Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Undanfarin ár hefur kaupgeta Kínverja aukist jafnt og þétt. Samhliða hefur neysla aukist og þegar horft er til landbúnaðar- vara kemur aukningin meðal annars fram í stóraukinni mjólkurvöruneyslu. Þarlendir kúa bændur ná engan veginn að framleiða nóg til þess að anna eftirspurninni og því er inn flutningur mjólkurvara undir staða neyslunnar. Inn- flutningurinn virðist vaxa ár frá ári og þrátt fyrir að á hverju ári séu stofnsett mörg risa kúabú þá dugar það ekki til þess að metta fjöldann, enda marga að metta þar sem um fimmtungur íbúa heimsins býr í Kína. Hafa fjórfaldað framleiðsluna Upp úr síðustu aldamótum hófst eins konar gullöld mjólkur- framleiðslunnar í Kína þegar hún jókst ár frá ári. Frá árinu 2000 hefur mjólkurframleiðslan í Kína fjórfaldast, farið úr átta milljörðum lítra í 36,5 milljarða lítra árið 2011. Eftirspurnin var svo mikil að afurðastöðvarnar náðu engan veginn að framleiða nóg. Sumar þeirra brugðust þá við með því að bæta melaníni út í mjólkina til þess að halda próteininnihaldinu uppi en upp um svindlið komst árið 2008 þegar nærri 300 þúsund börn veiktust eftir að hafa fengið ungbarnamjólk úr slíkri mjólk og sex þeirra létust vegna eitrunar. Eftir þetta melanínhneyksli hefur trú heimafólks á þarlendum mjólkurvörum verið afar lítil og eftirspurn eftir innfluttri mjólkurvöru mikil. Þriðji stærsti markaðurinn Í dag er mjólkurvörumarkaðurinn í Kína sá þriðji stærsti í heiminum og er áætlað að í ár sé þörf fyrir um 48 milljarða lítra mjólkur, þ.e. um 11 milljörðum lítrum meiri en framleiðslan í landinu er. Þrátt fyrir hina miklu eftirspurn er neysla mjólkur á hvern íbúa ekki nema um 20 lítrar á ári sem er um 25% af meðalneyslunni í heiminum og því er það mat margra sérfræðinga að unnt sé að auka söluna þrefalt til fjórfalt. Samkvæmt framleiðsluspá fyrir kínverska mjólkurframleiðslu er áætlað að á næstu 10-15 árum muni framleiðslan aukast til jafns við árlega mjólkurframleiðslu Nýja-Sjálands og Ástralíu. Þó svo að það sé vissulega mikil aukning er talið að hún dugi engan veginn til og upp á vanti álíka árlegt magn og er framleitt í dag í Frakklandi, Rússlandi og Bandaríkjunum samanlagt enda er búist við að árið 2025 verði eftirspurnin komin í um 80-90 milljarða lítra mjólkur. Innflutningurinn sexfaldast Á einungis fimm árum hefur innflutningur mjólkurvara sexfaldast og farið úr 100 þúsund tonnum í rúm 600 þúsund tonn. Um helmingur þessa magns kemur frá Fonterra á Nýja-Sjálandi en segja má að mjólkurvörur streymi allsstaðar frá til Kína. Stór hluti dufts, þ.e. bæði undanrennu- og mjólkur-dufts, kemur frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Danmörku. Mysuduft kemur hins vegar mest frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Finnlandi. Þegar horft er til innflutnings á smjöri, ostum og ferskvörum raðast sömu löndin í efstu sætin. En einnig er töluverð þörf fyrir sk. sérvörur í Kína. Þannig er framleiðsla á lífrænt vottaðri mjólk er lítil sem engin en eftirspurnin eftir vottaðri mjólk er mikil, enda vantraust neytenda mikið. Svo mikil er eftirspurnin að nú í vetur hefur lífrænt vottaðri mjólk frá Evrópu verið siglt til Kína. Alls hafa 35 milljónir lítra verið seldir til þessa en mjólkin var fyrst háhitameðhöndluð svo geymsluþolið væri nægt og svo flutt í gámum til Beijing. Þar er hún svo seld á hátt í 700 kr. lítrinn og þó svo að það verð virðist hátt selst allt upp á svipstundu og anna evrópskir kúabændur ekki eftirspurninni nú um stundir. Háhitameðhöndluð mjólk, sem svipar til G-mjólkur hér á landi, hefur 6-9 mánaða geymsluþol. Byggja stórbýli Meðalfjöldi kúa pr. bú er afar lágur í Kína og er talið að ekki séu nema að jafnaði 2-3 kýr á langflestum af um 2 mi l l jónum k ú a b ú a landsins. Það sem yfirvöld hafa hins vegar gert er að styðja við bakið Utan úr heimi Kínverski markaðurinn tekur lengi við Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um að þrengja óðalsrétt við eigendaskipti á bújörðum í Noregi, að því er fram kom í blaðinu Nationen 13. febrúar sl. Landbúnaðarráðherrann, Trygve Slagsvold Vedum, lagði fram frumvarp þess efnis á Stórþinginu í janúar sl. Börn, barnabörn og systkini jarðareigenda halda óbreyttum óðalsrétti sínum en fjarskyldari ættingjar missa hann. Erlend Stabell Daling, lög- fræðingur hjá Norsku bænda- samtökunum, upplýsir að tveir af hverjum þremur núverandi óðalsrétthöfum munu missa þennan rétt sinn ef frumvarpið nær fram að ganga, en það eru nokkur hundruð þúsund manns. Lög um óðalsrétt í Noregi eiga rætur allt aftur til sögualdar, en ákvæði um þau er nú að finna í 107. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir að óheimilt sé að afnema óðals- og ábúðarrétt á jörðum. Prófessor Eivind Smith við Óslóarháskóla hefur varpað fram þeirri spurningu hvort þessi þrenging á óðalsréttinum standist stjórnarskrána. Ríkisstjórnin telur að breytingar á lögunum auðveldi bændum að stækka jarðir sínar og stuðli að auknum viðskiptum með þær. Norsku bændasamtökin hafa sent aðildarfélögum sínum þessar tillögur og óskað eftir áliti þeirra á þeim. Brýtur fyrirhuguð breyting í bága norsku stjórnarskrána? Dómsmála- ráðuneytið hefur fjallað um það og telur svo ekki vera. Harald A. Kvålen, bóndi og landeigandi á Þelamörk, kveðst munu berjast eindregið gegn þessum breytingum, sem hann kallar útþynningu á óðalsréttinum en sjálfur tók hann við jörð sinni sem óðalsrétthafi eftir frænda sinn á 9. áratugi síðustu aldar. Hann telur að óðalsrétturinn sé vegamikil ástæða þess að í Noregi eru sjálfseignarbændur ráðandi í landbúnaði. Þessi réttur er einnig mikilvæg ástæða þess að í Noregi urðu aldrei til greifadæmi og aðalsmenn eins og víða gerðist fyrr á öldum í Evrópu. Fyrirhugaðar breytingar eru svo víðtækar að það má í raun kalla þær afnám óðalsrétarins, segir Harald A. Kvålen. Þær eru verulega hættulegar fyrir samfélagið vegna þess að þá opnast möguleikar fjármagnseigenda til að leggja undir sig jarðirnar. Hann tók við jörð sinni á níunda áratug síðustu aldar sem óðalsrétthafi eftir frænda sinn. Óðalslögin yrðu í raun ekki svipur hjá sjón ef fyrirhuguð lagabreyting næði fram að ganga, segir hann. Einnig bendir hann á að jarðnæði sé grunnföst eign en ekki aðeins tölur á blaði, og að á opnum markaði sé staða sjálfseignarbænda veik gagnvart sterkum fjármagnseigendum, bæði einstaklingum og öðrum sem er efst í huga að festa fé sitt í eignum sem vænta megi að hækki í verðgildi í framtíðinni. – En gætu breytingar á lögunum ekki auðveldað bændum að kaupa viðbótarland? „Það má vel vera en þegar til lengdar lætur er hætta á því að efnamenn fari að safna jörðum og að búseta í dreifbýli bíði tjón af,“ segir Harald A. Kvålen. Norðmenn vilja þrengja óðalsrétt við sölu bújarða Meðalfjöldi kúa á hverju búi er afar lágur í Kína og er talið að ekki séu nema að jafnaði 2-3 kýr á lang estum af um tveimur milljónum kúabúa landsins. Stjórnvöld í einu af tíu stærstu útflutningslöndum hveitis í heim- inum, Úkraínu, bönnuðu sl. haust útflutning á hveiti vegna lélegrar uppskeru í fyrra. Við áttum engan annan kost, sagði landbúnaðar- ráðherra Úkraínu, við frétta- stofu Reuters sem Bondebladet gerði að umtalsefni 1. nóvem- ber. Þriðjungur af áætlaðri kornuppskeru í Úkraínu 2012 tapaðist vegna mikillar úrkomu. Spurningin er hvernig ástandið verði á komandi sumri. Dacian Ciolos, landbúnaðarstjóri ESB, sagði þessa ákvörðun Úkraínu valda sért miklum vonbrigðum. Hún muni leiða til mikillar spennu á hinum alþjóðlega búvörumark- aði og þar yrðu hinir fátæku ver- stúti. Að sögn Agroinvest hækkaði kornverðið um 1,8% sama dag og tilkynnt var um útflutningsbannið í Úkraínu. Egyptar, sem kaupa inn mest allra þjóða í heiminum af hveiti, lýstu því yfir af þessu tilefni að Úkraína missti trúverðugleika sinn á hinum alþjóðlega kornmarkaði með þessari ákvörðun. Stjórnvöld í Úkraínu upplýstu síðar að staðið yrði við þegar frágengna samninga um kornviðskipti. Árið 2010 voru settar hömlur á útflutning korns frá Rússlandi og Úkraínu og leiddu þær til verulegra hækkana á verði þess. Talið er að sú ákvörðun hafi átt mikinn þátt í hinu svokallaða „Arabíska vori“ sem dró verulega úr kornviðskiptum í við- komandi löndum. Rússland gekk í WTO, Alþjóðlegu viðskiptastofnunina, hinn 23. ágúst síðastliðinn og það er talið hafa átt þátt í því að hömlur á kornviðskiptum njóta ekki sama stuðnings stjórnvalda þar og áður. Brauðverð pólitískt viðkvæmt Viku áður en stjórnvöld Úkraínu staðfestu fyrrnefnt útflutningsbann hafði ríkisstjórnin þar upplýst að eftirspurn eftir korninu væri svo mikil að sölu þess yrði lokið upp úr miðjum nóvember. Jafnframt beindi hún þeim tilmælum til kornsala að fara sér hægt í frekari viðskiptum. Fregnir um það komust á kreik og Financial Times birti fregn um málið þegar hinn 19. október. Yfirstjórn landbúnaðarmála í Úkraínu full- yrti á þeim tíma að engin ákvörðun hefði verið tekin um að stöðva þessi viðskipti. Ef útflutningurinn ykist hins vegar skipulagslaust og ógnaði framboði innanlands yrði að grípa í taumana. Ákvörðunin var tilkynnt skömmu fyrir kosningarnar í landinu en í þeim hugðist stjórnarandstaðan að sögn Financial Times, brjóta niður einræði forsetans, Viktors Janúkovitsj. Hveiti og brauð eru mikilvægasta fæða milljóna fátækra íbúa Úkraínu og brauðverð er því viðkvæmt pólitískt mál þar í landi. Léleg kornuppskera í Úkraínu í fyrra: Útflutningsbann á hveiti olli uppnámi á sl. hausti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.