Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 Framleiðsla á kjöti í janúar nam 1.942 tonnum, sem er 12% aukning frá sama mánuði í fyrra. Mest jókst framleiðsla alifuglakjöts, 16,5%, en framleiðsla á svínakjöti jókst um 13,1%. Síðastliðna 12 mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 5,3%. Á ársgrundvelli hefur framleiðsla allra kjöttegunda nema svínakjöts aukist. Sala kjöts jókst um 7,3% Sala á kjöti nam 1.970 tonnum í janúar. Aukningin nemur 7,3% frá janúar 2012. Sífellt meira hefur selst af alifuglakjöti; síðastliðna 12 mánuði nemur söluaukningin 11% en í janúar var hún 18% frá sama mánuði í fyrra. Miðað við 12 mánaða tímabilið hefur sala annarra kjöttegunda einnig aukist, að svínakjöti frátöldu, en þar nemur samdrátturinn 3,1%. Mjólkurframleiðsla svipuð Mjólkurframleiðsla er svipuð að magni nú og á sama tíma í fyrra og sömu sögu er að segja um framleiðslu á ársgrundvelli. Sala mjólkurvara jókst bæði þegar litið er til síðustu 12 mánuði og í janúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Markaðsbásinn Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Landbúnaðarmálefni í ESB BRÁÐABIRGÐATÖLUR JANÚAR janúar 2013 2013 nóv. 2012- janúar 2013 febrúar 2012- janúar 2013 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla janúar 2012 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 782.506 2.073.665 7.945.927 16,5 7,1 7,7 27,0% Hrossakjöt 219.000 818.707 1.518.155 7,2 40,0 51,7 5,2% Nautakjöt 415.896 1.103.159 4.137.236 6,2 -1,0 4,4 14,1% Kindakjöt 0 215.401 9.920.711 -100,0 -4,5 3,5 33,7% Svínakjöt 524.713 1.488.540 5.914.513 13,1 1,2 -1,8 20,1% Samtals kjöt 1.942.115 5.699.472 29.436.542 12,2 6,9 5,3 Mjólk 10.555.122 29.652.473 125.028.530 -0,6 -3,6 0,0 Sala innanlands Alifuglakjöt 748.018 1.974.878 7.915.356 18,1 11,6 11,0 31,8% Hrossakjöt 67.906 235.405 625.259 17,9 27,5 27,6 2,5% Nautakjöt 414.309 1.092.342 4.139.737 7,6 -0,7 4,7 16,6% Kindakjöt * 324.245 1.199.582 6.613.143 -7,2 6,4 8,7 26,5% Svínakjöt 415.236 1.303.983 5.616.714 1,1 -5,7 -3,1 22,5% Samtals kjöt 1.969.714 5.806.190 24.910.209 7,3 4,3 6,2 Mjólk á próteingrunni 9.626.043 27.836.203 115.643.688 2,0 -1,1 1,8 Mjólk á fitugrunni 8.629.727 30.074.501 114.502.340 4,34 2,36 2,83 * Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Innflutt kjöt Árið 2012 Árið 2011 Tímabil janúar - júlí Alifuglakjöt 318.879 361.002 Nautakjöt 108.879 257.364 Svínakjöt 165.838 174.473 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 21.809 23.574 Samtals 615.405 816.413 Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara í janúar 2013 Dálkahöfundur sat ársfund FEIF sem haldinn var 4.-6. febrúar að þessu sinni í Strassborg í Frakklandi, eða borg Evrópu búa, eins og borgarbúar vilja kalla hana. Um er að ræða fjöl mennasta ársfund FEIF til þessa, en um 120 fulltrúar frá aðildarlöndum FEIF sóttu fundinn. Fundinum er skipt upp eftir viðfangsefnum; rækt- unar-, sport-, mennta-, ungmenna- mál, og síðan funduðu formenn aðildar félaga sérstaklega og í fyrsta skipti var sérstakur fundur um frístundareiðmennsku. Á ræktunarleiðtogafundinum var WorldFengur til umræðu. Kristín Halldórsdóttir, formaður skýrsluhalds- nefndar FEIF, flutti skýrslu um störf nefndarinnar árið 2012 og greindi frá áherslum fyrir 2013. Undirritaður flutti ársskýrslu WorldFengs og einnig fór ég yfir skýrsluna á formannafundinum og svaraði fyrirspurnum. Annars voru haldin athyglis- verð erindi á sameiginlegum fundi allra þátttakenda þar sem Þorvaldur Kristjánsson, kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, hélt m.a. erindi þar sem hann fór yfir þá vinnu sem hefur staðið yfir við að skilgreina betur allar gangtegundir íslenska hestsins. Þá flutti Þorgeir Guðlaugsson (NL) fyrirlestur um vinnu við að semja leiðarvísi um sportdóma og Gunnar Sturluson fór yfir siðareglur FEIF, sem stjórn FEIF hafði skrifað undir, og aðrir forsvarsmenn FEIF-félaga voru hvattir til að gera hið sama. Síðan flutti Sylvie Rizo frá IFCE fyrirlestur um aðferðir til að bæta ræktun og sölu hrossa samkvæmt aðferðir sem franska ræktunarsambandið fyrir öll hrossakyn, Haras Nationaux, notar. Aðrir þátttakendur sem fóru til Strassborgar frá Íslandi voru: Guðlaugur Antonsson, Haraldur Þórarinsson, Helga B. Helgadóttir, Helga Thoroddsen, Samúel Örn Erlingsson, Sigbjörn Björnsson, Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Emil Ævarsson og Sigurður Sæmundsson. Opnað fyrir rafræna skráningu Á þessu sýningarári verður opnað fyrir rafræna skráningu á kynbóta- og íþróttasýningar í gegnum Fengs- forritin; WorldFeng og SportFeng. Þetta þýðir að hægt er að skrá hross og knapa á sýningar beint á netinu og greiða sýningargjald með greiðslukorti. Það er síðan ákvörðun móts haldara hvort þeir bjóða einnig upp á að sýningargjald sé greitt með bankamillifærslu. Við skráningu á hrossi á kyn- bótasýningu tryggir WorldFengur að öllum reglum sé fylgt um skráningu á hrossi, t.a.m. hvað varðar einstak- lingsmerkingu, Spatt-myndatöku og DNA-ætternissönnun. Með þessu móti mun öll vinna við skráningar vegna sýninga minnka til muna. Ný stofnuð Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun sjá um allt sýningar hald á kynbótasýningum en áður var þetta í höndum búnaðar- sambands á hverju svæði. Það ætti að bæta þjónustuna við sýnendur. Á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar- innar og Landssambands hesta- mannafélaga stendur yfir kynning á þessu nýja fyrirkomulagi. Skýrsluhaldið fært til RML Þau tímamót urðu með stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar land búnaðarins (RML) að skýrsluhaldsvinna í búfjár- rækt færðist til hins nýja félags frá tölvudeild Bændasamtaka Íslands, sem hefur séð um þennan verkþátt í áratugi. Anna Guðrún Grétarsdóttir (staðsett á Akureyri) og Kristín Helgadóttir (staðsett í Reykjavík), skýrsluhalds fulltrúar, sem störfuðu áður í tölvu deild, hafa hafið störf hjá RML. Allt kapp er lagt á að bændur verði sem minnst varir við þessa til- færslu verkefna. Á síðustu árum hefur tölvu- deildin markvisst unnið að því að færa þessa vinnu til búnaðar- sambanda og bænda sjálfra, nær upprunanum, og þannig hafði öll skráning á skýrsluhaldi bænda í nautgriparækt verið komin úr tölvudeildinni til búnaðarsam- banda eða bænda sem færa rafrænt skýrsluhald í gegnum skýrsluhalds- forritið HUPPU. Sama er að segja um skýrsluhaldið í hrossarækt, sem að mestu er fært af bændum sjálfum í gegnum heimarétt hrossaræktenda í Veraldarfeng (www.worldfengur. com) en einhver hluti þess er enn þá færður hjá búnaðarsamböndum eða hjá skýrsluhaldsfulltrúum Bænda- samtakanna. Í sauðfjárrækt færa flestir þátttakendur í skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna skýrsluhald sitt sjálfir í FJARVIS.IS en enn- þá berast handskrifaðar bækur til Bændasamtakanna til skráningar og greiða bændur skráningargjald fyrir þá vinnu. Vor- og haustbækur fyrir alla skýrsluhaldara í sauðfjárrækt eru prentaðar hjá Advania í gegnum FJARVIS.IS og eru þær sendar heim til bænda ásamt uppgjörs skýrslum. Í loðdýrarækt var sú ákvörðun tekin á síðasta ári að notast eingöngu við vefforrit frá Danska uppboðs- húsinu, CFC, og að þjónusta við skýrsluhaldara færi þar að öllu leyti í gegn, þ.m.t. skráning og prentun korta. Síðustu vikur var skráning og prentun fyrir loðdýrabændur unnin í síðasta sinn í tölvudeildinni. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatæknibásinn Hluti ræktunarleiðtoga á fundinum í Strassborg. Mynd / jbl Ársfundur FEIF í Strassborg

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.