Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 24
50
LÆKNABLAÐIÐ
kunnu hjóna, Páls Halldórsson-
ar skólastjóra og Þuríðar Niels-
dóttur frá Grimsstöðum á Mýr-
um, en báðar eru þær ættir
kunnar af dugmiklu gáfufólki.
Níels lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum i Rvik árið
1915 og kandídatsprófi frá Há-
skóla íslands vorið 1921, þá að-
eins 24 ára að aldri. Starfaði
hann síðan um eins árs skeið
sem staðgöngumaður hcraðs-
læknis í Síðuhéraði (nú Kirkju-
bæjarhéraði), en fór þá til út-
landa til framhaldsnáms. Frá
vorinu 1921 var hann um tæp-
lega eins árs skeið sem starf-
andi læknir i Reykjavík, en hélt
þá aftur til útlanda til frekara
náms í meina- og sýklafræði.
Um þetta levti hafði Slefán
.Tónsson, dósent i almennri sjúk-
dómafræði, sem þá var kölluð
svo, sagt lausri stöðu sinni við
Háskóla íslands og flutzt til
Danmerkur og gerzl starfandi
læknir þar. Eftir heimkomu
Dungals í september 1926 var
hann hinn 1. október sama ár
skipaður dósent í almennri sjúk-
dómafræði og réttarlæknisfræði
og forstöðumaður Rannsóknar-
stofu Háskólans. Réttum sex
árum síðar var liann skipaður
prófessor í ofangreindum fræð-
um.
Hér verður eigi rakin frek-
ari tímagreining á ævistörfum
Níelsar Dungals, heldur vísað
um liana til Læknatals.
Fljótt kom í Ijós, að við komu
Dungals að læknadeild Háskól-
ans hafði henni hætzt öflugur
liðsmaður. Sá, er þetta ritar,
hafði lokið fyrrihlutaprófi í
læknisfræði í febrúar 1926 og
var því einn meðal hinna fyrstu
nemenda hans.
Áhugi Dungals var mikill, og
hann lireif nemendur með sér.
Kennsla hans var skýr, frásögn-
in stutt, en lifandi, krydduð
ýmsum glöggum dæmum, sem
festu hvert atriði betur i minni.
Ég minnist þess, að við nem-
endur lians ræddum kennslu-
hæfileika liins nýja kennara
stuttu eftir komu hans að deild-
inni. Héldu sumir þvi fram, að
stundum gerði hann ekki nægi-
legan mun aðalatriða og auka-
atriða og væri tíðum um of full-
yrðingagjarn. Öðrum fannst
slíkur þróttur fvlgja ræðu hans
og skýringum, að fyrir okkur
nemendurna yrðu öll hin til-
færðu dæmi að aðalatriðum.
Hvað sem þessu líður, lét hon-
um kennslan sérlega vel, og
nemendur hans voru fljótir að
komast að raun um, hvílík und-
irstaða meina- og sýklafræðin
var fvrir allt liið klíniska nám,
sem á eftir fylgdi. Löngu síðar
gafst mér sem prófdómara um
alllangt skeið kostur á að kynn-
ast betur fleiri kostum míns
gamla og góða kennara, svo
sem umhvggju hans fvrir nem-
endum. Ef illa tókst til á prófi,
byrjaði hann að þvi loknu ávallt
að atlmga, livort sökin til ófar-