Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 201312 Fréttir Þann 1. september næstkomandi taka gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns skuli vera að lágmarki 40 prósent í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG tók saman tölfræði um þau fyrirtæki sem falla undir löggjöfina 1. september síðastliðinn, þegar ár var til stefnu þar til lögin tækju gildi. Niðurstöðurnar voru sláandi. Einungis 47 prósent fyrirtækja uppfylltu þá skilyrðin og aðeins 42 prósent lífeyrissjóða. Samtals vantaði 223 konur í stjórnir til að uppfylla skilyrði laganna. Ekki skal þvertekið fyrir að einhver breyting hafi orðið á síðan KPMG tók umræddar tölur saman en ekki myndi pistlahöfundur veðja stórum fjárhæðum á það. Um nýliðna helgi var Edduverðlaunahátíðin haldin í Hörpu. Einungis þrjár leikkonur voru tilnefndar til Edduverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki á móti fimm körlum. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, sem hlaut heiðursverðlaun kvikmyndaakademíunnar, gerði þetta að umtalsefni í þakkarræðu sinni og gagnrýndi harðlega. „Mig óraði ekki fyrir því þá, að þrjátíu árum síðar væri ekki hægt að nýta lágmarkskvóta í flokki kvenhlutverka til Edduverðlaunanna,“ sagði Kristín og bætti við: „Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar. Og það sem meira er, samfélagsins alls. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Því miður eru þetta bara tvö dæmi um þann skarða hlut sem konur bera frá borði í íslensku samfélagi. Einungis 23 konur sitja á Alþingi nú, tæp 37 prósent þingmanna. Af tólf dómurum Hæstaréttar eru aðeins tvær konur. Einungis 37 prósent héraðsdómara eru konur. Engin kona stýrir neinum af stærstu fjölmiðlum landsins, þótt nefna megi að Margrét Marteinsdóttir er dagskrárstjóri útvarps Ríkisútvarpsins. Fleiri dæmi má auðveldlega tína til. Búnaðarþing verður sett sunnudaginn 3. mars næstkomandi. Af 48 þingfulltrúum sem eiga sæti þar eru einungis 12 konur. Það er fjórðungur þingfulltrúa. Í fráfarandi stjórn Bændasamtakanna sitja tvær konur í sjö manna stjórn. Það er tæplega 29 prósenta hlutur kvenna. Nú er það reyndar svo að hjá Bændasamtökunum starfa færri en 50 manns. Bændur sem eru félagar í Bændasamtökunum eru hins vegar um 6.000 talsins. Þó að karlar séu talsvert fleiri í þeim hópi þá er fráleitt að konur séu einungis fjórungur, nær lagi er að þær telji um 40 prósent félagsmanna. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt að sjónarmið kvenna séu í slíkum minnihluta sem raun ber vitni í stefnumörkun íslensks landbúnaðar, alveg eins og það er óásættanlegt hversu rýr hlutur kvenna er á flestum sviðum þjóðlífsins. Við töpum á því, við öll. Við hljótum að vilja stuðla að því að hér byggist samfélag sem tekur mið af mismunandi sjónarmiðum karla og kvenna á öllum sviðum. Sama hvort þar er um að ræða atvinnulíf, menntamál, stjórnmál eða menningu. Það verður ekki gert öðru vísi en hlutur kvenna styrkist á öllum sviðum. Til þess þarf hugarfarsbreytingu, ekki síst karla. Svo orð Kristínar Jóhannesdóttur séu endurtekin: „Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ /fr STEKKUR Nýlega komu konur úr Kvenfélagi Laugdæla færandi hendi í Bláskógaskóla á Laugarvatni og færðu skólanum 200.000 króna gjöf til uppbyggingar á útiskóla skólans í skóginum við Tjaldmiðstöðina. Peningarnir verða notaðir til kaupa á áhöldum til útieldunar og fleira. Það eru fimm til sjö ára nemendur skólans sem hafa nýtt sér aðstöðuna í vetur, en á hverjum þriðjudegi er farið upp í skóg og gert eitthvað skemmtilegt saman. Þá fara börn úr leikskólanum Gullkistunni á Laugarvatni reglulega í skógarferðir í skóginn. /MHH Áfram stelpur! Kvenfélag Laugdæla: Gaf 200.000 krónur í útiskóla Hluti af krökkunum í skóginum en með þeim eru þær Dröfn Þorvaldsdóttir leikskólakennari og Margrét Harðardóttir grunnskólakennari. Mynd / MHH Grisjað í Reykjarhólsskógi Sigurður Skúlason, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Norðurlandi, segir að erfitt hafi verið að vinna við grisjun í skógum á Norðurlandi í vetur vegna snjóa. Þannig hafi til að mynda mælst á annan metra jafnfallið í Vaglaskógi og svo hafi verið síðan í október. Minni snjór er í Skagafirði og með hækkandi sól er verið að grisja í Reykjarhólsskógi við Varmahlíð þessar vikurnar. Þar er svo til snjólaust. Áætlað er að grisja 60-80 m3 af viði sem afhentur verður á Grundartanga. /MÞÞ Unnið við grisjun í Reykjarhólsskógi við Varmahlíð í Skaga rði. Áætlað er að grisja 60-80 m3 af viði sem afhentur verður á Grundartanga. Er tt hefur verið að vinna við grisjun skóga á Norðurlandi í vetur vegna snjóa. Mikill snjór hefur verið í Vaglaskógi frá því í október.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.