar. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Þessum breytingum fylgir ákveðin naflaskoðun á störfum okkar ráðunauta, sem er mjög jákvætt. Síðan ættu þessar breytingar að leiða til þess að leiðbeiningaþjónustan verði öflugari og ráðunautastarfið skemmtilegra þar sem eitt af markmiðunum er að auka sérhæfingu ráðunauta og faglegan styrk þeirra. Áherslur á fyrsta ári: Faghópurinn hefur verið að vinna að því að ramma inn þau verkefni sem tilheyra sauðfjárræktinni og velta fyrir sér nýjum verkefnum ásamt því að marka stefnu til næstu þriggja ára. Þessari vinnu mun ljúka að mestu á fundi RML á Selfossi í næstu viku og eftir það er hægt að úttala sig um áherslubreytingar. Nafn: Einar Eðvald Einarsson. Starf: Ráðunautur í minkarækt. Starfsstöð: Skagafjörður. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Eru í vinnslu. Áherslur á fyrsta ári: Að bæta ráðgjöf við minkabændur á Íslandi. Nafn: Guðlaugur V. Antonsson. Starf: Ábyrgðarmaður og ráðu- nautur í hrossarækt. Starfsstöð: Hvanneyri. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Skýrari skipting verkefna, auknir möguleikar á utanumhaldi allra þátta m.a. rekstrarafkomu. Áherslur á fyrsta ári: Í fyrsta lagi að halda sjó og í öðru lagi að leggja á ráðin um útvíkkun þjónustunnar. Nafn: Guðmundur Jóhannesson. Starf: Ábyrgðarmaður í nautgripa- rækt. Starfsstöð: Selfoss. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Í nýju skipulagi felst eins og ætíð aragrúi tækifæra þó að menn komi sjálfsagt til með að sakna gamla skipulagsins til að byrja með. Nýtt skipulag mun með tímanum gefa okkur færi á aukinni sérhæfingu sem leiðir vonandi til betri og markvissari ráðgjafar. Áherslur á fyrsta ári: Í sjálfu sér er maður það nýbyrjaður að áherslurnar eru í mótun. Eitt af áhersluatriðunum hlýtur samt að vera að reyna að fá fleiri til virkrar þátttöku í ræktunarstarfinu í nautgriparæktinni og auka gæði skýrsluhaldsins og þeirrar vinnu sem fram fer innan ræktunarstarfsins. Gott samstarf við bændur er mjög mikilvægt ef árangur á að nást. Nafn: Karvel Lindberg Karvelsson. Starf: Ábyrgðarmaður í alifuglarækt og svínarækt. Starfsstöð: Hvanneyri. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Ég bind miklar vonir við aukna teymisvinnu ráðunauta, sem er lykilatriði varðandi þverfaglega ráðgjöf, en það er sérstaklega mikilvægt þeim greinum þar sem fáir ráðunautar hafa verið starfandi. Meiri samvinna ráðunauta á landsvísu og meiri sérhæfing til dæmis í fóðrun, rekstri og bútækni mun nýtast vel í ráðgjöf í svína og alifuglarækt. Það verður lögð meiri áhersla á erlenda tengingu og þekkingaryfirfærslu sem mun nýtast bændum í þessum greinum. Áherslur á fyrsta ári: Lögð verður sérstaklega áhersla á að halda áfram að byggja upp ráðgjöf í þessum greinum í samvinnu við óskir bænda. Nýta þá þekkingu sem er innan RML og efla hana enn frekar með því að efla og byggja upp samstarf og samvinnu við erlenda ráðgjafa. Á nytjaplöntusviði eru þrír ábyrgðarmenn Nafn: Eiríkur Loftsson. Starf: Ábyrgðarmaður fóður- ráðgjafar. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Hvað þetta varðar má nefna tvennt. Annars vegar verða vonandi aukin tækifæri fyrir ráðunauta að einbeita sér að afmörkuðum þáttum á sínu starfssviði og auka þekkingu sína á þeim. Hins vegar ætti að verða auðveldara að efla skipulagt samstarf ráðunauta við að veita bændum heilstæða ráðgjöf á öllum þeim sviðum sem snúa að búrekstrinum. Áherslur á fyrsta ári: Að taka saman hvaða ráðgjöf bændum hefur staðið til boða varðandi fóðrun vítt og breitt um landið og bæta enn frekar þá ráðgjöf sem verið hefur í boði. Geta þannig boðið bændum í öllum búgreinum upp á góða fóðurráðgjöf og fóðuráætlanir. Vekja athygli bænda á mikilvægi góðs skipulags varðandi fóðuröflun og fóðrun og hvernig RML getur orðið þeim að liði við þá vinnu. Vinna að því að þau verkfæri, reiknitöflur o.fl. sem ráðunautar þurfa við vinnu sína séu alltaf skilvirk og góð. Nafn: Ingvar Björnsson. Starf: Ábyrgðarmaður jarðræktar. Starfsstöð: Akureyri. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Með sameiginlegri ráðgjafarþjónustu ætti að vera hægt að nýta betur sérþekkingu einstakra starfsmanna. Auðveldara verður að samræma vinnubrögð á milli landshluta og aðgengi bænda að ráðgjöf verður síður háð búsetu. Áherslur á fyrsta ári: Megin- viðfangsefni fyrstu mánuðina verður að hlúa að þeim nánu tengslum sem ríkja á milli bænda og ráðunauta og sannfæra bændur um að nýtt fyrirkomulag skili þeim sömu eða betri þjónustu og áður. Verkefni jarðræktarinnar eru mörg og brýn. Jarðræktin og fóðuröflunin er undirstaða hins hefðbundna búskapar og stærstu útgjaldaliðir bænda tengjast fóðuröflun og – kaupum. Meginverkefni ráðgjafar í jarðrækt er að auka hagkvæmni fóðuröflunar og markmið RML verður að bjóða upp á heildstæða ráðgjöf í fóðuröflun með hagkvæmni að leiðarljósi. Tækifæri í jarðrækt eru mörg og jarðræktarráðunautar RML ætla að vera í fararbroddi þeirra sem sækja á miðmöguleikana. Nafn: Ægir Þór Þórsson. Starf: Ábyrgðarmaður garðyrkju. Starfsstöð: Reykjavík. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Með breyttu skipulagi eru möguleikar á aðkomu fleiri ráðunauta að þjónustu við garðyrkju- bændur. Það er mikilvægt að efla ráð- gjöf á sviðinu enda er garðyrkjan stór þáttur í íslenskum landbúnaði en nýtur þó mikillar sérstöðu. Áherslur á fyrsta ári: Ég geri ráð fyrir að ráðgjöf til garðyrkjunnar verði með svipuðu sniði og undan- farin ár þar sem lögð hefur verið áhersla á að styrkja greinina, m.a. með samstarfi við erlenda sér- fræðinga. Ýmsar nýjungar eru þó á döfinni, t.d. munum við koma að innleiðing á gæðakerfi að frumkvæði Sambands garðyrkjubænda. Rekstur, hlunnindi og nýbúgreinar eru með tvo ábyrgðarmenn Nafn: Jóhanna Lind Elíasdóttir. Starf: Ábyrgðarmaður rekstrar- ráðgjafar. Starfsstöð: Reykjavík. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Fjölbreyttari þjónusta við bændur sem byggir á samvinnu sér- fræðinga með mismunandi þekkingu og reynslu. Sama þjónusta í boði fyrir bændur á landinu öllu. Áherslur á fyrsta ári: Að skipuleggja samstarf, samræma vinnubrögð og tryggja samvinnu þvert á svið. Þróa afurðir og þjónustu fyrir bændur í samstarfi við önnur fagsvið, bændur og búgreinafélög. Finna leiðir til að tryggja skilvirkni í samskiptum bænda og ráðunauta svo bændur fái þá þjónustu sem þeir óska og ráðunautar fái að vita hvaða óskir og þarfir bændur hafi um þjónustu. Nafn: Guðfinna Harpa Árnadóttir. Starf: Ábyrgðarmaður þjónustu. Starfsstöð: Egilsstaðir. Tækifæri sem felast í breyttu skipulagi: Tækifærin sem felast í breyttu skipulagi eru óteljandi en fyrir bændur verður þetta skipulag fyrst og fremst til bóta vegna þess að þeir geta nú sótt ráðgjöf til starfs- manna sem best geta skilað ráðlegg- ingum til baka, sérfræðinga sem munu starfa á landsvísu sem smátt og smátt verða öflugri í samstarfi við bændur. Áherslur á fyrsta ári: Þær verða nú fyrst fremst að ná saman starfsmannahópnum og skilgreina þar ákveðnar línur og vinna grunnvinnu varðandi skiptingu verkefna og nýsköpun í verkefnum sem bændur kunna að hafa áhuga á. Hrossaræktarfundir Almennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20.30. Mánudaginn 25. febrúar Félagsheimili Sleipnis, Selfossi. Þriðjudaginn 26. febrúar Reiðhöllinni, Víðidal, Reykjavík. Mánudaginn 4. mars Gistihúsinu, Egilsstöðum. Þriðjudaginn 5. mars Mánagarði, Hornafirði. Fimmtudaginn 7. mars Ásgarði, Hvanneyri. Frummælendur verða Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, og Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktar- ráðunautur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.