Læknablaðið - 01.02.1965, Side 48
18
LÆKNABLAÐIÐ
ákalla liina helgu mey (II, 615).
En sögunnar sjálfrar er ekki sér-
staklega við getið, og yfirleitt
var það María guðsmóðir, sem
leitað var til vegna kvenna í
barnsnauð, og svo var það í
skandinavísku löndunum, sbr.
Gotfredsen,12 Möller-Christen-
sen13 og Reichborn-Kjenne-
rud14.
Svo er að sjá, sem trúin á
Margrétar sögu við barnsburð
bafi verið sérstakt íslenzkt fyrir-
bæri, upprunnið í kaþólskum sið
á Islandi, en haldizt síðan við
þar löngn eftir siðaskiptin. Ég
kem að minnsta kosti ekki auga
á aðra aðgengilega skýringu á
hinum mikla fjölda bandrita af
sögunni úr lútherskum sið.
Það kann að þykja einkenni-
legt, að ekki sé getið um „dautt
barn né lama“ i Reykjavíkur-
útgáfu Margrétar sögu, bafi hún
einnig á síðustu öldum haft gildi
í fæðingum. Ég skal ckki segja,
hvernig á því stendur; til þess
þvrfti að athuga öll handrit sög-
unnar og sjá, hvernig þau skipt-
ast með lillili lil þessa atriðis,
og raunar væri æskilegt að rann-
saka ])að efni einnig í latnesku
textunum. Slíka rannsókn Iief
ég ekki aðstæður til að gera,
en ég hef athugað í handrita-
skránum, með hvaða öðrum rit-
um Margrétar saga er skráð í
handrilum. Kemur þá í ljós, að
i handritum úr kaþólskum sið,
er hún tvivegis i safnritum á-
samt mörgum öðrum heilagra
manna sögum. Sjö handritanna
eru aðeins brot, sem ekkert
verður ráðið af, en í fimm þeirra
virðist Margrétar saga hafa ver-
ið eina sagan, en á eftir henni
koma hænir í þremur handrit-
anna og í tveimur þeirra áður-
greindar lausnarformúlur. Ætla
má, að safnritin hafi verið hugs-
uð trúræknu fólki til lesturs, og
vel mega þau hafa verið eign
klaustra eða kirkna, en handrit-
in með Margrétar sögu einni
gefa til kynna sérstakt dálæti á
lienni.
Af handritum af Margrétar
sögu úr lútherskum sið er meira
en helmingur þeirra með efni,
sem telja verður líklegt, að hafi
aðallega verið ætlað til skcmmti-
lesturs, og eru í handritaskrán-
um nefndar sögur, sagnabrot,
ævintýri, ævisögur, kvæði, rím-
ur og sálmar. Heiti sögunnar
í þessum safnritum er ])á stund-
um: „Æfintýr af þeirri heilögu
mey Margrétu“, „Lífssaga sællr-
ar Margrétar meyar“ eða „Ein
historia um Fru Margrétu“, og
eilt safnið (J.S. 43, 4to) ber tit-
ilinn: „Ein Agiæt Nitsöm fród-
leg Lvsteleg SkemmteRijk og
Artug Rook Innehaldande ....
Æfesaugur .... Samanntekenn
af Virduglegum höfdings manne
Magnúse Ioonssyne ad Wigur“.
En í mörgum handritanna er
Margrétar saga með efni, sem
skráin kallar „miscellanea, ó-
samstæður tíningur, draumar,
draumaráðningar og kukl“, og