Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
53
þess ritaði hann fjölda greina
í tímarit og blöð fyrir almenn-
ing. Ekki verða rit hans né ferð-
ir tilgreindar hér, heldur vísað
til þeirra i Læknatali og með-
fylgjandi ritskrá. Hann sótti ár-
lega mörg læknaþing í hirfum
f jarskyldustu greinum og í ýms-
um löndum heims.
Hann var fráhær málamaður
og átti sérlega auðvelt með að
tjá sjónarmið sín í stuttum ræð-
um á erlendum tungum. Hann
var víðlesinn og því margfróð-
ur, skemmtinn i frásögn, svo
að af har. Ilann var unnandi lífs
og lista, sannnefndur heims-
horgari, hvar sem hann fór.
Hann fylgdi skoðunum sínum
fast, en þó frjálsmannlega fram
og gat verið áhrifamikill bar-
áttumaður, en tók allri rök-
studdri gagnrýni reiðilaust.
Árið 1929 þáði læknadeildin
hér hoð læknadeildar Háskólans
í Hamhorg fyrir níu læknadeild-
arstúdenta og einn fararstjóra
úr deildinni. Varð Niels
Dungal fyrir valinu. í um það
bil einn mánuð var dvalizt i
Þýzkalandi og ferðazt mikið
um landið. Ávallt hafði Dungal
orð fyrir hópnum og iiafði oft-
ast eitthvað nýtt fram að færa,
og voru þó þakkarávörpin
mörg. Hann fylgdi ætíð hópn-
um og beindi lionum á auðum
kvöldstundum að leikhúsum,
tónlistarsamkomum eða söng-
leikjum og rakti þá oftast efnið
áður, svo að hinir lítt vönu á-
heyrendur, nemendur hans,
skyldu njóta þess í sem fyllst-
um mæli. Þannig eru minning-
ar mínar um nærgætni og um-
hyggju Níelsar Dungals sem
fararstjóra ungra, óreyndra
stúdenta í framandi landi.
Prófessor Dungal var fríður
maður og föngulegur, dökkur
á hár, en hærðist fljótt. Hann
var sviphreinn og sérlega frjáls-
mannlegur í allri framgöngu.
Einurð og liispursleysi mótuðu
alla framkomu hans.
Nú, þegar prófessor Dungal
er allur, syrgja nemendur lians
glæsilegan og fjölhæfan kenn-
ara, stéttarfélagar hans ótrauð-
an, sívinnandi og hreinskilinn
samstarfsmann. íslenzka þjóðin
metur árvekni hans og hinn
mikla árangur, sem hann hef-
ur á ýmsum sviðum látið henni
í té með óvenjumiklu og heilla-
riku starfi. Ég votta konu hans
og hörnum einlæga samúð.
Sigurður Sigurðsson.