Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 40
66
LÆKNABLAÐIÐ
praktíserandi lækna. Verður
hún birt sem útdráttur í Lækna-
blaðinu.
Dr. óskar Þórðarson: „Er
reynslan af þessum „kúrsus“ sú,
að stúdentar fái áhuga á og
hneigist að almennum læknis-
störfum?“
Dr. Ekengren skýrði nokkuð
frá vandamálum almennra
lækna i Svíþjóð. Læknafélagið
hefur gert stórátak í að koma
upp læknahúsum fyrir sam-
starfsbópa; þessi þróun hefur
orðið til þess, að opinberir að-
ilar eru á leið að reisa lækna-
bús; gæti orðið háskalegt í
framtíðinni, ef hinu opinbera
tækist að ánetja meiri hluta
stéttarinnar.
Tómas Helgason lagði álierzlu
á þá möguleika, er væru fyrir
hendi til vísindavinnu í lækna-
stöðvum, er reknar væru á þann
liátt, er Scott prófessor lýsti.
Scott prófessor svaraði fvrir-
spurn dr. Óskars Þórðarsonar:
“As a whole students bave been
very enthusiastic about this ex-
periment. Whetber we liave
been able to seduce any of tbem
I don’t know.”
Fleiri báðu ekki um orðið,
og dagskrá var lokið.
Ásmundur Brekkan,
fundarritari.
NEIK\’ÆÐAR NIÐl’RSTÓÍÍUR.
Niðurstöður binna ýmsu læknisfræðirannsókna eru
oft neikvæðar. Víða mun vera tilbneiging til j)ess að mis-
skilja mikilvægi neikvæðrar niðurstöðu. Neikvæð niður-
staða táknar i flestum tilfellum aðeins, að ekki hafi tek-
izt að finna neinar óeðlilegar breytingar bjá j)eim, er
rannsakaður var, með þeim aðferðum, sem l)eitt var.
Það getur þannig aldrei þýtt, að ckki mætti finna sjúk-
legar breytingar í því svæði, eða kerfi, sem rannsakað
var, væri öðrum aðferðum beilt.
Vafalaust er gott fvrir sjúkhnginn að vita, að niðurstöð-
ur ákveðinnar rannsóknar hafi verið neikvæðar. Lækn-
inum ber bins vegar að bregðast öðruvísi við neikvæðri
rannsóknarniðurstöðu; afstaða I)ans á að vera sú, að
hin neikvæða rannsóknarniðurstaða bafi ekki nægilegt
sönnunargildi.
Pekka Vuorinen: Finlands Lakartidning;
20; 29; 10. okt. 1965.