Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013
Skrumskæling lýðræðis er leiðin
til glötunar. Að telja fólki trú
um að það að setja ,,X“ á blað
á fjögurra ára fresti hafi mikið
með lýðræði að gera hlýtur að
vera einhver mesta blekking
sögunnar. Þessi blekkingarleikur
elur af sér samþjöppun valds og
einhæfni í lagasetningu.
Kjörnir fulltrúar tengjast
vafasömum skúmaskotum þröngra
sérhagsmuna. Hrossakaup og
baktjaldamakk er partur af pólitískri
tugþraut. Dómarar vel valdir og
skipaðir. Embættismannakerfið
rótgróinn fléttulisti fjórflokksins.
Vinavæðingin þéttriðin.
Ráðningaferli seðlabankastjóra
lélegur brandari til áratuga.
Forseti Íslands er eini þjóðkjörni
fulltrúinn í æðstu valdastöðu.
Ráðamenn ræða helst við þjóðina
í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla
bítur seint og illa. Þar er bæði um
að kenna hagsmunatengslum í
bland við þekkingar- og tímaskort.
Einstaka starfsmenn fjölmiðla
virðast hafa einlægan vilja til
upplýsingagjafar og eiga hrós
skilið fyrir viðleitni, en það ristir
sjaldan djúpt og gerir lítið gagn.
Umfjöllun fjölmiðla, í undanfara
bankahrunsins árið 2008, segir
allt sem segja þarf. Mér er til efs
að einhver hafi spurt opinberlega
,,hver ber ábyrgð á Icesave ef illa
fer?“ svo dæmi sé tekið. Einfaldar
spurningar af þessu tagi hefðu
mögulega getað sparað íslensku
þjóðinni umtalsverða fjármuni og
tíma.
Fulltrúar þjóðarinnar?
Kjörnir fulltrúar ættu að tryggja
ríkisbúskapinn en tekst það mjög
takmarkað, að mínu mati. Ástæðan
er sennilega valdagræðgi, eigin-
hagsmunapot og skortur á fjár-
málalæsi. Eitt er þó verra en gjör-
samlega gagnslaus snyrtipinni
og jafnvel skaðvaldur í sölum
Alþingis. Það er illa upplýstur
kjósandi, sem kemur honum til
valda. Miðað við núverandi lýð-
ræðisfyrirkomulag má líkja þessu
við barn, sem kaupir áfengi handa
virkum alkóhólista. Ekki fögur
mynd. Allt of fáir taka allt of stórar
ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar,
sem þjóðin er illa upplýst um,
skilur lítið í og skiptir sér lítið af.
Lýðræði, flokksræði, ráðherra-
ræði, foringjaræði, þingræði,
peningaræði og önnur hugtök af
svipuðum toga, hafa verið notuð
til þess skilgreina grundvöll hins
þrískipta valds, sem við búum við.
Grunnurinn er hinsvegar skaðræði,
sem leynist í núverandi lýðræðis-
fyrirkomulagi. Birtingarmyndin er
fulltrúalýðræði með þingbundinni
stjórn. Hversu gagnlegt var það í
aðdraganda bankahrunsins? Við
verðum að breyta fyrirkomulaginu
frá skaðræði til raunverulegs lýð-
ræðis, í besta skilningi þess hug-
taks. Ég skora á frambjóðendur,
hvar í flokki sem þeir standa, að
pólitískt láti þeir hvorki hóta sér
né kaupa, heldur standi í lappirnar
á grundvelli almannahagsmuna,
ásamt því að fullnægja kröfu um
fjármálalæsi.
Úrbætur
Fjármálaöryggi þjóðarinnar á
að hámarka en ekki kollvarpa.
Kjósendur verða að gera kröfur
til frambjóðenda. Það er að hluta
kjósendum að kenna, eða þakka,
hvernig fer. Hugtökin hægri og
vinstri virðast skipta fólk litlu
máli, sem reynir frekar að átta
sig á hvað snýr upp og hvað snýr
niður. Á þessu þarf að skerpa.
Stefnu ráðandi afla verða að fylgja
skýr skilyrði. Í stjórn sýslunni
þarf harðari varnagla. Hér verða
að eiga sér stað áþreifanlegar
úrbætur, t.d. á fjármálakerfi,
hagstjórn, lýðræði, umfjöllun
fjölmiðla um stjórnmál og fjármál,
auk kennslu í fjármálalæsi á öllum
skólastigum. Venjulegir kjósendur
og skattgreiðendur geta ekki
setið aðgerðalausir. Okkur ber
siðferðileg skylda til þess að sinna
öflugu aðhaldi og virku eftirliti,
ásamt því að krefjast úrbóta og
fylgja þeirri kröfu eftir. Orðin tóm
eru aum en verkin tala best. Öll
verðum við að leggja lóð okkar
á vogarskálina, ekki vegna þess
sem við fáum, heldur þrátt fyrir
að færa fórnir. Í þeirri frómu ósk
felst hagur þjóðarinnar, öryggi og
styrkur.
Pétur Fjeldsted Einarsson
Í stjórn Hægri grænna
info@peturfjeldsted.is
X Blekkingarflokkurinn
Veiðifélög eru stofnuð að öllum þeim
sem að vatnasvæði liggja. Þau eiga að
sjá til þess að umgangur og afrakstur
vatnasvæðis sé með skipulögðum
hætti til að stunda sjálfbæran búskap
þar sem allir aðilar séu jafnsettir.
Húsfélög í fjölbýlishúsum eru
stofnsett af sömu nauðsyn. Þau fara
með sameiginlega hagsmuni félaga
þar sem á engan skal hallað. Innan
veiðifélaga hafa samt verið stofnaðar
veiðideildir þar sem sérstakar
uppeldisstöðvar nytjafiska liggja að.
Þeir sem þær stofna sitja yfirleitt einir
að sölu veiðileyfa fyrir sínum árbökkum
en eru samt félagar í veiðifélaginu og
gera sig manna breiðasta á aðalfundum
veiðfélagsins.
Reynum að sjá samhengi í þessu
tvennu með tilbúnu skálduðu dæmi og
svo raunverulegu.
12 hæða blokk
Hugsum okkur 12 hæða íbúðablokk.
Lög um fjölbýli gilda um þessa blokk
eins og aðrar.
Á efstu hæð í 12 hæða blokk býr
framtakssöm fjölskylda. Hún auglýsir
að gegn greiðslu gjalds geti menn
fengið að snæða fiskrétti sem hún eldar
á sinn hátt. Menn komi með fiskinn
sjálfir og eldi að nafninu til sjálfir á vél
sem er tengd við rafkerfi stigagangsins
en ekki íbúðarinnar. Það eina sem gestir
eru rukkaðir fyrir er afnot af húsnæði
og sérstökum gulldiskum sem er ekki
vsk-skylt.
Þetta verður óhemju vinsælt og fólk
flykkist að. Ódýrara en veitingahús sem
bera 7% vsk. Mikil umferð er um lyftur
og stiga, sem þó allir íbúar greiða fyrir.
Fyrir utan kostnað vegna stigahússins
og lyftunnar eru bílastæði upptekin fyrir
utan, mikið tyggjóálág á stéttunum,
viðhald lyftu er stóraukið o.s.frv. Aðrir
íbúar hússins fá enga hlutdeild í góðum
tekjum efstu hæðar.
Íbúi á 2. hæð er kannski framtaks-
samur og hann reynir að sannfæra gesti
um að fara ekki ofar og koma með sinn
fisk til sín. Hann leggur út skrautlegar
auglýsingar á netgrunna sem allir geta
séð. Íbúar efstu hæðar verða ókvæða við
þessu og reyna að fá bæjaryfirvöld til
að hindra þetta áreiti. Þeir eigi gestina
sem eins konar kvóta þar sem þeir
hafa veitinga(veiði)reynslu. 2. hæð sé
að taka frá þeim gesti sem þeir eiga
vegna veiðireynslunnar.
Efsta hæð fær Landssamband
Veitingahúsa til að beita sér í
Bændablaðinu og beita þrýstingi á
allan hátt. Jafnvel fá þingmenn til að
leggja fram lagafrumvörp á Alþingi
gegn íbúanum á 2. hæð.
Tungufljótsdeild Veiðifélags
Árnesinga
Dæmið um húsfélagið og 12 hæða
blokkina má líka bera saman við
vatnasvið Ölfusár og Hvítár sem nær
milli Þingvallavatns og Sogs austur fyrir
Gullfoss í Hvítá og frá Stóru-Laxá og til
sjávar. Á þessu svæði starfar Veiðifélag
Árnesinga. Það hefur látið afskiptalausa
starfsemi sérstakra svokallaðra
veiðideilda ofarlega á þessum svæðum.
Í Tungufljóti í Bláskógabyggð
sem er í efsta hluta gríðarlega þessa
viðfeðma vatnaviðs Hvítár fer fram
svipað leikrit og áður var lýst með
húsfélaginu í 12 hæða blokkinni.
Þar stofnuðu nokkrir framtakssamir
bændur efst á vatnasvæðinu veiðideild,
svokallaða Tungufljótsdeild, innan
(húsfélagsins) Veiðifélags Árnesinga.
Þeir gerðu samning við landskunnan
og framtakssaman aðila, Lax-Á og
Árna Baldursson, um að setja upp
stórkostlegt fiskiræktarævintýri sem
þeir kölluðu svo í Tungufljóti.
Líffræðilega er ekki um annað en
hafbeitarverkefni að ræða sem höfundar
kjósa að kalla fiskirækt. Ástæðan er að
Tungufljót býður ekki náttúruskilyrði
fyrir laxsastofn. Sem blasir auðvitað
við því annars hefði alltaf verið þarna
lax af náttúrunnar hendi. En svo hefur
aldrei verið eins og allir vita og Jón
Kristjánsson fiskifræðingur benti
stofnendum Tungufljótsdeildar á þetta
á undirbúningsstofnfundi deildarinnar
í Aratungu. Áin er einfaldlega of köld,
straumhörð og gróðurvana til að lax
fái þar þrifist. Staðbundin harðger
bleikjustofn hefur hinsvegar lifað í ánni
um aldir og hefur veiðst talsvert bæði í
net og á stöng, sem Bergstaðamenn og
fleiri hafa árlega nýtt sér.
Þetta hafbeitarverkefni í Tungufljóti
gekk vel enda er Árni vanur maður.
Þarna varð til stórkostleg stangveiði
í laxi sem mokseldist. Allir fiskar að
mestu jafnstórir enda jafngamlir og
fjöldinn í hlutfalli við sleppinguna.
Bændur neðar á sameiginlega vatna-
svæðinu í ánni veiddu sjálfsagt líka
meira í netin sín og lax veiddist á
stöng þar sem ekki veiddist lax áður.
En auðvitað veiddist mest næst við
sleppistaði laxins eins og eðli hans er.
Neðan við Faxa hnappaðist laxinn en
virtist illa komast upp stigann gamla.
Tungufljótsdeild og Lax-Á kostuði
seiðin alfarið og seldu veiðileyfin. Aðrir
við fljótið veiddu auðvitað fyrir sig í
smáum stíl og töldu sig vera í sínum
góða rétti fyrir eigin landi. En þeir í
nýju deildinni sáu fljótt ofsjónir yfir
veiðum annarra og sendu til dæmis
lögreglu á Bergstaðamenn og sagði
þá veiðþjófa þótt þeir væru á eigin
landi. En Bergstaðir eru næsti bær við
sleppistaðinn og bakkarnir þeim megin
eru langtum bestir til veiðanna.
Bergstaðamenn voru frá upphafi
mótfallnir stofnun Tungufljótsdeildar og
þá aðallega af líffræðilegum forsendum.
Þeir töldu bleikjustofninum verða hættu
búna af hafbeitarverkefninu sem og
því miður varð raunin. Þeir renndu að
sjálfsögðu stöng og netum eins og þeir
voru vanir að gera áratugum saman
fyrir bleikjuna. En nú kom aðeins lax
á veiðarfærin allt til þess að lögregla
kom og bannaði þeim alla veiði í ánni
sem þeir héldu fram að þeir ættu rétt til
fyrir sínu landi.
Landeigendur, á Bergstöðum,
vildu heldur ekki una miklum ágangi
veiðimanna á vegum Lax-Ár á landi
sínu sem liggur að veiðisvæðinu.
Tungufljótsdeildarmenn sendu
menn óhikað í óleyfið og sögðu að
Bergstaðamenn væru skyldaðir til
að vera aðilar að deildinni sem þeir
vildu hvorki vera í né stofna. Enga
arðskrá fyrir Tungufljótsdeild lögðu
forsvarsmenn fram svo að fyrsta
afgjaldið frá Lax-Á lenti í fjárhirslum
forystumanns deildarinnar og liggur þar
enn að sögn. Líklega kemur það aldrei
til úthlutunar meðal landeigenda.
Bergstaðamenn hafa frá upphafi
talið að lögin væru skýr um það,
að annaðhvort starfaði Veiðifélag
Árnesinga allt í deildum eða ekki. En
á það var ekki hlustað frekar en annað.
Tungufljótsdeild heldur því áfram með
ágang sinn.
Nú kemur skyndilega fram frumvarp
á Alþingi að nýjum veiðilögum.
Einhverjir héldu að þarna væri um
framför að ræða sem leiddi til þess að
veiðifélög myndu eftirleiðis annaðhvort
starfa öll í deildum eða ekki. En
framkvæmdin ætlar að verða sú að
þetta sé aðeins til að festa starfsemi
svokallaðrar Tungufljótsdeildar í sessi.
Rétt eins og í húsfélaginu í blokkinni
sem fyrr var lýst virðast nú mega vera
veiðideildir sumstaðar en annarsstaðar
ekki, þar sem bændur ráðstafa veiði
hver fyrir sínu landi og hirða allan arð
af án tillits til þeirra sem búa á neðri
byggðum í þessu fjölbýli.
Veiðifélag Árnesinga
Veiðifélag Árnesinga verður skiljanlega
að stjórna allri sleppingu seiða á öllu
vatnasvæðinu. Enginn er til þess
bær annar. Sleppingar hófust samt í
Tungufljóti án þess að tilskilin leyfi
hefðu verið fengin. Sú staða kom því
upp að Veiðifélag Árnesinga taldi sig
ekki geta samþykkt áframhaldandi
óheftar seiðasleppingar í Tungufljót ár
hvert. Ýmsir drógu líka í efa að uppruni
seiðanna sem sleppt var í ána væri af
Hvítárstofni. Féll seiðaslepping því
niður um tíma.
Þá dó það, sem kallaðist af þeim
sleppingamönnum „laxastofninn í
Tungufljóti“, umsvifalaust út. Og því
miður, bleikjustofninn, sem var þar fyrir
og hafði verið þar frá örófi alda, virðist
nú útdauður af völdum sleppilaxsins
þessi sumur sem seiðum var sleppt.
Allavega sést engin bleikja við ítrekaðar
kafanir á vegum Bergstaðamanna í ánni.
Staðan er einfaldlega sú í
veiðimálum þarna efra að nú veiðist
ekkert í Tungufljóti, hvorki lax né
bleikja og verður þannig þangað til
að stórsleppingar laxaseiða eða þá
bleikjuseiða hefjast að nýju. Auk
þessa sást all vel að laxinn gekk lítið
eða ekki upp stigann í Faxa sem þá er
ekki að virka eins og skyldi þrátt fyrir
yfirlýsingar um að hann hefði verið
endurbættur í tilefni af hafbeitinni.
Vatnasvæðum eins og Ölfusár
og Hvítár er sem fyrr segir reynt að
stjórna með stofnsetningu Veiðifélags
sem eru sambærileg við húsfélög í
fjölbýlishúsum. Þau eiga væntanlega að
stuðla að því að menn nýti sameiginlega
auðlind án þess að ganga á rétt annarra.
En því er ekki að heilsa í Tungufljóti.
Þar beita bændur í veiðideildinni
nágranna sína ofríki, vaða yfir þá
hiklaust og krefjast þess að þeir láti
land sitt möglunarlaust undir þessa
starfsemi þeirra án þess að nokkur
tilraun sé gerð til að ræða málin. Fer
oddviti sveitarstjórnar fyrir flokknum
með þessum hætti og sparar sig hvergi.
Stofnun svonefndrar Tungufljótsdeildar
fór líka fram með þeim hætti að
sumir bæir komu með fleiri atkvæði
en aðrir töldu að þeim bæri og hafa
Bergstaðamenn lengi haldið því fram
að deildin sé ólöglega stofnuð.
Í reynd er þetta sumstaðar þannig á
vatnasvæðum, að á veiðistöðum sem
tengjast uppeldisstöðvum laxins, mynda
menn svokallaða veiðideild sem hirðir
allan ágóða af laxveiðinni sem þar fer
fram. Svo er um Stóru-Laxárdeild sem
er einnig á vatnasvæðinu. Aðrir sem
eiga aðeins lönd að umferðarbrautum
laxsins leggja sumir net til að reyna
að ná sér í hlutdeild í laxatraffíkinni
eða veiða á stöng við hávær mótmæli
deildafólksins..
En sú fiskirækt sem Veiðifélag
Árnesinga ætti auðvitað að standa
fyrir er aðeins í mýflugumynd miðað
við það sem ætti að vera. Enda félagið
staurblánkt og máttlaust vegna þess að
engin heildarstjórnun á sér stað.
Það er alrangt hjá þeim Hreggviði
og Lýði í grein í Bændablaðinu 3.
tölublaði 2013 að Bergstaðamenn
hlakki yfir þessari stöðu. Þvert á móti
vilja Bergstaðamenn efla Veiðifélag
Árnesinga með öllu móti en eru á móti
sérgæsku deildabrölts.
Samantekt
Allir ættu sjá að þetta fyrirkomulag er
fyrrkomulag ójöfnuðar alveg eins og
dæmið um húsfélagið hér að ofan. Menn
ættu ekki að geta nýtt sameiginlega
auðlind án þess að allir aðilar komi að
í einu veiðifélagi. Sanngirni ætti að ráða
því hvernig skipt væri. En höfuðatrið
er að það er Veiðifélag Árnesinga
sem á að fara með öll veiðimál og
stjórna auðlindinni öllum til góða.
Ekki einstakir smákóngar eins og við
Tungufljót og Stóru-Laxá.
Eða til hvers er þá Veiðifélag
Árnesinga eiginlega? Spyr sá sem ekki
veit við þessar aðstæður.
Veiðifélag Árnesinga ætti í huga þess
sem hér skrifar að vera öflugt félag sem
stundaði fiskirækt í stórum stíl, seldi
veiðileyfi og ræki eftirlit og þjónustu.
Mokveiði yrði þá um allt vatnasvæðið
öllum til hagsbóta og allir legðust á eitt
að laða að sér veiðimenn.
Náttúrulegir laxastofnar myndu
myndast þar sem skilyrði leyfðu.
En í stað þess er Veiðifélag
Árnesinga lítið félag með svo þröngan
fjárhag að engar nýjungar komast
að meðan einstöku laxveiðigreifar á
vatnasvæðinu græða fyrir sig eingöngu.
Í framhaldsgrein verður þetta rakið
nánar.
Halldór Jónsson
Af húsfélögum og veiðifélögum
Pétur Fjeldsted Einarsson
Með setningu laga um landshluta-
verkefni í skógrækt árið 1999,
mörkuðu stjórnvöld þá stefnu
að stórauka skógrækt í landinu.
Samkvæmt lögunum var mark-
mið verkefnanna að skapa skógar-
auðlind á Íslandi og treysta með
því byggð og efla atvinnulíf.
Ræktaður skyldi skógur á a.m.k.
5% af láglendi landsins.
Niðurskurður ekki alfarið
kreppunni að kenna
Nú eru liðin á fjórtánda ár frá þess-
ari lagasetningu og skógarbændur
hafa sannað að auðveldlega er hægt
að uppfylla markmið laganna segir
á heimasíðu Norðurlandsskóga.
Stjórnvöld hafi hins vegar ekki
staðið við sinn hlut, þar sem fjár-
veitingar hafa verið skornar niður
allt frá árinu 2005, þannig að ekki
er hægt að kenna kreppunni alfarið
um niðurskurð til skógræktarmála
í landinu. Stjórnvöld voru byrjuð
að skera niður á góðæristímum
þegar smjör virtist drjúpa af hverju
strái í landinu. Skiljanlega hefur
skógræktarstarfið þurft að taka á
sig skerðingar eins og aðrir í kjölfar
efnahagshrunsins, en skógræktin
hefur þó verið meðhöndluð mun
harkalegar í þeim aðhaldsaðgerðum
en önnur sambærileg verkefni hins
opinbera.
Vonandi hafa stjórnvöld kjark
„Nú hlýtur að vera komið að því að
skógrækt í landinu fái leiðréttingu
sinna mála og framlög til landshluta-
verkefnanna og annarrar skógræktar-
starfsemi í landinu verði hækkuð
verulega á næstu árum. Það er hag-
kvæmt fyrir þjóðarbúið í heild að
auka skógrækt.
Vonandi hafa stjórnvöld kjark
til þess að líta til framtíðar og
fjárfesta í auðlind sem á eftir að
skila komandi kynslóðum arði og
auknum lífs gæðum,“ segir á vef
Norðurlandsskóga. /MÞÞ
Samdráttur í skógrækt – tugir
ársverka hafa tapast