Læknablaðið - 01.02.1965, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ
23
um stéttarmál lækna eða atriði
varðandi heilbrigðismál almennt
og heilbrigðisþjónustu. í lok
hvers árgangs verði siðan l>irt
nöfn þeirra lækna, sem rit-
stjórnargrein hafa skrifað á
því ári.
í þriðja lagi verði enn á ný
gerð öflug tilraun til þess að fá
menn til að gera úrdrætti úr
merluim erlendum tímarita-
greinum, sem síðan yrðu birtir
í blaðinu. Hefur Ásmundur
Brekkan tekið að sér að fylgja
þessari tilraun eftir, og væntir
ritstjórnin þess, að árangur
verði betri en að undanförnu
á þessu sviði.
Loks hefur verið um það
rætt að birta öðru hverju í blað-
inu smágreinar, þar sem vakið
væri máls á nýbreytni í skipu-
lagsmálum læknastarfseminnar,
bæði félagslegri og faglegri.
Gæti það orðið til að vekja al-
mennar umræður um málin í
blaðinu og e. t. v. hvatt til þess
að hrinda al' stað framkvæmd-
um til úrbóta í málum, sem bet-
ur mættu fara.
Hér hefur verið drepið á
nokkur þau atriði, sem rit-
stjórnin hefur bugsað sér að
taka til meðferðar og Jjreyta i
sambandi við stækkun ijlaðsins.
Jafnframt væntir ritstjórnin
þess, að sem flestir íslenzkir
læknar sendi ótilkvaddir blað-
inu pistla eða greinar um áhuga-
mál sín, hvort beldur félagsleg
eða sérfræðileg.
Loks er þess að geta, að á
þessu ári er bálf öld liðin frá
því, að Læknablaðið hóf göngu
sína, og er ráðgert að helga
j>essu merkisafmæli eitt befti
nálægt miðju ári.